Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2012, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2012, Síða 2
2 Fréttir 4. janúar 2012 Miðvikudagur A lbert Jensen féll niður af byggingarpalli í tíu metra hæð fyrir 21 ári og lamað­ ist. Nú er hann orðinn átt­ ræður og leiður á lífinu. Hann er ósjálfbjarga og treystir alfar­ ið á aðstoð annarra en það er verið að skera niður þá þjónustu sem gaf lífinu eitthvert gildi í huga hans. Eftir stendur að Albert upplifir sig einskis virði og vill frekar deyja en að lifa lífi sem hann vill ekki lifa. Hann hefur því ákveðið að fara í hungurverkfall og gerir ráð fyrir því að það muni að­ eins taka hann um tvo daga að fara. Breytt þjónusta Albert býr í húsnæði SEM, Sam­ taka endurhæfðra mænuskadd­ aðra. Reykjavíkurborg þjónustar íbúa hússins en fram til þessa hef­ ur Albert einnig fengið þjónustu frá einkafyrirtækinu Vinun þrjá daga í viku, á mánudögum, miðvikudög­ um og föstudögum. „Það eru dag­ arnir sem ég hef til að fara á klósett­ ið. Þá er mér hjálpað með stílum að koma því af stað, það tekur hálftíma, síðan fer ég á klósettið og það tek­ ur um klukkutíma. Svo fer ég í bað. Þetta hefur Vinun alltaf séð um. Þar er starfsfólk sem er vel hæft og veit hvað það er að gera. Nú vill borgin hins vegar láta sitt fólk taka þetta yfir en starfsfólkið þar er upp til hópa ómenntað, klaufskt og með óþægi­ lega nærveru,“ segir Albert. Einu sinni kom fólk frá Vinun daglega en frá og með síðustu ára­ mótum hefur það aðeins komið þrisvar í viku. Reykjavíkurborg tók hina fjóra dagana yfir. Albert þekkir því vel til þjónustunnar sem Reykja­ víkurborg veitir. „Ég hef ekki lát­ ið þetta fólk þvo mér eða neitt slíkt af því að mér þykir nærvera þess óþægileg. Þessir þrír dagar nægðu mér svo sem þótt ég yrði að láta hitt yfir mig ganga alla hina dagana. Núna verð ég hins vegar að búa við það að sama fólk og ég á erfitt með að hafa nálægt mér verður að hjálpa mér með svo persónulega hluti eins og að setja í mig stíl. Ég tel að það sé vegið að rétti mínum til að velja hvort mann­ eskja geri þessa hluti við mig, sem ég vil ekki að hún geri.“ Saknar fólksins En það er ekki bara það. Albert sakn­ ar líka félagsskaparins. Starfsfólkið frá Vinun hafði komið til hans lengi og hann gat talað við það. „Skástu morgnarnir voru þegar það kom. Bæði vegna þeirra aðferða sem það notaði og eins vegna þeirra tengsla sem ég hef myndað við þetta fólk. Ég treysti því algjörlega. Nú er blásið á það.“ Hann á erfitt með að ræða við starfsfólk borgarinnar með sama hætti. Sérstaklega við þá sem koma á morgnana, honum finnst þeir sem koma seinnipartinn og á kvöldin mun þægilegri í umgengni. „Ein sem hingað kom hló bara þegar ég reyndi að ræða við hana af því að hún gat ekki svarað. Ég vissi aldrei af hverju hún var að hlæja. Önnur var alltaf að senda samstarfskonu sinni augngot­ ur um að það væri ekkert að marka sem ég segði. Hún var svo vitlaus að hún hélt að ég sæi þetta ekki. Auð­ vitað er það lítilsvirðing og ég vil ekki hafa svona fólk nálægt mér.“ Hann segist ekki hafa efni á því að greiða sjálfur fyrir þjónustuna frá Vinun, bæturnar sem hann fær dugi ekki til. „Ég á fyrir mat með því að fara ekkert og gera ekkert.