Fréttablaðið


Fréttablaðið - 31.12.2014, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 31.12.2014, Qupperneq 12
31. desember 2014 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 17. JÚLÍ Eric Garner, 43 ára, lést í New York eftir að lögreglumaður tók hann haustaki. 5. ÁGÚST John Crawford, 22 ára, skotinn í Walmart-verslun skammt frá Dayton, Ohio. 9. ÁGÚST Lögreglumaðurinn Darren Wilson skýtur Michael Brown, 18 ára, í Ferguson, St. Louis. 10. ÁGÚST Fjölmenn mót- mæli og óeirðir brjótast út. 16. ÁGÚST Neyðarástandi lýst yfir í Ferguson. 25. ÁGÚST Michael Brown jarðsunginn. 3. SEPTEMBER Neyðarástandi aflétt. 20. NÓVEMBER Akai Gurley, 28 ára, skotinn í Brooklyn, New York. 22. NÓVEMBER Tamir Rice, 12 ára piltur, skotinn til bana í Cleveland, Ohio. 24. NÓVEMBER Ákærukviðdómur ákveður að Wilson verði ekki sóttur til saka. Fjölda- mótmæli hefjast á ný. Guðsteinn Bjarnason gudsteinn@frettabladid.is ÚKRAÍNA BORGARASTRÍÐ Ebólufaraldurinn, sem braust út í vestanverðri Afríku fyrir rétt rúmu ári, virðist nú vera á hægu undanhaldi. Verst urðu íbúar í Gíneu, Líberíu og Síerra Leóne úti, en þar eru hundruð manna enn þungt haldin. Faraldurinn barst alls til átta landa á árinu, þar á meðal til þriggja Vesturlanda, nefnilega Spánar, Bandaríkjanna og nú síðast Englands. Nærri tuttugu þúsund manns hafa smitast og þar af eru nærri átta þúsund manns látin. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) hefur viður- kennt að allt of seint hafi verið brugðist við. Með markvissari viðbrögðum hefði mátt ráða niðurlög- um faraldursins þegar hann var á frumstigi. Ebóla skaut heimsbyggðinni skelk í bringu: Faraldurinn nú á hægu undanhaldi FRAMANDLEIKI Heilbrigðisstarfsmaður í vígalegum búningi hjá harmi slegnum íbúum Monróvíu, höfuðborgar Líberíu. NORDICPHOTOS/AFP 22. MARS Gíneustjórn staðfestir að ebólu faraldur hafi brotist út. Nærri 60 manns látnir. 28. MARS Tveir ebólu- smitaðir í Líberíu. 26. MAÍ Ebólan komin til Síerra Leóne. 7. ÁGÚST WHO lýsir yfir alþjóðlegu neyðar- ástandi. Meira en 1.000 látnir. 27. ÁGÚST Læknar án landamæra gagn- rýna WHO fyrir ábyrgðarleysi og hægagang í viðbrögðum. 14. OKTÓBER WHO tilkynnir að dánarhlutfall sé komið upp í 70 prósent, nærri 4.500 látnir. EBÓLA ÁTTA ÞÚSUND LÁTNIR 19.500 smitaðir, þar af nærri 7.600 látnir. 15.000 manns létust í Gíneu árið 2013 af völdum malaríu. BANDARÍKIN LÖGREGLUOFBELDI Hinn átján ára þeldökki piltur Darren Brown var óvopnaður þegar hvítur lögreglumaður varð honum að bana í Fergu- son, einu hverfa stórborgar- innar St. Louis. Atvikið varð til þess að upp úr sauð víða í Bandaríkjunum, efnt var til mótmæla nánast daglega svo vikum skipti í helstu borg- um landsins. Þeldökkir íbúar höfðu fengið nóg af ofbeldi lögreglu og stjórnvalda í þeirra garð. Fleiri svipuð dæmi komu upp á árinu og vöktu ekki síður athygli, ekki síst þegar tólf ára dreng- ur, Tamir Rice að nafni, einnig dökkur á hörund, lét lífið í almenningsgarði í Cleveland. Hann hafði verið að veifa leikfangabyssu. Kallað var á lög- reglu, sem beið ekki boðanna heldur skaut strákinn örfáum sekúndum eftir að komið var á vettvang. Enn á ný sauð upp úr í nóvember eftir að ákæru- kviðdómur sagðist ekki sjá ástæðu til þess að draga lögreglumanninn frá Ferguson fyrir dóm vegna drápsins á Darren Brown. Ítrekað skotið á óvopnaða blökkumenn: Upp úr sauð eftir drápið í Ferguson ANDSPÆNIS VOPNUÐUM MÖNNUM Þeldökkir íbúar í Ferguson ætluðu ekki að láta bjóða sér yfirgang hvítra lög- reglumanna. