Fréttablaðið - 23.12.2014, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 23.12.2014, Blaðsíða 22
23. desember 2014 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 22 Stjörnufræði er einstaklega myndræn vísindagrein. Ár hvert eru þúsundir ljós- mynda teknar af undrum alheimsins, hvort sem er af stjörnuáhugafólki, stjörnu- fræðingum eða vélvæddum sendifulltrúum jarðarbúa í sólkerfinu. Margar þessara mynda eru gullfallegar, oft hreinustu listaverk, sem verðskulda að sem flestir fái notið. Aðstandendur Stjörnu- fræðivefsins hafa, eins og undanfarin ár, valið besta myndefnið utan úr geimn- um fyrir árið 2014. Þessar myndir voru fyrst og fremst valdar út frá fegurð þeirra, sem auðvitað er huglægt mat hvers og eins, en ekki síður út frá því forvitnilega – vísindalegu mikilvægi. Viðfangsefnin eru nefni- lega ekki síður áhugaverð en falleg, komst Svavar Hávarðsson að. SKÖPUN SÓLKERFIS Einhvern veginn svona hefur verið umhorfs þegar sólkerfið okkar var að myndast fyrir rúmum 4,5 milljörðum ára. Á myndinni, sem kemur frá ALMA sjón- aukanum í Chile, sést ung sólkerfi í mótun. Í kringum ungu stjörnuna í miðjunni, sem kallast HL Tauri, er efnisskífa úr afgangsgasi og -ryki. Við ótal árekstra límast rykagnir saman og stækka upp í stærð sandkorna og lítilla sveinvala. Í skíf- unni myndast að lokum smástirni og halastjörnu og jafnvel reikistjörnum úr þessum ögnum. Ungar reikistjörnur hafa mótandi áhrif á skífuna. Þær mynda hringi, geilar og eyður á borð við þær sem ALMA kom auga á. Myndin er byltingarkennd. Aldrei áður höfum við séð myndun sól- kerfis í viðlíka smáatriðum. MYND: ALMA (ESO/NAOJ/NRAO) ÁREKSTUR Einhvern tímann milli júlí 2010 og maí 2012 myndaðist þessi 30 metra breiði gígur á Mars. Víð áreksturinn varð mikil sprenging sem þeytti efni allt að 15 kílómetra frá gígnum. Gígurinn varð til í mjög rykugu landslagi. Búið er að ýkja litinn til að draga fram smáatriði. MYND: NASA/JPL/UNIVERSITY OF ARIZONA Undur alheimsins fest á filmu FERÐALANGAR Geimfarar gætu í fram- tíðinni stokkið af Verona Rupes, hæsta hamravegg sólkerfisins á Úranusar- tunglinu Míröndu. Já, því dag einn munu menn vonandi ganga um ísilagt yfirborð Evrópu, svífa yfir metanstöðuvötnum Títans og stökkva fram af Verona Rupes-klettunum. Fallið tæki um það bil tólf mínút- ur en lendingin yrði mjúk. Wanderers eða Ferðalangar er stuttmynd sænska leik- stjóran Eriks Wernquist. Í henni er ferðast um spenn- andi staði í sólkerfinu undir orðum stjörnufræð- ingsins Carls Sagan. Allt sem sést í myndinni gæti orðið að veruleika dag einn, sumt vissulega í mjög fjarlægri framtíð. Þótt hér sé vissulega ekki um ljós- mynd að ræða veitti engin mynd aðstandendum Stjörnufræðivefsins meiri innblástur en þessi stutt- mynd, sem lét þá dreyma á ný og uppskar nafnbótina „stjörnumynd“ ársins 2014 fyrir vikið. AUGA STORMSINS Hinn 21. apríl árið 2014 tók Hubble, geimsjónauki NASA og ESA, þessa glæsilegu mynd af gasrisanum Júpíter, stærstu reikistjörnunni í sólkerfi okkar. Á myndinni sést kolsvartur skugginn sem Ganýmedes, stærsta tungl Júpíters og jafnframt stærsta tungl sólkerfisins, varpar á Stóra rauða blettinn á Júp- íter, sem hefur farið minnkandi á síðustu áratugum. Myndin sem hér sést er í náttúrulegum litum. MYND: NASA, ESA OG A. SIMON (GODDARD SPACE FLIGHT CENTER). RAUÐA LÓNIÐ Þetta risavaxna gas- og rykský er fæðingarstaður stjarna í um 5.000 ljósára fjarlægð frá Jörðinni. Skýið er um 100 ljósár í þvermál og er kallað Lónþokan eða Messier 8. Nýfæddar og mjög heitar stjörnur gefa frá sér útfjólublátt ljós sem lýsir lónið upp. Rauði liturinn stafar af glóandi vetnisgasi. MYND: ESO/VPHAS+ TEAM Heimild: Stjörnufræðivefurinn. Allar skýringar við myndirnar eru aðstandenda vefsins. Sjá: stjornufraedi.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.