Fréttablaðið - 23.12.2014, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 23.12.2014, Blaðsíða 25
ÞRIÐJUDAGUR 23. desember 2014 | SKOÐUN | 25 Margir hafa tjáð sig í fjölmiðl- um undanfarið um heilbrigðis- kerfið og hefur umræðan ekki alltaf borið merki um mikið innsæi né framtíðarsýn. Háskólaprófessor nokkur tjáði sig um heilbrigðismál í útvarpsviðtali í nóvember- byrjun. Hann taldi að heildar- tekjur íslenskra lækna væru bara ágætar í samanburði við aðrar stéttir hérlendis og þó víða væri leitað. Viðurkenndi þó, þegar á það var bent, að þetta hlyti að stafa af umtals- verðu vaktaálagi þar sem ljóst væri að grunnlaunin væru mjög lág í öllum samanburði. Hér er ástæða til að staldra við. Er það eðlilegt að þessi starfsstétt sæki tekjur sínar að mestu í kvöld-/næturvaktir sem bætast við fulla dagvinnu og jafnvel aukavinnu í vaktafríum á öðrum vinnustöðum en sínum fasta vinnustað? Erlendis hafa verið settar reglur um yfirvinnu heilbrigðisstarfsfólks af ástæðu. Of mikil yfirvinna er ekki af hinu góða, heldur getur þvert á móti ýtt undir mistök auk þess sem vaktavinna í sjálfu sér er krefjandi vinnufyrirkomulag sem tekur sinn toll á ýmsa vegu. Eðlilegra væri að háskólaprófessorar hvettu til minni aukavinnu og minna vaktaálags af þeim læknum sem hér halda uppi heil- brigðisþjónustu. Sá hinn sami taldi að það væri eflaust fjöldi erlendra lækna sem hefði mikinn áhuga á að starfa hér á landi. Aftur spyr maður hlessa, hvaða snillingar eru það sem vilja flytja hingað og læra tungumálið til að starfa hér með um 500 þúsund í grunnlaun fyrir dagvinnu þegar þeim býðst sambærileg vinna í Skandi- navíu fyrir 1 milljón? Á þessu eru sem betur fer undantekningar en ekki nægilega margar til að endurreisa íslenskt heilbrigðiskerfi með þessari töfralausn. Landflótti íslenskra lækna hefur tekið á sig nýja mynd á síðustu árum. Framan af var nær eingöngu um að ræða unga lækna sem héldu fyrr utan í sérnám en ella. Algjört neyðarástand skapaðist á lyf- lækningadeild LSH haustið 2013 þegar ungir læknar sóttu ekki um stöður þar á bæ. Sömuleiðis hefur orðið töf á því að fólk snúi heim að loknu sérnámi og er það mikið áhyggjuefni. Hitt er hins vegar nýtt að sprenglærðir sérfræðingar sem fluttu heim og hafa starfað hér um árabil, hafa sagt upp störfum sínum og flutt aftur á kunnugar slóðir. Stórt gap Til þess að nefna nokkra sem hafa farið á síðustu 2-3 árum er hér listi sem þó er ekki tæmandi heldur aðeins þeir sem voru samferða greinarhöf- undi í námi og starfi á LSH: Hjarta- læknirinn Guðjón Karlsson (fluttur til USA), meltingarlæknarnir Helgi Sigmundsson (USA) og Sigurður Ein- arsson (USA), barnameltingarlæknir- inn Luther Sigurðsson (USA), lungna- læknirinn Sigurður Þór Sigurðarson (USA), krabbameinslæknarnir Sigurð- ur Böðvarsson (USA), Agnes Smára- dóttir (USA), Helgi Hafsteinn Helga- son (Holland) og Halla Skúladóttir (Danmörk), smitsjúkdómalæknirinn Már Kristjánsson (Sádi-Arabía), inn- kirtlalæknirinn Ágústa Ólafsdóttir (USA), kvensjúkdómalæknirinn Guð- laug Sverrisdóttir (Svíþjóð) og sér- fræðingur í taugasjúkdómum barna Ýr Sigurðardóttir (USA). Listinn yfir þá sem hafa sagt upp á Landspítalanum undanfarið leng- ist dag frá degi: María Sigurðardótt- ir, Einar Páll Indriðason og Veigar I. Ólafsson, svæfinga- og gjörgæslu- læknar, Jón Örvar Kristinsson, Sunna Gunnlaugsdóttir og Kjartan Örvar meltingarlæknar, Sigfús Gizurarson hjartalæknir, Brynjar Viðarsson blóð- meinalæknir, Kristján Skúli Ásgeirs- son skurðlæknir. Allt