Fréttablaðið - 23.12.2014, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 23.12.2014, Blaðsíða 50
23. desember 2014 ÞRIÐJUDAGUR| LÍFIÐ | 46 Fimm æði sem gripu heiminn á árinu Hvert einasta ár grípur um sig eitthvert æði eða tíska sem allur heimurinn virðist gleypa við. Hver man ekki eft ir því þegar allir voru að planka? Nú eða Harlem Shake og Macarena? Í ár voru það sjálfsmyndatökur og aft urendar sem tröllriðu heiminum. LÝTALAUS Lag eftir söngkonuna Beyoncé Knowles var upphafið að sjálfsmyndaæðinu. NORDICPHOTOS/GETTY ÍSKALT Leikkonan Lindsay Lohan var meðal þeirra sem tóku þátt í áskoruninni hjá Jimmy Fallon. NORDICPHOTOS/GETTY AFTURENDAR Voru áberandi á árinu. NORDICPHOTOS/GETTY ➜ I woke up like this Lagið Flawless eftir söngkonuna Beyoncé Knowles varð kveikjan að röð sjálfsmynda á samfélags- miðlum á árinu. Lína úr laginu, I Woke Up Like This, var yfirskrift sjálfsmyndanna og kepptust þekktir og óþekktir einstaklingar við að birta myndir af sér nývöknuðum, ómáluðum og ótilhöfðum. Sjálfs- mynda áskoruninni var ætlað að vekja athygli á óraunhæfum útlits- kröfum. ➜ „Selfie“-stöngin „Selfies“ eða sjálfsmyndir urðu enn meira áberandi eftir tilkomu snjallsímans. Það getur hins vegar oft reynst erfitt að smella af sjálfsmynd með símanum án þess að sjáist í öxl og upp- handlegg viðkomandi. „Selfie“- stöngin ræður bót á því máli og gerir sjálfsmyndatökur auðveldar. ➜ Ísfötuáskorunin Á sumarmánuðum var ísfötu áskorunin áberandi á samfélagsmiðlum og í fréttum. Markmið áskorun- arinnar var að vekja athygli á MND-sjúkdómnum og safna fjármagni til frekari rannsókna á honum. Vel tókst til og gríðarlegur fjöldi einstaklinga og fyrirtækja tók þátt og birti myndbönd af sér að hvolfa ísmolum yfir höfuð sér í nafni áskorunar- innar. ➜ Afturendar Á árinu voru afturendar hinna ýmsu stjarna áberandi. Hvort sem það var í tónlistarmyndböndum eða á for- síðum tímarita þá virtist tími afturendans runninn upp. Í flestum tilfellum var um kvenkyns stjörnur að ræða en í tónlistarmyndböndum Nicki Minaj, Jennifer Lopez og Beyoncé Knowles var bakhlutamiðað þema og auk þess vakti forsíðumynd og myndaþáttur tímaritsins PAPER með myndum af Kim Kardashian heimsathygli. ➜ Omaggio-vasar Röndóttu vasarnir frá Kähler áttu gífurlegum vinsældum að fagna á landinu. Afmæl- isútgáfa vasans með hand- máluðum messing-línum gerði mikla lukku og margir aðdáendur danska fyrirtækisins Kähler reyndu að tryggja sér eintak. Örtröð skapaðist fyrir utan verslanir þegar áhugasamir kaupendur hugðust verða sér úti um eintak afmælisvasans og sölusíður vefverslana önn- uðu ekki eftirspurn. ➜ Kopar og marmari Það má með sanni segja að kopar og marmari hafi verið með því vinsælasta í innanhússhönnun á árinu 2014. Kertastjakar, skálar, borð og vasar, allt var undirlagt í kopar og marmara. Margir gripu til þess ráðs að gera eigin útfærslur meðal annars með því að spreyja gamla kertastjaka með koparlit og borðplötur voru klæddar með marmarafilmum. KOPAR Var vinsæll í hvers konar húsbúnaði á árinu. NORDICPHOTOS/GETTY Merrild á 50 ára afmæli! Í tilefni af því er frábært afmælistilboð á 400g Merrild afmælispakka í öllum helstu verslunum. Gríptu þér Merrild á meðan afmælistilboðið endist. afmælistilboð 50 ára E N N E M M / S IA • N M 6 6 45 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.