“ Kemst ekki í leikhús Á síðustu árum hafði þjónustan þeg­ ar verið skert, meðal annars varðandi akstur. Albert sem veit fátt skemmti­ legra en að fara á skemmtilegar sýn­ ingar í leikhúsinu og söng lengi í kór kemst hvorki í kirkju á sunnudags­ morgnum né leikhús því bíllinn sem keyrir hann um byrjar ekki að ganga fyrr en messur eru hafnar og hættir því áður en leikhússýningum lýkur. Hann hefur reyndar vanið sig á að fara alltaf út í mat og fer yfirleitt á Lindargötuna en líkar ekki maturinn sem er boðið upp á þar. „Bollurnar eru bragðlausar og fiskurinn af verri endanum,“ segir hann og bætir því við að hann hafi fundið annan mat­ sölustað sem var betri en það taki lengri tíma að komast þangað og þá lendi hann í tímaþröng þegar hann er að borða svo hann treystir sér ekki að fara þangað í þessari færð. Kvíðir hverjum degi Í gegnum tíðina hefur Albert verið virkur í félagsstörfum, hann er um­ hverfisverndarsinni, hefur barist fyrir réttindum fatlaðra og var í kór í rúm tuttugu ár. Þá hefur hann skrif­ að greinar í blöðin og gaf út bók fyrir nokkrum árum, Lindargötustrákur­ inn. En nú fer hann ekki eins víða og áður. Líf ósjálfbjarga manns með fulla hugsun varð leiðinlegt til lengdar. Albert bjóst aldrei við að verða „svona andskoti langlífur“, eins og hann orðar það, og er orðinn þreyttur á að sitja svona allan daginn út og inn. Þótt starfsfólkið kíki reglulega til hans kemur það aðeins til að sinna verkum sínum og staldrar sjaldan við til að spjalla. „Ég er eiginlega allt­ af einn,“ segir hann en hefur þó ekki verið einmana þar sem hann getur notið þess að hlusta á góða músík og horfa á sjónvarpið. Það er fyrst núna sem hann upplifir andlega vanlíðan. „Nú kvíði ég hverjum morgni. Það hefur áhrif á allan daginn. Þessi hugsun veldur taugaverkjum og kvíða. Nú finn ég hvað ég er varnar­ laus. Þá finnst mér betra að hætta að borða og vekja athygli á þessu. Ég sé að það þýðir ekkert að reyna þetta meira. Ég er búinn að gefast upp á þessu og lífið er orðið leiðinlegt. Ef það væri hér eins og í Hollandi þar sem líknardráp eru leyfð, þá væri ég farinn. Mig langar að deyja.“ Hættir að borða Það er í dag, miðvikudag, sem Albert þarf fyrst að fara á klósettið með að­ stoð starfsmanna borgarinnar. Það er líka í dag sem hann ætlar að hætta að borða til að mótmæla þessari þjónustu. „Ég held að fólk geti ekki sett sig í mín spor. Það heldur að ég sé gamall karlskröggur sem má fara með eins og því sýnist. En ég svara fyrir mig og verð víti til varnaðar fyrir þá sem á eftir koma.“ Hann gerir ráð fyrir að það taki hann svona tvo til þrjá daga að deyja eftir að hann hættir að borða. Lík­ aminn er orðinn lélegur. „Ég þoli ekki það sama og venjulegur maður. Þetta er allt farið að gefa sig. Meira að segja raddböndin eru orðin léleg. Ef viljastyrkinn brestur fer ég til Hol­ lands. Ég er ekki hræddur við dauð­ ann,“ segir hann og bætir því við að ef það sé satt sem sagt er geti hann fylgst með börnunum að handan. „Ég tek þá áhættu. Ég veit að það verður auðveldara fyrir börnin að takast á við þetta þegar þau vita að ég fer sáttur.