Fréttablaðið - 31.12.2014, Síða 62

Fréttablaðið - 31.12.2014, Síða 62
31. desember 2014 MIÐVIKUDAGUR| LÍFIÐ | 54 „Okkur fannst þetta bara eitthvað svo skrýtið og skemmtilegt. Við erum voða hrifin af því að bjóða fólki úr alls konar áttum hingað í veislur,“ segir Einar Óskar Sig- urðsson sem ásamt kærustu sinni, Heiðrúnu Örnu Friðriksdóttur, heldur óvenjulega áramótaveislu í ár. Einar og Heiðrún voru ekki komin með áramótaplön og ákváðu að bjóða ferðamönnum sem eyða gamlárskvöldi á Íslandi í áramóta- veislu í gegnum vefsíðuna Couch- surfing.org. „Við höfum einu sinni gist í gegnum Couchsurfing og tókum eftir því að fólk er oft að leita sér að einhverju að gera og ákváðum bara að bjóða svona „random“ fólki héðan og þaðan úr heiminum.“ Hann segist engar áhyggjur hafa af því að vandræðalegt verði að halda upp á áramótin með ókunnugu fólki. „Við hugsuðum þetta bara þannig að ef þetta verð- ur eitthvað vandræðalegt þá verð- ur sagan bara enn þá betri. Þetta getur ekki klikkað.“ Einar segir þau hafa fengið góðar viðtökur og að komnir séu sjö staðfestir gestir víðs vegar að úr heiminum, meðal annars frá Bandaríkjunum, Sviss og Sví- þjóð. „Það verður fólk frá öllum heimshornum í staupi og skaupi hjá okkur,“ segir Einar glaður í bragði. - gló Við hugsuðum þetta bara þannig að ef þetta verður eitthvað vand- ræðalegt þá verður sagan bara enn þá betri. Þetta getur ekki klikkað. „Ég ætlaði upphaflega að halda þetta partí á gamlárskvöld en átt- aði mig svo á því að á Íslandi er fólk frekar með fjölskyldunni sinni á þessu kvöldi. Þess vegna færði ég það yfir á 1. janúar,“ segir bandaríski auðmaðurinn og sam- félagsmiðlagúrúinn Oliver Luck- ett. Hann ætlar að halda heljarinnar gleðskap á Lavabarnum á nýárs- dagskvöld en hann hélt einmitt upp á afmælið sitt hér á landi síðastlið- ið sumar með miklum glæsibrag. „Afmælisveislan mín heppnaðist rosalega vel og þeir félagar mínir sem komust ekki þá vildu koma til Íslands að vetrarlagi. Ísland er einstaklega fallegt land og sér- staklega á veturnar,“ segir Luckett sem kann vel við sig á Fróni. Luckett er stofn andi theAudi- ence, sem er eins konar miðlun- ar- og dreif ing ar net fyr ir afþrey- ingar fyr ir tæki sem vilja ná ár angri í notkun sam fé lags miðla. Á meðal viðskipta vina hans eru Barack Obama, forseti Banda ríkj- anna, og bandaríska tónlistarkon- an Azealia Banks. Það verður þó ekki eingöngu gleðskapur um kvöldið sem Luck- ett stendur á bak við því hann verð- ur einnig með kvöldverðarboð á sinni könnu. „Þetta er eins og risa- stór fjölskyldukvöldverður sem endar með partíi,“ segir Luckett. Boðið verður á Sakebarnum og Veiðikofanum og þaðan verður farið á Lavabarinn. Þá ætlar Luckett einnig að flytja inn sína uppáhaldsplötu- snúða, Wonkers, alla leið frá Berl- ín. Einnig munu fleiri listamenn koma fram í partíinu. Hann er einstaklega hrifinn af Íslendingum og íslenskri tón- list. „Ég elska að leiða hina ýmsu listamenn saman og uppgötva nýja íslenska tónlistarmenn,“ segir Luck ett. Hann lítur á Ísland sem sitt annað heimili. „Þetta