Fréttablaðið - 23.12.2014, Blaðsíða 10
23. desember 2014 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 10
VIÐSKIPTI Jólatréssalan hefur geng-
ið vel fyrir þessi jólin og er langt
gengið á lagerinn víða. Heiða Ósk
Gísladóttir hefur staðið vaktina í
Jólatréssölunni Landakoti.
Heiða Ósk segir að flestar stærðir
séu uppseldar. Aðspurð segir hún að
fólk hafi verið fyrr á ferðinni í ár
að kaupa jólatré en í fyrra. Það hafi
verið mikið að gera í fyrra. „Mér
finnst fólk líka vera að kaupa stærri
tré núna,“ segir Heiða Ósk.
Kristinn Einarsson í Húsasmiðj-
unni tekur undir með Heiðu Ósk og
segir hann söluna hafa gengið mjög
vel. Hann vill þó ekki segja hversu
mörg tré hann hefur selt. „Við erum
með svipað magn og undanfarin ár,“
segir hann.
Kristinn segir fólk fyrr á ferðinni
í ár að kaupa tré en oft áður. „Og það
er líka fyrr að skreyta. Þetta sjáum
við í sölu á jólatrésfótum og skrauti.
En hérna áður fyrr skreyttu allir
á Þorláksmessu,“ segir Kristinn.
Hann telur að þessi breyting sé til-
komin vegna erlendra áhrifa.
„Og sérstaklega frá Ameríku.
Þar er fólk að skreyta jafnvel bara í
upphafi aðventu. Svo kannski finnst
fólki bara gott að vera tímanlega í
því. Jólatré er náttúrlega gríðarmik-
ið skraut og það er fyrirferðarmikið
í stofunni. Fólkið vill bara fá jóla-
stemninguna fyrr,“ segir Kristinn.
Hann telur að álíka mikið hafi
selst af gervitrjám í ár og í fyrra.
Normannsþinurinn sé alltaf vinsæl-
asta lifandi jólatréð.
Kristinn tekur einnig undir með
Heiðu að fólk kaupi stærri jólatré
nú en oft áður. „Stærri jólatré eru
að seljast meira en þau gerðu áður
fyrr,“ segir hann.
jonhakon@fréttabladid.is
Íslendingar setja tré
fyrr upp nú en áður
Sala á jólatrjám hefur gengið vel. Söluaðilar segja að fólk kaupi trén fyrr nú en oft
áður og kaupi stærri tré. Normannsþinur er vinsælasta tegundin nú sem fyrr.
NÓG AÐ GERA
Hagnaður af
sölu trjánna
sem Heiða Ósk
selur, rennur að
hluta til í sjóði
Styrktarfélags
krabbameins-
sjúkra barna.
Hún segir að
margir komi til
að styrkja mál-
staðinn.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Vegna ítrekaðra fyrirspurna er þetta skráða vörumerki og þessi lén auglýst til sölu:
www.reykjavikwhalewatching.is
og
www.reykjavikwhalewatching.com
Tilboðsfrestur til og með 10. jan 2015
Tilboð sendist á stefan@lth.is
Áskilinn réttur til þess að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.
Frekari upplýsingar veitir: Stefán Bj. Gunnlaugsson, hrl. LL.M.
Lögmenn Thorsplani - Fjarðargötu 11 - 220 Hafnarfi rði - Sími 555 3033 - lth@lth.is
PI
PA
R\
TB
W
A
•
SÍ
A
•
13
36
39
Fallegar jólagjafir
- okkar hönnun og smíði
jonogoskar.is Sími 5524910 Laugavegi 61 Kringlan Smáralind
STJÓRNMÁL Fylgi allra flokka
meirihlutans í borginni utan Sam-
fylkingar hefur aukist ef marka
má Þjóðarpúls Gallup.
