Fréttablaðið - 23.12.2014, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 23.12.2014, Blaðsíða 24
23. desember 2014 ÞRIÐJUDAGURSKOÐUN HALLDÓR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is AÐSTOÐARFRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is VIÐSKIPTI: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Erla Björg Gunnarsdóttir erla@frettabladid.is MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is VÍSIR: Kolbeinn Tumi Daðason, kolbeinntumi@365.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI: Sævar Freyr Þráinsson ÚTGEFANDI OG AÐALRITSTJÓRI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson sme@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Ekki er allt sem sýnist Í nýjasta hefti Þjóðmála birtist ritdómur Björns Bjarnasonar, fyrr- verandi dómsmálaráðherra, um bók Jóns Steinars Gunnlaugssonar að því er Staksteinar Morgunblaðsins greina frá. Umsögnin er sögð eftir- tektarverð. „Björn gefur bókinni lof- samlega umsögn en veltir að auki upp sjónarmiðum sem verðskulda nánari skoðun, eins og varðandi það, hvernig stóð á því að nýta mátti aðlögun að ESB, í tilefni misheppnaðrar að- ildarumsóknar, til að gera breytingar á lagaumgjörð skipunar dómara á Ís- landi. Þarna er ekki allt sem sýnist.“ Það er nú það, spennandi. Hvernig tengist þetta? Björn mun eflaust létta leyndinni af, mjög fljótlega. En kannski stendur öllum á sama. Lögmaður missir sig Hinn annars ágæti lögmaður Hró- bjartur Jónatansson les Fréttablaðinu pistilinn fyrir að skrifa fréttir um átök- in um veitingastaðinn Caruso. „Það væri ástæða til að kanna tengsl blaða- manna Fréttablaðsins við Spánverjann sem rak Caruso,“ skrifar lögmaðurinn orðrétt. Því er fljótsvarað: þau eru engin. Hróbjartur finnur að því að sagðar séu fréttir af málinu, en ekki farið að vilja húseigandans, um að segja ekki frá neinu. Dómur Hróbjarts er skýr: „Frétta- mennska Fréttablaðsins er rannsóknarefni, svo ekki sé fastar að orði kveðið.“ Enginn fjölmiðill lætur þann sem ekki vill tala ráða för. Ef það yrði gert væri fátt í fréttum. Vantar 45 ríki Það hefur sannast að aðeins þrjú prósent borgarbúa búa í göngufæri við næsta Ríki, það er vínbúð. Þetta þykir hið versta mál og ekki síður hversu margir íbúar eru um hverja vínbúð. Sé tekið mið af íbúum annarra byggða og áfengisverslun- um þar, sést að verulega hallar á borgarbúa. Eigi að jafna aðgengið er ljóst að fjölga þarf vínbúðum hið minnsta um 45 til að jafna aðgengi á við íbúa Hveragerðis, svo ekki sé nú talað um mann- færri byggðarlög. Borgarstjórn ályktaði um málið og komst að því að fáar vínbúðir vinni gegn aðalskipulagi. Gera má ráð fyrir örum breytingum. sme@frettabladid.is M erkilegt er hversu margir embættismenn hafa tekið upp þann sið að svara ekki fjölmiðlum. Þetta er hvimleitt og það er ekki hægt að sættast á að fjöldi blaða- og fréttamanna verji drjúgum hluta flestra vinnudaga í að eltast við fólk, fólk sem hefur tekið að sér að vera í forsvari fyrir embætti í eigu almennings. Fólk sem starfar í almannaþágu. Fyrir ekkert mörgum árum hélt núverandi lögreglustjóri Reykjavíkur og nágrennis fyrirlestur við Háskólann á Akur- eyri, þar sem hún fjallaði um þekkingu sem hún hafði öðlast við að kynna sér starf lögreglu hér og þar í Evrópu. Rætt var um aðferðir nútíma mannræningja, ofbeldismanna og annarra miður heppilegra samborga. Afar forvitnilegt erindi. Þungamiðja erindis Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur laut að aðferðum lögreglunnar, ekki síst í Englandi, en þar í landi, og eflaust víðar, tengdu allir bættan árangur í rannsóknum við það að lögreglan lét frá sér eins mikið af upplýsingum og hugsast gat og mátti vegna rannsókna. Almenn- ingur, sagði Sigríður Björk fyrir nokkrum árum, bjó oft yfir upp- lýsingum sem gögnuðust lögreglunni. Því var brýnt að tengjast fólki sem fyrst og sem mest og sem best. Þannig var talað í fyrir- lestrasal Háskólans á Akureyri við fínar viðtökur áheyrenda. Síðan eru liðin nokkur ár. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, sem segja má að hafi slegið í gegn með fyrirlestrinum á Akureyri, situr nú í embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Og hvað? Það virðist ekki vera unnt með nokkrum hætti að fá hana til viðtals. Þeir eru margir blaðamennirnir og fréttamennirnir sem hafa reynt og reynt, en allt komið fyrir ekki. Það sem hún áður boðaði virðist með öllu gleymt þegar hún sjálf er sest í stólinn – þegar hún ræður ferðinni. Það er óásættanlegt með öllu. Þegar Sigríður Björk Guðjónsdóttir var lögreglustjóri á Suður- nesjum gerði lögreglan þar, undir hennar stjórn, átak gegn heimil- isofbeldi. Þá var austurrísku leiðinni beitt, það er þeirri lagaheim- ild sem segir lögreglu mega og jafnvel eiga að fjarlægja þann sem beitir ofbeldi af viðkomandi heimili til varnar fórnarlömbunum. Átak lögreglustjórans á Suðurnesjum vakti þjóðarathygli. Svo kom að Hanna Birna Kristjánsdóttir, þáverandi innan- ríkisráðherra, færði lögreglustjórann til í starfi. Þegar Sigríður Björk hafði tekið við stjórn í lögreglustöðinni við Hverfisgötu bar nýtt við. Síðustu fréttir voru þær að kona, sem beitt hafði verið ofbeldi á heimili sínu, í sinni eigin íbúð, þurfti að leita á náðir Kvennaathvarfsins meðan ofbeldismaður hélt kyrru fyrir í íbúð konunnar. Nú er túlkun laganna önnur en hún var þegar sami lögreglustjóri ríkti suður með sjó. Eða hvað? Gilda ekki sömu lög í Reykjavík og í Keflavík? Er ekkert að marka þetta? Hér verður að leita skýringa. Það er hægara um að tala en í að komast. Eitt er að tala á fundi, annað að fylgja eftir skoðunum sínum og vera trúr eigin sann- færingu. Hvað veldur sinnaskiptunum? Er hið borðalagða kaskeiti lögreglustjórans of þungt til að bera? Lögreglustjórinn er í endalausum feluleik: Er kaskeitið of þungt að bera? Sigurjón Magnús Egilsson sme@frettabladid.is Í lok árs þá horfir maður gjarnan yfir far- inn veg og veltir fyrir sér stöðu þjóðmála. Það sem mér er efst í huga er hversu lítið hefur breyst til batnaðar á Íslandi við eitt mesta bankahrun veraldarsögunnar. Strax eftir hrun voru bundnar miklar vonir við lýðræðisumbætur og flestir voru sammála um að í hruninu fælist tækifæri til breyt- inga. Því miður gekk það ekki eftir og til- finningin sem eftir situr er að ekkert hafi breyst og sumt jafnvel versnað. Það sem stendur upp úr hjá núverandi ríkisstjórn eru minnkaðar álögur á þá ríku og auknar á þá sem minna mega sín. Niðurskurður í velferðarkerfinu samfara orðræðu um einkavæðingu. Sjávarauðlind landsmanna er, þökk sé þessum flokkum, í höndum kvótagreifa og nú á að festa þetta kerfi enn frekar í sessi. Auk þess er farið að ræða um sölu á Landsvirkjun. Ofvaxið bankakerfi ræður öllu og er með ríkis- ábyrgð á sínum rekstri auk verðtrygging- ar. Bankarnir og útgerðin ausa milljörðum í eigendur sína, kallast hagnaður, en er ekkert annað en rán frá almenningi. Fyrrnefndar auðlindir gætu vel verið undirstaða að góðu lífi fyrir alla lands- menn. Þar sem því er ekki þannig farið er augljóst að hlunnindum landsins er mis- skipt. Þessu verður að breyta og í því er falinn möguleiki okkar. Almenningur verður að vakna og skilja að hann er arð- rændur. Við eigum öll þessar auðlindir en ekki fáir útvaldir. Ef okkur tekst í samein- ingu að koma á réttlæti þá verða lífsgæði á Íslandi samkeppnishæf við nágranna- löndin. Stjórnmálasamtökin Dögun hafa á stefnuskrá sinni að breyta. Dögun vill meira vald til almennings til að hafa áhrif á líf sitt, þ.e. beint lýðræði. Dögun vill afnema verðtryggingu á neytendalánum og vill miklar umbætur á fjármálakerf- inu. Dögun vill allt aðra skiptingu á arði auðlindanna. Til þess þarf algjöra upp- stokkun á stjórn fiskveiða ef almenn- ingur á að njóta arðs af þessari miklu og gjöfulu auðlind. Þessi vegferð sem Dögun vill fara er fyrir hagsæld almennings en hefur þrautir fyrir sérhagsmunaöflin sem nú ráða ferðinni. Ég vil hvetja alla sem eru sammála þessum markmiðum til að taka þátt í starfi Dögunar, stjórnmálasamtaka um réttlæti, sanngirni og lýðræði. Ísland – land tækifæranna STJÓRNMÁL Helga Þórðardóttir formaður fram- kvæmdaráðs Dögunar ➜ Fyrrnefndar auðlindir gætu vel verið undirstaða að góðu lífi fyrir alla landsmenn. Þar sem því er ekki þannig farið er augljóst að hlunn- indum landsins er misskipt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.