“ Stuðningur sonarins Albert á stóra fjölskyldu, sex börn og 23 barnabörn. Hann segist hafa rætt málið við börnin og að þau skilji afstöðu hans. Yngsti sonur­ inn, Ögmundur, er hjá pabba sínum núna. Hann segist ekki vera sáttur við þessa ákvörðun föður síns, það sé það enginn. „Við erum leið yfir því að þetta fari svona. En ég get ekki sett mig í hans spor og verð að reyna að styðja hann í því sem hann vill gera. Kannski verður að fara róttækar leiðir ef þjónustan er eins og hann lýsir henni. Ég gerði mér kannski ekki grein fyrir því af því að hann hefur alltaf verið mjög virkur en eftir að ferðirnar voru skertar og umönnunin líka þá er kannski ekki Hættir að borða í mótmælaskyni n Albert Jensen er áttræður, lamaður og ætlar í hungurverkfall n Mótmælir breytingum á þjónustu við hann n Kvíðir hverjum degi og vill frekar deyja en að hafa ekkert val n Sonurinn styður hann Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir blaðamaður skrifar ingibjorg@dv.is „Ég er ekki hræddur við dauðann Vinun reyndi að semja við borgina Elfa Björk Ellertsdóttir hjá Velferðarsviði Reykjavíkurborgar segir að þjónustan sem veitt er sé í samræmi við þær reglur sem samþykktar eru af borgaryfirvöldum hverju sinni, starfsmenn starfi í samræmi við kjarasamninga og reynt sé að ráða eins hæft fólk og hægt er. „Einkafyrirtæki semja sjálf við starfsmenn sína um kaup og kjör, þau eru ekki háð verklagsreglum hins opinbera og geta því farið óhefðbundnari leiðir. Sá sem kaupir þjónustu af einkafyrirtæki stýrir því þess vegna í ríkari mæli hvernig þjónusta er veitt.“ Hún segir að einstaklingar geti fengið ein- staklingsbundinn þjónustusamning sem felst í því að viðkomandi fær til ráðstöf- unar fjármagn sem reiknað er út frá mati á þjónustuþörf. Þá ber hann sjálfur ábyrgð á því að kaupa þjónustu. Varðandi mál Alberts getur hún ekkert sagt því borgarstarfsmenn geta ekki tjáð sig um málefni einstaklinga. Hins vegar hefur almennt verið bætt í þjónustuna þar sem hann býr og fjármagn í einstaklingssamninga hefur ekki verið skert. „Velferðarsvið leitast ávallt við að ná sátt milli aðila og finna viðunandi lausn varðandi þjónustu. Langoftast tekst það.“ „Mjög sorglegt“ Gunnhildur Heiða Axelsdóttir er forstöðu- kona Vinunar. Hún var nýbúin að heyra af máli Alberts þegar blaðamaður ræddi við hana. „Mér finnst þetta mjög sorglegt. Ég trúi ekki öðru en að það verði komið til móts við þennan gamla mann. Málið er það að Reykjavíkurborg gerði samning við hann en upphæðin sem hann fékk var svo lág að hún dugði ekki til. Þetta er að gerast víðar, fólk fær of lága upphæð til að hægt sé að nýta hana í svona þjónustu. Það fær lágmarksþjónustu frá sveitarfélaginu en vill geta fengið meiri þjónustu og stýrt þjónustunni sem það fær til að bæta lífsgæðin. En á meðan fólk fær svona lága upphæð verður þjónustan alltaf skert.“ Gunnhildur Heiða segir að einstaklings- bundnir þjónustusamningar séu alltaf reiknaður út frá lægstu launum og ekki sé tekið mið af umsýslugjöldum eða kostnaði sem hlýst af þegar starfsmaður veikist og kalla þurfi annan inn í hans stað eða öðru slíku. „Þess vegna verða margir að hverfa frá því að nýta sér þessa þjónustu.“ Spurning um lífsgæði Hún segir að reynt hafi verið að koma til móts við Albert. „Stundum þurfa tveir starfsmenn að sinna honum í smástund. Við reyndum að fá þjónustu frá borginni Styður föður sinn Albert Jensen segist ekki hafa neitt til að lifa fyrir lengur eftir að þjónustan við hann var skert. Hann ætlar í hungurverkfall og Ögmundur sonur hans reynir að styðja hann þótt hann sé ósáttur við þessa ákvörðun. Mynd eyþór árnASon

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.