Fréttablaðið - 31.12.2014, Page 46

Fréttablaðið - 31.12.2014, Page 46
31. desember 2014 MIÐVIKUDAGUR| TÍMAMÓT | 38TÍMAMÓT Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR GUNNARSSON frá Steinsstöðum, Espigrund 9, Akranesi, lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi 24. desember. Jarðarförin auglýst síðar. Guðríður Guðmundsdóttir Þórir Bergmundsson Gunnar Guðmundsson Sesselja Ingimundardóttir barnabörn og barnabarnabörn. Davíð Ósvaldsson útfararstjóri Óli Pétur Friðþjófsson útfararstjóri 551 3485 • www.udo.is Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR Eyjabakka 28, Reykjavík, lést á heimili sínu annan dag jóla. Útför hennar fer fram frá Digraneskirkju föstudaginn 2. janúar kl. 13.00. Sigurður Ferdinandsson Guðrún Matthíasdóttir Reynir Jóhannsson Inga Rún Garðarsdóttir Óskar B. Hauksson Inga Jóna Friðgeirsdóttir ömmu- og langömmubörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, KARL ELÍAS KARLSSON lést á Dvalarheimilinu Ási í Hveragerði 26. desember sl. Útför hans verður gerð frá Þorlákskirkju laugardaginn 3. janúar kl. 14.00. Guðfinnur Karlsson Jóna Kristín Engilbertsdóttir Jón Karlsson Karl Sigmar Karlsson Guðrún Sigríks Sigurðardóttir Erla Karlsdóttir Þórður Eiríksson Kolbrún Karlsdóttir Sigríður Karlsdóttir Jóhann Magnússon Halldóra Ólöf Karlsdóttir Svavar Gíslason Jóna Svava Karlsdóttir Sveinn Jónsson barnabörn og barnabarnabörn. Móðir okkar, tengdamóðir og amma, SOFFÍA ZOPHONÍASDÓTTIR leikskólakennari, Sigtúni 37, Reykjavík, lést 17. desember. Útför fer fram frá Laugarneskirkju 2. janúar kl. 13.00. Karl Friðjón Arnarson Snjólaug G. Kjartansdóttir Örn Þór Karlsson, Atli Björn Karlsson Úlfar Snær Arnarson Gréta V. Guðmundsdóttir Saga ÚIfarsdóttir, Guðmundur Karl ÚIfarsson Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN BERGSDÓTTIR á Vestur-Hnappavöllum, sem lést 26. desember, verður jarðsungin frá Hofskirkju laugardaginn 3. janúar kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Gigtarfélag Íslands. Ingibjörg Ingimundardóttir Gunnar Páll Bjarnason Guðjón Ingimundarson Sigurður Ingimundarson Einar Páll Ingimundarson barnabörn og barnabarnabörn. Faðir okkar, stjúpi, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, GUÐMUNDUR ÞORLEIFSSON lést á Hrafnistu Hafnarfirði mánudaginn 22. desember. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 6. janúar kl. 13.00. Matthildur Guðmundsdóttir Gísli Guðmundsson Sigríður Matthíasdóttir Þorleifur Guðmundsson Hrefna Einarsdóttir Guðmundur Guðmundsson Einína Einarsdóttir María Jónasdóttir Sverrir Jónsson og afabörn. Ástkær faðir okkar, ÓLAFUR DAVÍÐSSON Sandgerði, lést á Þorláksmessu 23. desember á hjúkrunarheimilinu Hlévangi í Keflavík. Útför hans fer fram frá Safnaðarheimilinu í Sandgerði miðvikudaginn 7. janúar kl. 13.00. Sævar Ólafsson Signý Ólafsdóttir Elín Ólafsdóttir Guðrún Ólafsdóttir Sigurlína Ólafsdóttir Marteinn Ólafsson Ingibjörg Þ. Ólafsdóttir Davíð Þór Ólafsson Ólafur Þór Ólafsson og fjölskyldur. Þennan dag árið 1979 hófust réttarhöld yfir Sid Vicious, bassaleikara pönkhljómsveitarinnar Sex Pistols, vegna morðsins á Nancy Spungen, kærustu hans. Sid Vicious hét réttu nafni John Simon Ritchie. Hann fæddist í London og stuttu eftir fæðingu hans yfirgaf faðirinn fjölskylduna. Sid og móðir hans fluttust til Ibiza þar sem móðir hans gerðist eiturlyfjasali og má líta á það sem nokkurs konar fyrirboða um það sem í vændum var. Sid og Nancy voru á kafi í eiturlyfjum og voru á hraðri leið til glötunar. Að morgni 12. október árið 1978 rankaði Sid við sér úr eiturlyfjavímu og fann Nancy látna á baðherbergisgólfinu í hótelherbergi númer 100 á Hótel Chelsea í New York. Hún hafði verið stungin í kviðinn og hafði blætt til dauða. Sid var handtekinn og ákærður