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Hundarnir, táragasið. Þetta hefur ekkert skánað. James Cias, 61 árs íbúi í Ferguson sem ólst upp í Suðurríkjunum á tímum borgararéttinda- baráttu þeldökkra. Ólgan í Úkraínu hófst í lok síðasta árs eftir að Viktor Janúkóvítsj, þáverandi for- seti, frestaði því að undir- rita samstarfssamning við Evrópusambandið. Uppreisn í höfuðborginni og víðar lauk með stjórnarbyltingu. Janúkóvítsj hraktist til Rúss- lands. Í framhaldinu hófst ólga í austurhluta landsins, þar sem menn vilja almennt styrkja tengslin við Rússa frekar en Evrópusambandið. Pútín Rússlandsforseti kyndir undir ótta við byltingar- stjórnina í Kænugarði, inn- limar Krímskaga og lýsir með ýmsum hætti yfir sam- stöðu með aðskilnaðarsinn- um í Dónetsk og Lúhansk. Samið var um vopnahlé í september, en átök hafa haldið áfram með mislöngum hléum. Pattstaða ríkir, landið er klofið og engin lausn í sjónmáli. Stjórnarbylting, innlimun Krímskaga og aðskilnaðarstríð: Engin lausn í sjónmáli eftir langvarandi átök UPPREISN Í KÆNUGARÐI Svo fór að Janúkóvítsj forseti flúði land, en í framhaldinu hófst uppreisn í austurhluta landsins gegn byltingarstjórninni í Kænugarði. FRÉTTABLAÐIÐ/AP 20. FEBRÚAR Hörð átök hefjast í Kænugarði, nærri hundrað láta lífið næstu dagana. 22. FEBRÚAR Janúkóvítsj forseti flýr land. 16. MARS Íbúar Krímskaga samþykkja sameiningu við Rússland. 18. MARS Pútín staðfestir lög um innlimun Krímskaga. 7. APRÍL Aðskilnaðarsinnar taka stjórnarbygg- ingar í austurhluta landsins. 2. MAÍ Eldsvoði í Odessa kostar 42 lífið. 11. MAÍ Aðskilnaðarsinnar í Dónetsk og Lúhansk lýsa yfir sjálfstæði. 25. MAÍ Auðkýfingurinn Petro Porosjenkó kosinn forseti. 27. JÚNÍ ESB undirritar samstarfssamning við Úkraínu. 17. JÚLÍ Malasísk farþega- þota skotin niður yfir austanverðri Úkraínu. 30. JÚLÍ ESB og Bandaríkin tilkynna nýjar refsiaðgerðir gegn Rússlandi. 5. SEPTEMBER Úkraína og upp- reisnarmenn undirrita vopna- hléssamning. 26. OKTÓBER Þingkosningar í Úkraínu, flokkar hliðhollir Vestur- löndum sigra. 2.-3. NÓVEMBER Aðskilnaðar- sinnar kjósa nýja leiðtoga í austur- hlutanum. Krímskagi … hefur ómetanlegt og jafnvel heilagt gildi fyrir Rússland, rétt eins og musteris- hæðin í Jerúsalem fyrir áhangendur íslams og gyðing- dóms. Vladímír Pútín, Rússlandsforseti. Ár styrjalda og grimmdarverka Erlendar fréttir ársins 2014 snerust margar hverjar um grimmdarverk vígasveita Íslamska ríkisins í Sýrlandi og Írak, stjórnarbyltingu og borgarastríð í Úkraínu og árásir ísraelska hersins á Gasa. Lögregluofbeldi gagnvart þeldökkum íbúum Bandaríkjanna vakti ekki síður athygli á árinu, auk þess sem ebóluveiran herjaði grimmt á nokkur lönd í vestanverðri Afríku og skaut Vesturlandabúum skelk í bringu. SKOTLAND KOSIÐ UM SJÁLFSTÆÐI 18. SEPTEMBER Skotar skiptust í tvær álíka stórar fylkingar í haust þegar gengið var til atkvæðagreiðslu um það hvort Skotland ætti að segja skilið við Stóra-Bretland og stofna sjálfstætt ríki. Á síðustu stundu fór þó svo að sam- bandssinnar höfðu betur þegar talið var upp úr kjörkössunum, með töluverðum yfirburðum. Skotland verður áfram í ríkjasambandi við England, Wales og Norður-Írland, en hafði stuttu fyrir kosningarnar fengið lof- orð frá stjórnvöldum í London um meiri völd innan sambandsins. Enn er þó allt óljóst um efndir þeirra loforða, þótt samningsmarkmið Skota séu farin að taka á sig einhverja mynd. Skotar tóku í haust afstöðu til eins helsta hitamáls síðustu ára: Ekkert varð úr aðskilnaðinum Við höfum nú tækifæri til þess að þrýsta á stjórnina í Westminster um að efna heit sín um að veita Skot- landi frekari völd í raun. Þetta gefur Skotlandi mjög sterka stöðu. Alex Salmond, í afsagnarræðu sinni 19. september. ALEX SALMOND Leiðtogi sjálfstæðissinna bjart- sýnn fyrir kosningarnar. NORDICPHOTOS/AFP 12 HELSTU ERLENDU FRÉTTIR ÁRSINS 2014
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.