Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2012, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2012, Page 8
8 Fréttir 4. janúar 2012 Miðvikudagur Gegnsærri lóðaúthlutun n Kópavogur bregst við dómi Hæstaréttar A rna Schram, upplýsingafulltrúi Kópavogsbæjar, segir að reglur bæjarins um úthlutun á bygg- ingarétti fyrir íbúðarhúsnæði vera mun skýrari nú og ótvíræðari en þær voru árið 2005 þegar umdeildar lóðaúthlutanir við götuna Kópavogs- bakka fóru fram. DV fjallaði á dögun- um um lóðaúthlutanir bæjarins, en Hæstiréttur Íslands, dæmdi hjónum skaðabætur eftir að hafa komist að þeirri niðurstöðu að aðferðir Kópa- vogsbæjar við lóðaúthlutanir í tilfelli hjónanna hafi verið ólöglegar. Hæsti- réttur taldi að bærinn hefði ólöglega og freklega mismunað umsækjend- um. Arna segir að þau ágreiningsatriði sem tekist var á um fyrir Hæstarétti frá því fyrir jól ættu ekki ekki að rísa aftur. Guðríður Arnardóttir, formað- ur bæjarráðs Kópavogs, tekur í sama streng. „Vinnubrögð við lóðaúthlut- anir í Kópavogi hafa harðlega verið gagnrýnd á undanförnum árum og hafa þær meðal annars verið taldar ólögmætar í þeim tilfellum sem um- sækjendur hafa óskað álits innan- ríkisráðuneytisins, áður félagsmála- ráðuneytisins, eða dómstóla,“ segir Guðríður. Bærinn bendir á að úthlutunar- reglum bæjarins hafi í tvígang verið breytt frá árinu 2005 og gerðar skýr- ari og gegnsærri. Síðustu breytingar á reglunum voru samþykktar 11. októ- ber í fyrra. Ef umsækjendur um lóð eru fleiri en einn skal nú dregið á milli þeirra sem uppfylla skilyrði um fjár- hagsstöðu og hafa ekki fengið úthlut- un á síðustu tíu árum. Þá hefur bær- inn afnumið það ákvæði að pólitískt kjörnir bæjarráðsfulltrúar meti um- sækjendur út frá fjölskylduaðstæðum, búsetu og fjárhags- og húsnæðisað- stöðu, en það var meðal annars tekist á um það fyrir Hæstarétti. Nú er það í höndum framkvæmda- ráðs bæjarins í stað bæjarráðs, að aug- lýsa byggingarétt á lóðum, annast af- greiðslu umsókna og gera tillögu til bæjarstjórnar um úthlutun. „Umsækjendur um lóðir í Kópa- vogi geta nú treyst því að umsóknir þeirra verða metnar faglega og mál- efnalega,“ segir Guðríður. valgeir@dv.is Guðríður Arnardóttir Segir að Kópavogsbær hafi breytt reglum um lóðaúthlutanir til að gera þær gegnsærri. „Ella hefði ég sagt af mér“ „Já, það mun ég gera enda sit ég sem ráðherra í ríkisstjórninni. Ella hefði ég sagt af mér,“ segir Ög- mundur Jónasson innanríkisráð- herra í svari við fyrirspurn lesanda á vefsíðu sinni á mánudag. Var Ögmundur spurður að því hvort hann hyggist styðja ríkisstjórnina eftir að Jóni Bjarnasyni var „bolað í burtu“ eins og lesandinn orðar það. Tekur Ögmundur af öll tví- mæli um hvort hann styðji stjórn- ina í gegnum súrt og sætt eða ekki. Ögmundur lýsti því yfir á Beinni línu DV þann 29. nóvem- ber að hart væri sótt að Jóni Bjarnasyni en lýsti þó yfir fullum stuðningi við hann og ríkis- stjórnina. Í svari sínu á heima- síðunni, ogmundur.is, segir ráð- herrann enn fremur: „Ég mun framvegis sem hingað til berjast fyrir mínum baráttu- markmiðum, og í ríkisstjórn hef ég betri tök á því en utan stjórnar. Það er mitt mat.“ Reyktu kannabis á bílastæði Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í tvígang afskipti af ungu fólki sem neytti fíkniefna í alfaraleið í Reykjavík aðfaranótt þriðjudags. Í fyrra skiptið kom lögreglan að bílastæði í vesturbæ borgarinnar þar sem fjórir aðilar, fæddir 1991 og 1993, reyktu kannabis. Síðar í austurbæ Reykjavíkur hafði lögreglan afskipti af tveim- ur aðilum, fæddum 1992 og 1995, á bílastæði þar sem þeir reyktu kannabis. Í dagbók lögreglu segir einnig frá því að aðfaranótt þriðjudags hafi orðið bílvelta á gatnamótum Suðurlandsbrautar og Kringlumýr- arbrautar. Ökumaður bifreiðarinnar slas- aðist á handlegg við veltuna og ætl- aði að koma sér sjálfur á slysadeild. Bifreiðin sem var talsvert löskuð var flutt af vettvangi með kranabíl en götuviti skemmdist einnig í slysinu. Slasaðist í ökutíma Sextán ára piltur var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild eftir tveggja bíla árekstur á gatnamótum Bæjar- háls og Stuðlaháls á nýársdag. Í til- kynningu frá lögreglu kemur fram að pilturinn, sem var í æfingaakstri með leiðbeinanda, hafi ekið öðrum bílnum en orsök slyssins er rakin til þess að ungi maðurinn virti ekki biðskyldu á áðurnefndum gatna- mótum. Meiðsli hans voru talin minniháttar. Í tilkynningunni kemur enn fremur fram að um það bil eitt um- ferðarslys hafi orðið að meðaltali á degi hverjum árið 2011 í umferð- inni á höfuðborgarsvæðinu. Tölur