er í fimmta skiptið sem ég kem til Íslands á einu ári,“ segir Luckett og hlær. Gera má ráð fyrir að ýmsir þekktir Íslendingar muni láta sjá sig í partíinu en auðmaðurinn vildi ekkert tjá sig um hverjir væru á gestalistanum. Á meðal þeirra sem mættu í afmælisveislu Lucketts voru tónlistarmaðurinn Zebra Katz, Ghostigital, Jakob Frímann Magnússon, Ásdís Rán, Daniel Lis- more, Ragnar Kjartansson, Högni Egilsson, Hrafnhildur Arnardóttir, Erpur Eyvindarson og Gísli Pálmi. Miðasala á viðburðinn er á midi.is gunnarleo@frettabladid.is Risavaxið fj ölskylduboð haldið á nýárskvöld Bandaríski samfélagsmiðlagúrúinn Oliver Luckett ætlar að fagna nýju ári á Íslandi. ÍSLANDSVINUR Oliver Luckett hefur fimm sinnum komið til Íslands á árinu. NORDICPHOTOS/GETTY Einar Örn Benediktsson tónlistarmaður hefur þekkt Luckett í fimm ár og kann vel við hann. „Hann er svona samfélagsmiðlagúrú og kom með nýja hugsun um hvernig nýta megi samfélagsmiðlana á góðan hátt og hvernig hægt sé að byggja upp tengslanet og annað. Við erum ágætis- félagar og kynntumst þegar ég tók hann í heimsókn hingað til lands fyrir um fimm árum. Hann safnaði íslenskri list og ég fór með hann í heimsóknir til íslenskra listamanna og kynnti hann fyrir íslenskri list,“ útskýrir Einar Örn. Hann kom fram í afmælisveislunni hans sem haldin var í Gamla bíói síðastliðið sumar. „Þetta var skemmtilegt afmæli, stemningin var orðin sérstaklega góð þegar ég var búinn að að spila,“ segir Einar Örn og hlær. Kom fram í afmælisveislu Lucketts Halda skrýtin og skemmtileg áramót Einar Óskar Sigurðsson og Heiðrún Arna Friðriksdótt- ir halda upp á áramótin með ókunnugum túristum. SKEMMTILEG ÁRAMÓT Einar og Heiðrún hafa gaman af því að bjóða fólki úr ólíkum áttum í veislur. MYND/EINKASAFN Bandaríska Disney-myndin Frosinn var mest seldi DVD-diskur á landinu í ár, samkvæmt FRÍSK, Félagi rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði. Hann seldist í 13.199 eintökum en sá mynddiskur sem lenti í öðru sæti var hin íslenska Hross í oss, sem seldist í 5.161 eintaki. Íslenskar kvikmyndir voru um helmingur þeirra mynddiska sem seldust best á árinu en Laddinn, Vonarstræti og Eldurinn með Ómari Ragnarssyni eru í þriðja til fimmta sæti með 4.830, 4.246 og 3.837 seld eintök. Á eftir eru bandarísku myndirn- ar How to Train Your Dragon 2 og The Lego Movie með 3.388 og 3.256 seld eintök. Myndirnar þrjár í sætum 8 til 10 eru Harrý og Heimir: Morð eru til alls fyrst, The Hobbit: The Desolation of Smaug og Guardians of the Galaxy, sem seldust allar í næstum 3.000 eintökum. - þij Frosinn seldist í þrettán þúsund eintökum Disney-myndin var vinsælust á mynddiski hérlendis árinu. Margar íslenskar myndir seldust vel. FROSINN/FROZEN er gríðarlega vinsæl kvikmynd. MEST SELDU mynd- diskar ársins 2014. MYND/FRÍSKÁramótasteikin „Það er orðið að hefð að borða kalkún á gamlárskvöld. Það verður svo humar í forrétt. Annars ætla ég að hafa róleg og þægileg áramót á Hólmavík.“ Heiða Ólafsdóttir tónlistarkona.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.