fyrir morðið en hann hélt því fram að hann myndi ekkert eftir atvikinu. Trygging var greidd af útgáfufyrirtækinu Virgin Records svo Sid gæti tekið upp plötu með hljómsveit sinni til að safna fé fyrir lögfræðikostn- aði. Þann 2. febrúar árið 1979 var haldin lítil veisla til að fagna því að Sid hafði fengið tímabundið frelsi. Veislan var haldin heima hjá nýrri kærustu hans sem hann hóf samband við daginn sem hann útskrifaðist af Bellevue-spítala í október árið áður. Sid hafði verið vaninn af heróíni á meðan á dvöl hans í fangelsinu stóð. Þetta kvöld fékk hann hins vegar heróín frá móður sinni og tók inn of stóran skammt. Kærastan lífgaði hann við og síðar um nóttina sofnuðu þau. Hann vaknaði hins vegar aldrei aftur til lífsins. ÞETTA GERÐIST: 2. JANÚAR 1979 Réttarhöld yfi r Sid Vicious hefj ast NANCY OG SID VICIOUS Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, umdæmisstjóri UN Women í Evrópu og Mið-Asíu, fyrrver- andi utanríkisráðherra, borgarstjóri og for- maður Samfylkingarinnar, er sextug í dag, gamlársdag. „Ég geri ráð fyrir að verja deginum í faðmi fjölskyldu og vina sem ég hef, marga hverja, ekki séð í lengri tíma,“ segir Ingibjörg Sólrún. Undanfarin sex ár hefur hún verið með annan fótinn erlendis og báða frá árinu 2011. Þá tók hún við stöðu yfirmanns jafnréttisstofnunar UN Women í Kabúl, höfuðborg Afganistans. Á haustmánuðum í fyrra færði hún sig síðan um set og tók við stöðu umdæmisstjóra UN Women í Evrópu og Mið-Asíu. Aðsetur hennar er nú í Istanbúl í Tyrklandi. „Þetta er mjög áhugavert og spennandi starf. Ég hef tekið þátt í uppbyggingu svæðis- skrifstofunnar og starfsins frá grunni sem er mjög gefandi. Borgin sjálf er jafnframt mjög heillandi og með mikla sögu.“ Ingibjörg Sólrún fæddist á gamlársdag árið 1954. Aðspurð hvort það sé ekki örlítið undarlegt að eiga afmæli á þeim degi hlær hún örlítið og segir að þeirri spurningu sé erfitt að svara þar eð hún hafi engan saman- burð. Henni hafi ávallt þótt það ágætt að eiga afmæli á þessum degi. Það séu alltaf allir til- búnir til að fagna með henni og svo sé frídag- ur daginn eftir. „Eftirminnilegasta gamlárskvöldið var á fertugsafmælinu mínu árið 1994. Það ár hafði verið mjög sérstakt og viðburðaríkt í mínu lífi. Ég hafði sest í stól borgarstjóra og afmælisdagurinn varð nokkurs konar loka- hnykkur á ótrúlega góðu ári,“ segir Ingibjörg. Ingibjörg kom hingað til lands skömmu fyrir jól og hélt þau hátíðleg. Hún hverfur aftur út til starfa sinna áður en vika er liðin af nýja árinu. Dvölin hér á landi hafi verið ánægjuleg og það hafi verið gott að komast í snjóinn, kuldann og íslenska vetrarveðrið í smástund. Líkt og áður segir mun Ingibjörg Sólrún verja deginum í faðmi fjölskyldu og vina. Milli klukkan 14 og 16 tekur hún á móti þeim, og öðrum velunnurum, í Ráðhúsi Reykjavíkur. johannoli@frettabladid.is Gamlársdagur verið ágætur afmælisdagur Sextíu ár eru liðin frá því að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fæddist. Á ævi sinni hefur hún verið ráðherra, borgarstjóri, formaður stjórnmálafl okks og er nú umdæmisstjóri UN Women. Ingibjörg heldur upp á daginn með velunnurum í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. 1954 Fæddist í Reykjavík. Dóttir Gísla Gíslasonar og Ingibjargar Níelsdóttur 1974 Stúdent frá Mennta- skólanum við Tjörnina 1977 Formaður Stúdenta- ráðs HÍ 1979 BA-próf í sagnfræði og bókmenntum 1982-88 Borgarfulltrúi í Reykjavík 1991 Þingmaður fyrir Kvennalistann 1994 Borgarstjóri Reykjavíkur 2005 Þingmaður og for- maður Samfylkingarinnar 2007 Utanríkisráðherra 2011 Hefur störf hjá Sameinuðu þjóðunum ➜ Ingibjörg í 60 ár AFMÆLISBARN Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er sextug í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.