Fréttablaðið - 23.12.2014, Blaðsíða 22
23. desember 2014 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 22
Stjörnufræði er einstaklega
myndræn vísindagrein. Ár
hvert eru þúsundir ljós-
mynda teknar af undrum
alheimsins, hvort sem er af
stjörnuáhugafólki, stjörnu-
fræðingum eða vélvæddum
sendifulltrúum jarðarbúa í
sólkerfinu. Margar þessara
mynda eru gullfallegar, oft
hreinustu listaverk, sem
verðskulda að sem flestir fái
notið. Aðstandendur Stjörnu-
fræðivefsins hafa, eins og
undanfarin ár, valið besta
myndefnið utan úr geimn-
um fyrir árið 2014. Þessar
myndir voru fyrst og fremst
valdar út frá fegurð þeirra,
sem auðvitað er huglægt
mat hvers og eins, en ekki
síður út frá því forvitnilega –
vísindalegu mikilvægi.
Viðfangsefnin eru nefni-
lega ekki síður áhugaverð
en falleg, komst Svavar
Hávarðsson að.
SKÖPUN
SÓLKERFIS
Einhvern veginn svona
hefur verið umhorfs þegar
sólkerfið okkar var að
myndast fyrir rúmum 4,5
milljörðum ára. Á myndinni,
sem kemur frá ALMA sjón-
aukanum í Chile, sést ung
sólkerfi í mótun. Í kringum
ungu stjörnuna í miðjunni,
sem kallast HL Tauri, er
efnisskífa úr afgangsgasi
og -ryki.
Við ótal árekstra límast
rykagnir saman og stækka
upp í stærð sandkorna og
lítilla sveinvala. Í skíf-
unni myndast að lokum
smástirni og halastjörnu
og jafnvel reikistjörnum
úr þessum ögnum. Ungar
reikistjörnur hafa mótandi
áhrif á skífuna. Þær mynda
hringi, geilar og eyður á
borð við þær sem ALMA
kom auga á. Myndin er
byltingarkennd. Aldrei áður
höfum við séð myndun sól-
kerfis í viðlíka smáatriðum.
MYND: ALMA (ESO/NAOJ/NRAO)
ÁREKSTUR
Einhvern tímann milli júlí 2010 og maí 2012 myndaðist þessi 30 metra
breiði gígur á Mars. Víð áreksturinn varð mikil sprenging sem þeytti efni allt
að 15 kílómetra frá gígnum. Gígurinn varð til í mjög rykugu landslagi. Búið er
að ýkja litinn til að draga fram smáatriði.
MYND: NASA/JPL/UNIVERSITY OF ARIZONA
Undur alheimsins fest á filmu
FERÐALANGAR
Geimfarar gætu í fram-
tíðinni stokkið af Verona
Rupes, hæsta hamravegg
sólkerfisins á Úranusar-
tunglinu Míröndu. Já, því
dag einn munu menn
vonandi ganga um ísilagt
yfirborð Evrópu, svífa yfir
metanstöðuvötnum Títans
og stökkva fram af Verona
Rupes-klettunum. Fallið
tæki um það bil tólf mínút-
ur en lendingin yrði mjúk.
Wanderers eða Ferðalangar
er stuttmynd sænska leik-
stjóran Eriks Wernquist. Í
henni er ferðast um spenn-
andi staði í sólkerfinu
undir orðum stjörnufræð-
ingsins Carls Sagan. Allt
sem sést í myndinni gæti
orðið að veruleika dag
einn, sumt vissulega í mjög
fjarlægri framtíð. Þótt hér
sé vissulega ekki um ljós-
mynd að ræða veitti engin
mynd aðstandendum
Stjörnufræðivefsins meiri
innblástur en þessi stutt-
mynd, sem lét þá dreyma á
ný og uppskar nafnbótina
„stjörnumynd“ ársins 2014
fyrir vikið.
AUGA STORMSINS
Hinn 21. apríl árið 2014 tók Hubble, geimsjónauki NASA og ESA, þessa
glæsilegu mynd af gasrisanum Júpíter, stærstu reikistjörnunni í sólkerfi okkar.
Á myndinni sést kolsvartur skugginn sem Ganýmedes, stærsta tungl Júpíters
og jafnframt stærsta tungl sólkerfisins, varpar á Stóra rauða blettinn á Júp-
íter, sem hefur farið minnkandi á síðustu áratugum. Myndin sem hér sést er í
náttúrulegum litum. MYND: NASA, ESA OG A. SIMON (GODDARD SPACE FLIGHT CENTER).
RAUÐA LÓNIÐ
Þetta risavaxna gas- og rykský er fæðingarstaður stjarna í um 5.000 ljósára fjarlægð frá Jörðinni. Skýið er um 100
ljósár í þvermál og er kallað Lónþokan eða Messier 8. Nýfæddar og mjög heitar stjörnur gefa frá sér útfjólublátt ljós
sem lýsir lónið upp. Rauði liturinn stafar af glóandi vetnisgasi. MYND: ESO/VPHAS+ TEAM
Heimild: Stjörnufræðivefurinn. Allar skýringar við myndirnar eru aðstandenda vefsins. Sjá: stjornufraedi.is