Af þeim flokkum sem sæti eiga
í borgarstjórn styrkja Píratar sig
mest, eða um tæp fimm prósentu-
stig. Þannig mælist flokkurinn
með 10,6 prósenta fylgi. Halldór
Auðar Svansson, fulltrúi Pírata
í borgarstjórn, segir þetta vissu-
lega ánægjulega niðurstöðu.
„Þetta sýnir að það virðist fara
okkur vel að axla ábyrgð í borgar-
stjórn og taka þátt í meirihluta-
samstarfi.“ Píratinn segir það
greinilegt að flokkurinn eigi sterk-
an og stóran stuðningshóp en við-
urkennir að hann hafi ekki skilað
sér nógu vel á kjörstað í vor.
Nafni hans Halldórsson, oddviti
sjálfstæðismanna í borgarstjórn,
telur að fylgi Sjálfstæðisflokks
muni aukast á kjörtímabilinu en
samkvæmt könnuninni stendur
flokkurinn nánast í stað og er með
25,3 prósenta fylgi.
„Ég reikna með því að það eigi
eftir að komast betur á framfæri
því sem við höfum verið að leggja
áherslu á og gera athugasemdir
við.“
Björt framtíð myndi ná inn
einum manni til viðbótar í borgar-
stjórn ef gengið yrði til kosninga
nú en fylgi flokksins mælist nú
17,7 prósent. Þetta er aukning um
tvö prósent en Vinstri hreyfingin
– grænt framboð eykur fylgi sitt
til jafns við Bjarta framtíð. Fram-
sókn og flugvallarvinir myndu
hins vegar missa annan fulltrúa
sinna í borgarstjórn. Flokkurinn
mælist með 5,6 prósenta fylgi sem
er fimm prósentustiga lækkun frá
kosningum.
Samfylkingin mælist með
minna fylgi en í kosningum, eða
28,9 prósent miðað við 31,9 pró-
sent í vor. Dagur B. Eggertsson
borgarstjóri segist ánægður með
niðurstöðurnar.
„Samstarfsflokkar okkar eru
allir að bæta við sig. Það er mjög
ánægjulegt. Við mælumst aðeins
lægri en í kosningum en erum
áfram stærsti flokkurinn og
megum vel við una. Meirihlutinn
í heildina er tæp sjötíu prósent,“
segir borgarstjórinn. „Allavega
virðist þessi könnun benda til
þess að við séum að gera eitthvað
rétt.“
- nej
Fjögurra flokka meirihlutinn í borginni sterkari:
Framsókn tapar
manni í borgarstjórn
MEIRIHLUTINN STYRKIST Ákvörðun um að mynda fjögurra flokka meirihluta var
umdeild á sínum tíma en fylgi meirihlutans hefur aukist frá kosningum.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
DÓMSMÁL Hæstiréttur dæmdi
Jónínu Benediktsdóttur í gær til
þrjátíu daga fangelsisvistar vegna
umferðarlagabrots og var hún að
auki svipt ökuréttindum ævilangt.
Hún neitaði sök í málinu en dóm-
urinn sagði verulegt ósamræmi í
framburði hennar hjá lögreglu og
fyrir dómi.
Jónína var ákærð fyrir umferð-
arlagabrot með því að hafa ekið
bifreið undir áhrifum áfengis og
ekið utan í járngrind. Atvikið átti
sér stað 18. júní 2013 og áfengis-
magn í blóði hennar mældist 1,5
prómill. Jónína kvaðst hafa neytt
áfengisins eftir að hún lét af
akstri bílsins.
Hæstiréttur taldi fullyrðingar
Jónínu ekki samræmast niðurstöð-
um mælinga. Vitni sem hringdi í
lögreglu sagðist hafa séð hana
skipta um sæti við vin sinn eftir
að hún keyrði á.
Við ákvörðun refsingar var
litið til þess að ákærða hefði með
brotinu framið ölvunaraksturs-
brot öðru sinni. - nej
Missir ökuréttindi ævilangt vegna ölvunaraksturs:
Jónína Ben í fangelsi