Fréttablaðið - 23.12.2014, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 23.12.2014, Blaðsíða 6
23. desember 2014 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 6 1. Hvað nær Nornahraun yfi r marga ferkílómetra? 2. Hvaða matarréttur er vinsælastur hjá Íslendingum á aðfangadag? 3. Hvað heitir þjálfari norsku Evrópu- meistaranna í handbolta? SVÖR: 1. 80. 2. Hamborgarhryggur. 3. Þórir Her- geirsson. HJÁLPARSTARF „Það þarf enginn að vera einn á jólunum, hingað geta allir komið,“ segir Rannvá Olsen, forstöðukona Hjálpræðishers- ins. Líkt og undanfarin ár verð- ur Hjálpræðisherinn með hátíð- arkvöldverð á aðfangadagskvöld fyrir þá sem eiga ekki í önnur hús að venda eða vilja ekki vera einir. Fjölmargir hafa skráð sig í kvöld- verðinn en undanfarin ár hafa verið um 130-150 manns í kvöld- verðinum ásamt sjálfboðaliðum. Sú nýbreytni verður í ár að kvöld- verðurinn verður haldinn í Tapas- húsinu en hingað til hefur hann verið haldinn í húsnæði Hjálpræð- ishersins. Eigandi staðarins lánaði Hernum staðinn en hann verður einnig sjálfboðaliði þar um kvöld- ið. „Það hafa svo rosalega marg- ir bæst við hópinn og húsnæð- ið okkar eiginlega orðið of lítið,“ segir Rannvá og tekur fram að það hafi því verið kærkomið að fá lán- aðan stað undir kvöldverðinn. Hún segist ekki vita nákvæm- lega hve margir munu vera hjá þeim í ár en hins vegar hafi met- fjöldi sjálfboðaliða skráð sig. Meðal þeirra sem sækja kvöld- verðinn eru einstæðingar og úti- gangsfólk. Þar er boðið upp á jólamat og eftir matinn er farið í húsnæði Hersins þar sem verð- ur haldin kvöldvaka. Sungnir eru jólasöngvar, gengið í kring- um jólatréð og allir fá gjafir. „Á kvöldvökunni er boðið upp á heitt kakó og smákökur. Það er æðisleg stemming. Mikil eftirvænting og skemmtilegt andrúmsloft,“ segir Rannvá. Í Konukoti, sem er næturat- hvarf fyrir heimilislausar konur, hafa undanfarin ár verið 5-6 heimilislausar konur á aðfanga- dagskvöld. „Við vitum samt aldrei fyrr en á síðustu stundu hvað þær verða margar en við erum með pláss fyrir átta konur þannig við erum tilbúnar með pakka fyrir þann fjölda,“ segir Kristín Helga Guðmundsdóttir, verkefnastjóri athvarfsins. Kokkur í sjálfboða- starfi sér um eldamennskuna líkt og undanfarin tíu ár og konurnar fá allar gjafir. „Þær fá allar pakka með nýrri bók, konfekti, snyrti- vörum og einhverju fatakyns, það er ekkert afgangs dót heldur pöss- um við að þetta sé allt nýtt,“ segir Kristín. Opnunartími athvarfsins er lengdur yfir hátíðarnar og ekki lokað yfir daginn líkt og vanalega. „Flestir frá okkur borða hjá Hjálpræðishernum,“ segir Tryggvi Magnússon, umsjónarmaður Gisti- skýlisins, sem er athvarf fyrir heimilislausa karla. Opnunartími er ekki lengdur yfir jólin líkt og í Konukoti. „Ég vil samt taka það fram að mér finnst hafa verið villandi umræða í fjöl- miðlum undanfarið. Hér er enginn rekinn út á morgnana, húsið bara lokar klukkan 10 og þá verða allir að fara út.“ Hann segir skjólstæðinga Gisti- skýlisins geta þá farið á Kaffistofu Samhjálpar sem verður opin yfir daginn og einnig í Dagsetrið á Eyjaslóð þar sem opið verður frá 10-16 alla dagana en Gistiskýlið er opnað klukkan 17 á daginn. viktoria@frettabladid.is Það á enginn að þurfa vera einn á aðfangadagskvöld Fjölmargir mæta í hátíðarkvöldverð Hjálpræðishersins á aðfangadagskvöld en meirihluti hópsins er einstæð- ingar og heimilislaust fólk. Í Konukoti verður opnunartími lengdur yfir hátíðarnar en ekki í Gistiskýlinu. KONUKOT Kristín Helga, verkefnastjóri Konukots, segir allt gert til þess að skapa heimilislega og notalega stemmingu á jól- unum í Konukoti. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Þær fá allar pakka með nýrri bók, konfekti, snyrtivörum og einhverju fatakyns, það er ekkert afgangs dót heldur pöss- um við að þetta sé allt nýtt. Kristín Helga Guðmundsdóttir, verkefnastjóri Konukots. LÖGREGLUMÁL 21 árs gömul kona ógnaði starfsfólki Make Up Gall- ery á Glerártorgi í gær með hnífi og seildist eftir peningum í versluninni. Hnífinn hafði hún tekið ófrjálsri hendi í versluninni Nettó. Þetta staðfestir Ragnar Kristjánsson, varðstjóri lögregl- unnar á Akureyri. „Konan á við nokkra vanheilsu að stríða, hún ógnar þarna starfs- fólki með eggvopni og biður það um peninga. Verslunarmiðstöðin var full af fólki á þessum tíma svo viðbúnaður okkar er mikill þegar við fáum tilkynninu um vopnað rán. Sérsveit lögreglunn- ar er kölluð út sem og sjúkrabíll til taks. Við erum hæstánægðir með að enginn slasaðist þarna,“ segir Ragnar. Starfsmaður verslunarinnar, Hildur Líf Higgins, náði með undarverðum hætti að róa kon- una þannig að hún settist á stól í versluninni. „Ég sýndi bara manneskjunni hlýju og kærleika og við það róaðist hún. Það er oft þannig að kærleikurinn getur gert mikið og í þessu tilviki heppnaðist það.“ Gréta Baldursdóttir verslunar- stjóri segir viðbrögð starfsmanns- ins henni til sóma. „Það er alveg frábært að geta nýtt sér reynslu og með þessum hætti að sýna svona fádæma yfirvegun í erfiðum aðstæðum. Margir einstaklingar hefðu líklega ekki sýnt svona yfir- vegun. Ég held að hún megi vera afar stolt af viðbrögðum sínum.“ - sa Hildur Líf Higgins, starfsmaður Make Up Gallery á Glerártorgi, náði að róa konu með hníf: Yfirvegun starfsmanns stöðvaði vopnað rán MAKE UP GALLERY Starfsmaðurinn segist aðeins hafa hlustað og sýnt konunni kærleika og þannig náð að róa hana niður. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN VIÐSKIPTI Aðföng hafa ákveðið að taka úr sölu og innkalla kókos- olíu frá vörumerkinu Himneskt. Það eru 200 gramma krukkur en ástæða innköllunarinnar er að í einni krukku fannst aðskotahlut- ur. Innköllunin varðar eingöngu vörur sem eru merktar bestar fyrir dagsetninguna 31. júlí 2016, en það er áletrað ofan á krukku- lokið. Varan var í sölu í verslunum Bónuss, Hagkaups, Stórkaupa, matvöruverslununum KS, 10-11 og Gló Fákafeni. Viðskiptavinum verslananna sem keypt hafa vör- una geta skilað henni í verslunina þar sem hún var keypt gegn fullri endurgreiðslu. Aðföng biðja viðskiptavini verslananna sem kunna að verða fyrir óþægindum vegna þessa innilega afsökunar. - sks Aðskotahlutur fannst: Innkalla olíu SAMGÖNGUR Gámaskipið Detti- foss, sem er í eigu Eimskips, missti í gær nokkra gáma í sjó- inn um 160 mílum norðvestan Færeyja. Þegar Fréttastofa náði tali af Ólafi William Hand, upp- lýsingafulltrúi Eimskips, í gær- kvöldi, hafði hann ekki enn fengið upplýsingar um það hversu marg- ir gámar höfðu fallið útbyrðis. Aftakaveður var þá á svæðinu og eru menn ekki sendir upp á dekk í slíkum aðstæðum til að athuga hvað hafi farið í sjóinn. - bá Dettifoss lenti í aftakaveðri: Gámar í sjóinn DETTIFOSS Skipið lenti í aftakaveðri í gær og gámar féllu útbyrðis. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.