Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2012, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2012, Síða 6
6 Fréttir 4. janúar 2012 Miðvikudagur Ísland fær risalán n Gjaldeyrisforðinn styrktur Á föstudag fékk íslenska rík- ið síðari hlutann af tvíhliða lánum frá Norðurlönd- unum sem samið var um í efnahagsáætlun stjórnvalda og Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins. Ísland fékk að þessu sinni 887,5 milljónir evra, eða sem nemur 141 milljarði íslenskra króna. Upphæðin bætist við gjaldeyrisvaraforða Seðlabanka Íslands. Af þessari fjárhæð tekur ríkis- sjóður að láni 647,5 milljónir evra (103 milljarða króna) frá Dan- mörku, Finnlandi og Svíþjóð en Seðlabanki Íslands tekur að láni 240 milljónir evra (38 milljarða króna) frá Seðlabanka Noregs. Frá október 2008 hefur Ísland fengið 753 milljarða króna að láni í því skyni að styrkja gjaldeyris- forða Seðlabankans. Gjaldeyris- forðinn nemur um þessar mund- ir 1.030 milljörðum króna eða 2/3 af vergi landsframleiðslu að því er fram kemur í tilkynningu frá Seðla- bankanum. Vaxtagreiðslur af gjaldeyrisl- ánum ríkissjóðs og Seðlabanka Ís- lands eru áætlaðar 33 milljarð- ar króna á þessu ári. Á móti koma vaxtatekjur vegna ávöxtunar forð- ans en áætlað er að hreinn vaxta- kostnaður af forðanum sé um þrjú til fjögur prósent. „Í ljósi óvissu á alþjóðleg- um fjármálamörkuðum og í ljósi áforma um losun gjaldeyrishafta er mikilvægt fyrir Ísland að vera með stóran gjaldeyrisforða um þessar mundir þrátt fyrir umtals- verðan kostnað við forðahaldið. Þegar aðstæður breytast er vonast til að hægt verði að minnka gjald- eyrisforða jafnframt því sem unn- ið verður að því að draga úr skuld- setningu hans,“ segir í tilkynningu Seðlabanka Íslands. M ér finnst þetta svo ósanngjarnt og ófyrir- leitið,“ segir Paul Ragn- ar Smith sem var sekt- aður um tíu þúsund krónur eftir að hafa lagt í bílastæði ætlað fötluðum fyrir utan neyðar- móttöku fæðingardeildarinnar á Landspítalanum. „Í þessu tilviki lá svo mikið á að koma konunni inn,“ segir Paul Ragnar en hann lagði ekki áherslu á að borga í stöðu- mæli áður en hann kom eiginkonu sinni undir læknishendur en hún var með mikla verki og blæðingar, komin átta mánuði á leið með tví- bura. Paul Ragnar segir að hann hafi komið út af spítalanum nokkrum mínútum síðar til að færa bílinn í annað stæði og til að borga í stöðu- mæli. Þá hafi hins vegar verið kom- inn sektarmiði á framrúðuna. Myndi borga undir öðrum kringumstæðum Paul Ragnar segir að hann hafi fengið þau svör að sérstaklega hart væri tekið á því þegar fólk legði í bílastæði ætluð fötluðum. „Undir venjulegum kringumstæðum get ég skilið það að fólk sé sektað fyr- ir að leggja í bílastæði fatlaðra en þetta eru bara kringumstæður sem eru þess eðlis að ég ræð ekki við það, það þurfti að bjarga konunni,“ segir Paul. „Ég var búinn að hringja í neyðarmóttökuna og mér var sagt að koma bara í logandi hvelli með hana, þetta væri bara spurning um líf eða dauða fyrir börnin.