Fréttablaðið - 23.12.2014, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 23.12.2014, Blaðsíða 42
23. desember 2014 ÞRIÐJUDAGUR | MENNING | 38 Úthlutað hefur verið úr Styrkt- arsjóði Guðmundu Andrésdóttur í Listasafni Íslands og að þessu sinni hlutu myndlistarmennirnir Anna Hrund Másdóttir, Dagrún Aðalsteinsdóttir og Pétur Már Gunnarsson styrki úr sjóðnum að upphæð kr. 600.000 krónur hvert. Samkvæmt skipulagsskrá Styrkt- arsjóðs Guðmundu Andrésdóttur er markmið hans „að styrkja og hvetja unga og efnilega myndlist- armenn til náms“, en Guðmunda gaf fyrirmæli um stofnun sjóðs- ins í erfðaskrá sinni og er hann í vörslu Listasafns Íslands. Guðmunda Andrésdóttir (1922- 2002) tilheyrir þeirri kynslóð listamanna sem á sjötta áratug síðustu aldar ruddi abstraktlist- inni braut í íslenskri listasögu. Það var innan þessa tjáningar- forms sem Guðmundu tókst að þróa mjög svo persónulega list- sköpun, sem gerir framlag henn- ar til samtímalistar á Íslandi sterkt og áhrifamikið. Sam- kvæmt erfðaskrá sinni arfleiddi hún Listasafn Íslands, Lista- safn Háskóla Íslands og Lista- safn Reykjavíkur að listaverkum sínum. - fsb Styrktarsjóður Guð- mundu styrkir þrjú Þrír ungir myndlistarmenn hafa hlotið styrkveitingu úr Styrktarsjóði Guðmundu Andrésdóttur. BÆKUR ★★★★ ★ Alzheimer tilbrigðin Hjörtur Marteinsson TUNGLIÐ Hjörtur Marteinsson hlaut Bók- menntaverðlaun Tómasar Guð- mundssonar 2014 fyrir ljóða- bókina Alzheimer tilbrigðin og lesandi sem sökkvir sér ofan í ljóðin er ekki lengi að skilja hvers vegna. Hér er sjaldgæf- lega vel ort um erfiðan efnivið. Ljóðmælandinn fylgist með afa sínum hverfa inn í myrkur Alz- heimer-sjúkdómsins um leið og hann rifjar upp í örstuttum mynd- um þeirra fyrri samskipti og líf afans sem hann sjálfur er búinn að gleyma. Hver myndin eftir aðra raðast upp og treginn eykst á meðan þokan í huga afans þétt- ist jafnt og þétt. Einhverjum kann að þykja þessi lýsing á ljóðunum benda til þess að hér sé róið á mið til- finningasemi og væmni en ekkert gæti verið fjær sanni. Treginn er undirliggjandi í gegnum bókina en tilfinningunum er haldið vand- lega í skefjum, sterkar myndirnar koma hughrifunum fullkomlega til skila: Gítarinn hans sýnist uppstoppaður þar sem hann hallar sér að veggnum. Síðast þegar hann lék á hann blánaði himinninn yfir elliheimilinu af fjarlægð sem hljómar þegar dimmir á haustin. (bls. 21) Eins og sést af þessu ljóði, sem nefnist Hljómurinn, hefur Hjört- ur bæði myndmál og hrynjandi vel á valdi sínu og það vekur í raun furðu að svo gott ljóðskáld skuli einungis hafa sent frá sér tvær ljóðabækur á undan þessari, Ljóshvolfin árið 1996 og Myrkur- bil árið 1999. Hann kann þetta út í æsar og næmt auga myndlist- armannsins skilar óvenju sterku myndmáli sem dregur upp lit- brigði lands og lífsbaráttu eldri kynslóða í örfáum en firnasterk- um dráttum. Ljóðmálið er agað og fágað, hvorki of né van, og les- andi grípur andann á lofti yfir faglegri beitingu tungumálsins: Síðustu bréfin Myrkrið yfir mér hefur þést eftir að ég henti bréfunum frá afa í hraunið. Næst þegar ég heimsæki hann er svartur éljabakki yfir gamla bænum hans. Um leið og ég stíg út úr bílnum taka élin að falla. Kornin eru í sömu stærð og punktarnir úr síðustu bréfum mínum til afa. (bls. 19) Ljóðin eru hvorki margmál né flúruð, hér fer skáld sem gerir sér grein fyrir því að „orð eru dýr“ og spreðar þeim ekki að óþörfu. En þótt bókin sé ekki nema 31 síða er hér sögð stór og mikil saga, saga sem snertir lesand- ann djúpt, fær hann til að hugsa og á köflum kyngja kekkinum í hálsinum. Hjörtur Marteinsson hefur stimplað sig rækilega inn sem ljóðskáld með Alzheimer tilbrigðunum og óskandi að við þurfum ekki að bíða önnur fimm- tán ár eftir næstu ljóðabók frá honum. Friðrika Benónýsdóttir NIÐURSTAÐA: Sterk ljóð með trega- fullri sögu, sem sögð er af næmi og listfengi. Hvorki hér né nú STYRKVEITING F.v. Anna Líndal, fyrir hönd sjóðsins, Gunnar Helgi Magnússon, fyrir hönd Péturs Más Gunnarssonar, Halldór Björn Runólfsson safnstjóri, Dagrún Aðalsteinsdóttir og Anna Hrund Másdóttir. MYND: LISTASAFN ÍSLANDS HJÖRTUR MARTEINSSON „Hér fer skáld sem gerir sér grein fyrir því að „orð eru dýr“ og spreðar þeim ekki að óþörfu.“ FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Á djasskvöldi Kex Hostels á Þorláksmessu kemur fram kvartett saxófón- og klarinett- leikarans Hauks Gröndal. Ásgeir J. Ásgeirsson leikur á gítar, Þorgrímur Jónsson á kontra- bassa og Erik Qvick á tromm- ur. Þeir mun flytja fjölbreytt- an jóladjass í bland við annað efni. Tónlistin hefst kl 20.30 og stendur í u.þ.b. tvær klukku- stundir með hléi. Aðgangur ókeypis. Kex Hostel er á Skúla- götu 28. Djasskvöld á Þorláksmessu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.