þrátt fyrir að ráðherrar trúi því alls ekki að læknar muni segja upp störfum. Margir þess- ara einstaklinga munu skilja eftir stórt gap í þekkingunni sem hér er til staðar og nægir þar að nefna Sigfús sem er sérhæfður í brennsluaðgerðum á hjarta (mörg hundruð manns eru á biðlista eftir slíkri aðgerð), Jón Örvar sem er sérhæfður í ERCP-aðgerð- um (kviðarholsómsjá til rannsókna á brisi og gallvegum) og Kristján Skúla sem hefur sérhæft sig í uppbyggingu brjósta eftir krabbameinsmeðferð. Nú eru 30 ár síðan Matthías Bjarna- son, þáverandi heilbrigðisráðherra, tilkynnti læknum á aðalfundi Lækna- félags Íslands á Ísafirði 1984, að hjartaskurðlækningum yrði hrundið af stað innanlands. Þetta var stórkost- legt framfaraskref. Fari fram sem horfir, að ekki fáist nægilega margir svæfingalæknar til starfa á Landspít- ala háskólasjúkrahúsi, þá mun þessi starfsemi leggjast af árið 2015. Ætlum við að bjarga þessu heilbrigðiskerfi? Landfl ótti lækna Ég heiti Stefán og ég gef stefnu- ljós. Það er ekki alltaf auðvelt að tilheyra þessu 1% þjóðarinnar sem gefur stefnuljós, í mínu tilviki byrjaði þetta strax um 17 ára ald- urinn, hugsanlega var það félags- skapurinn sem leiddi mig út á þessa braut, hann Guðmundur öku- kennari sem ég umgekkst mikið á tímabili kom mér upp á þessa hegðun, einnig man ég að faðir minn heitinn gaf alltaf stefnu- ljós þannig að hugsanlega er þetta genatengt og þess vegna lítið sem ég get gert til að breyta mér, eða hvað. En trúið mér, ég hef reynt að hætta þessu til að líkjast meir fjöldanum, það er nefnilega oft erfitt að synda á móti hefðbundnum siðum og venjum, vera öðruvísi en allir hinir, en mér mistókst. Hugsanlega fékk ég ekki nægan stuðning frá mínum nánustu, hugsanlega ber ég of mikla virðingu fyrir samborg- urum mínum, þykir jafnvel ofurlítið vænt um þá marga hverja, en já tvívegis reyndi ég að hætta, en ég féll og í síðara skiptið svo illa að ég gafst endan- lega upp, ég er eins og ég er, ég er stefnuljósari og er farinn að sætta mig við það. Ég fæ ekkert út úr því að sjá umferðina tefjast og hiksta áfram í óvissu um hvað næsti ökumaður ætli að gera, sé ekkert spaugilegt við að sjá bíla bíða við hringtorg og þora ekki af stað vegna þess að ómögu- legt er að sjá hvort ökumenn ætla að beygja eða halda áfram, fæ engan fiðring við að sjá meðborgar- ana hætta lífi sínu af því þeir lásu rangt út úr hegð- un næsta ökumanns. Það er bara of auðvelt að nota þessa litlu stöng vinstra megin við stýrið, og ekki er kostnaðurinn að stöðva mig, þessar stefnuljósaper- ur endast svo árum skiptir og kosta bara nokkrar krónur og fást víða, já eiginlega bara um land allt. Nei, ég mun halda áfram að sýna ykkur ökumönn- um þá virðingu og umhyggju að gefa stefnuljós, þótt ég sé að synda á móti straumnum, sama hvað ykkur finnst um mig, get bara vonað að þið umberið þessa sérvisku okkar sem fylgjum umferðarlögum þessa lands. Umferð án umhyggjuKJARAMÁL Arna Guðmundsdóttir lyfl æknir og for- maður Læknafélags Reykjavíkur UMFERÐ Stefán Hjálmarsson framkvæmdastjóri ➜ Erlendis hafa verið settar regl- ur um yfi rvinnu heilbrigðisstarfs- fólks af ástæðu. Of mikil yfi rvinna er ekki af hinu góða, heldur getur þvert á móti ýtt undir mistök auk þess sem vaktavinna í sjálfu sér er krefjandi vinnufyrirkomulag sem tekur sinn toll á ýmsa vegu. PI PA R \ TB W A • S ÍA • 1 4 4 79 4 www.ils.is Borgartúni 21, 105 Reykjavík sími 569 6900, fax 569 6800 Lokað aðfangadag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.