“ Aðspurður segir Paul Ragnar að börnunum og eiginkonu sinni hafi verið bjargað. Skjót viðbrögð hafi þar skipt höfuðmáli en eiginkona hans fékk strax viðeigandi meðferð þegar hún var komin á bráðamót- tökuna. „Hún fékk meðferð sem varð þess valdandi að þetta stöðv- aðist en hún er bara rúmliggjandi heima og getur ekki hreyft sig,“ seg- ir Paul Ragnar. Gerði athugasemd en fékk ekki svar „Þeim virðist vera alveg sama þó hún hefði misst börnin,“ segir Paul Ragnar sem er afar sár út í við- brögð Bílastæðasjóðs. Hann gerði skriflega athugasemd við sektina þar sem hann útskýrði aðstæðurn- ar. „Ég útskýrði þetta mjög vel og vandlega fyrir þeim.“ Paul Ragnar segir að hann hafi sent athuga- semdina í gegnum þar til gert form á vefsíðu Bílastæðasjóðs þar sem fólki gefst tækifæri til að mótmæla sektum. „Það er bara ekki sanngjarnt gagnvart borgurum þessa lands að fá svona meðferð,“ segir Paul Ragn- ar sem er allt annað en sáttur við niðurstöðu Bílastæðasjóðs varð- andi sektina. „Ef manni er gefinn kostur á því að andmæla eða út- skýra og þetta eru ekki nægar út- skýringar, hvað eru þá nægar út- skýringar í svona máli?“ spyr hann og bætir við: „Það er engin furða þó að maður sé sár.“ Gjaldið fyrir að leggja í bílastæði fatlaðra er tíu þúsund krónur en sé það greitt strax lækkar það niður í 8.900 krónur. Á vefsíðu Bílastæða- sjóðs er ekki tilgreint sérstaklega hvers konar andmæli eru tekin til greina. Reglurnar eru þó mjög skýr- ar er varða hvenær sektir eru lagð- ar á en það er við öllum brot á 108. grein umferðarlaga frá árinu 1987. Sektaður fyrir utan neyðarmóttökuna n Paul Ragnari Smith var sagt að koma með eiginkonu sína í hvelli á bráðamóttöku n Hún er ólétt að tvíburum n Fékk sekt fyrir að leggja í stæði fyrir fatlaða„Þeim virðist vera alveg sama þó hún hefði misst börnin. Útskýrði málið Paul Ragnar segir að Bílastæðasjóður hafi ekki tekið athugasemdirnar sínar gildar. Mynd SiGtRyGGuR aRi Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is uppköst og niðurgangur: Nóróveira á Landspítala Nóróveira herjar nú á sjúklinga og starfsfólk Landspítalans, en hún veldur uppköstum og stundum niðurgangi. Pestin er bráðsmit- andi, en veikindin sem nóróveiran veldur eru ekki talin hættuleg og yfirleitt gengur pestin yfir á einum til tveimur sólarhringum. Hún get- ur legið lengur í fólki sem er veikt fyrir og því er sérstaklega erfitt að eiga við slíkt á Landspítalanum enda getur slík pest breiðst hratt út í lokuðum rýmum. Þeir sem hafa verið með ógleði eða öndunarfærasýkingar ættu að bíða með að heimsækja sjúklinga á Landspítalanum.  Í nóvember kom upp skæð nóróveira á Íslandi og í fréttum RÚV á þriðjudag kom fram að fyrir þremur árum hefði veiran kostað eina deild Landspítalans 25 millj- ónir króna. Ekki náðist í Ólaf Baldursson, lækningaforstjóra Landspítalans, eða upplýsingafulltrúa spítalans. Faldi sig í snjóskafli Lögregluþjónar í Reykjavík drógu karlmann á þrítugsaldri upp úr snjóskafli í Háaleitishverfinu um kvöldmatarleytið á mánudag. Maðurinn var í annarlegu ástandi og varð honum ekki meint af en hann var hins vegar handtekinn. Maðurinn hafði nefnilega skömmu áður ekið um götur borgarinnar á fólksbifreið á flótta undan laganna vörðum. Hafði hann gripið til þess ráðs að fela sig í snjóskaflinum í von um að kom- ast undan lögreglu. Auk þess að vera undir áhrif- um þegar hann settist undir stýri reyndist maðurinn hafa verið sviptur ökuleyfi. Lán frá vinaþjóðum Ríkið hefur fengið 753 milljarða króna að láni frá hruni. Útsala 30 - 70% Falleg olíumálverk í úrvali á einstökum verðum Allt orginal málverk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.