um fjölda slasaðra eða alvarleika slysanna liggja ekki fyrir en ljóst er að slasaðir eru nokkuð fleiri en fjöldi slysa segir til um. Í öllum tilvikum er um atvik að ræða þar sem veg- farendur þurfa læknisaðstoðar við í kjölfar umferðaróhapps. Meiðsli þeirra eru meðal annars tognanir, beinbrot, innvortis meiðsl, mænusk- aðar og höfuðáverkar. Ljóst er því að margir eiga um sárt að binda vegna umferðarslysa. H ún Esther var alveg yndis- leg. Hún hafði góðan og flott- an persónuleika, en hún var óheppin með mann,“ segir Dagný Sigurðardóttir Karl- sen, eldri systir Rögnu Estherar Sig- urðardóttur sem ekki hefur heyrst frá í 60 ár, eða nokkrum árum eftir að hún fluttist með bandarískum eiginmanni sínum til Portland í Oregon árið 1946. Dagný, sem er 91 árs, er sjö árum eldri en Ragna Esther og voru þær systur mjög nánar. Dagný man eftir Rögnu Esther hamingjusamri og fullri eftir- væntingar fyrir lífinu sem hún hélt að hún ætti fyrir höndum. Þær voru mjög samrýmdar og Dagný óskar þess heitt að komast að því hvað varð um litlu systur sína en hún óttast að eig- inmaður Estherar, Larry, hafi ráðið henni bana. Vill vita hvort hún hafi verið myrt Larry misnotaði Esther og beitti hana hrottalegu líkamlegu ofbeldi. Af því sem vitað er um þeirra storma- sama hjónaband og því ofsafengna skapi sem Larry bjó yfir álíta margir að hann hafi myrt hana. „Hann mis- notaði hana og það er álitið að hann hafi drepið hana. En við höfum engar sannanir fyrir því ennþá. Við höfum reynt að hafa uppi á henni síðan 1951 en án árangurs. Við erum þó búin að finna son hennar, en dóttirin er dáin. Það sem við viljum vita er hvort hann hafi myrt hana,“ segir Dagný og þrátt fyrir að meira en hálf öld sé liðin frá hvarfi Estherar á Dagný enn erfitt með að tala um örlög systur sinnar. Börnin dagaði upp Ragna Esther giftist Emerson Law- rence Gavin, sem alltaf var kallaður Larry, þann 4. janúar 1946, eða fyrir 66 árum upp á dag. Fjölskylda Rögnu Estherar var ekki sátt við ráðahaginn og bað Rögnu um að hugsa sig tvisvar um áður en hún flutti til Bandaríkj- anna. Ragna Esther var hins vegar ung og ástfangin og sá fyrir sér bjarta framtíð í nýju landi með manninum sem hafði heillað hana upp úr skón- um. Hún lofaði fjölskyldunni að hún myndi skrifa henni reglulega. Ragna Esther eignaðist tvö börn með Larry og er annað þeirra, Robert, enn á lífi, en Debra, sem var yngri, lést árið 1999. Þegar Ragna þurfti að leggjast inn á sjúkrahús í tvær vikur eftir barsmíð- ar Larry var börnunum komið fyrir á Waverly Baby Home, sem var barna- heimili fyrir munaðarlaus og vanrækt börn. Þau áttu að vera vistuð þar, þar til Esther væri búin að ná sér eftir bar- smíðar Larry en hún þurfti líka að geta sýnt fram á að hún gæti framfleytt þeim. Esther fékk vinnu hjá The White Stag Clothing Company og var með íbúð með vinkonu sinni samkvæmt dómskjölunum úr skilnaðarmáli Est- herar og Larry. Vinkona hennar átti að gæta barnanna á meðan Esther var í vinnunni. Vinkona hennar vann á næturnar en Esther á daginn. Hún gætti í staðinn barna vinkonu sinnar á næturnar. Sorgleg örlög Debru Larry var dæmdur til að greiða Esther meðlög með börnunum sem hann gerði aldrei. Börnin dagaði í raun uppi á barnaheimilinu því Esther hvarf og ekkert hefur spurst til hennar síðan. Esther var því alltaf skráð með forræð- ið og gaf aldrei sitt leyfi fyrir ættleið- ingu barnanna. Eins og áður hefur komið fram voru Robert og Debra ættleidd af fjöl- skyldu sem átti fyrir stúlku að nafni Patti sem einnig var ættleidd. Patti hefur nú stigið fram eftir fréttaum- fjöllun um málið í Bandaríkjunum og varpað frekara ljósi á örlög Debru en fram að því var talið að hún hefði lát- ist á sambýli. Raunin var sú að Debra var sett í vist á heimili fyrir þroskaskert börn og þaðan útskrifaðist hún um tvítugt og átti mjög erfitt uppdráttar eftir það. Hún giftist tvisvar og eign- aðist barn sem lést rétt eftir fæðingu. Á endanum varð hún heimilislaus og lifði á götunni. „EsthEr var yndislEg“ Hanna Ólafsdóttir blaðamaður skrifar hanna@dv.is n Minnist Rögnu Estherar sem yndislegri manneskju n 91 árs systir hefur aldrei gefist upp á leitinni n Dóttir Rögnu lést heimilislaus á götunni Leitar svara Dagný Karlsen er sjö árum eldri en Ragna Esther og voru þær systur afar samrýmdar. MynD SKjáSKot Af RUV Systkinin Robert og Debra, börn Rögnu Estherar, á heimili sínu eftir að þau voru ættleidd. Glæsileg Rögnu Esther er lýst sem glæsi- legri ungri konu sem var alltaf vel til fara.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.