Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2012, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2012, Page 15
Neytendur 15Miðvikudagur 4. janúar 2012 Blaðamaður DV og ljósmyndari héldu í Kringluna daginn sem útsölurnar byrjuðu þar. Óhætt er að segja að margt hafi verið um manninn og minnti stemningin á síðustu daga fyrir jól. Það var erfitt að finna bílastæði og lands- menn greinilega staðráðnir í að nýta sér tilboðin. Viðmælendur voru flestir ánægðir með það sem var í boði og nokkrir búnir að kaupa það sem þeir höfðu sóst eftir. Elsa Guðrún og Jón Kjartan ásamt Láru Kristínu og Karítas Elsa Guðrún sagði hún væri sérstaklega komin á útsölurnar til að finna á sig skó og útiföt á börnin. Hún hafi beðið með þessi kaup fram yfir áramót til að fá þau á betra verði. Henni líst vel á útsölurnar, það sé ágætis afsláttur og möguleiki að gera góð kaup. „Mér líst bara vel á það sem ég hef séð og ég var líka búin að kynna mér hvar mestu afslættirnir eru og byrja þar.“ Hildur Ósk og Ingibjörg „Mér líst bara ágætlega á þetta og er búin að finna ýmislegt,“ sagði Hildur Ósk. Hún bætti við að hún hafi komið til að skoða en maður endi alltaf á að kaupa meira en maður ætlar sér. Ingibjörg hafði ekki keypt neitt á útsölu en að hennar mati mætti afslátturinn vera meiri. „Mér finnst 40 prósent ekki mikill afsláttur. Svo þegar verðið lækkar enn meira þá eru bara minnstu stærðirnar eftir.“ Thelma Björk Magnúsdóttir og Helga Rún Ingvarsdóttir Thelma og Helga voru ánægðar og voru búnar að kaupa nokkra hluti. „Við biðum með kaupin fram yfir áramót. Við vorum helst að leita að gallabuxum og bolum og fengum það,“ sögðu þær. Sigríður og Kristín ásamt Marey, Gísla Marínó, Eyþóri Marel, Bríeti Guð- nýju og Sonju Björk „Okkur líst mjög vel á þetta og erum báðar búnar að eyða smá en gerðum góð kaup. Okkur finnst útsölurnar núna mjög svipaðar og í fyrra enda fer maður alltaf í sömu búðirnar. Það er að segja, barnabúðir,“ sögðu þær Sigríður og Kristín. Þær voru einnig sammála um að það skipti mikli máli að bíða með þessi kaup fram yfir áramót. „Maður verður alltaf jafn vonsvikinn þegar maður sér á útsölu það sem maður keypti á fullu verði fyrir jól,“ sagði Kristín. Viðbrögð viðskiptavina Gerðu góð kaup á útsölunum Útsala, útsala Verslunarfólk var í óða önn að setja upp auglýsingar. M y n d ir s ig tr y g g u r a r i Bílaverkstæði Varahlutaverslun Smurstöð Dekkjaverkstæði Bremsur, spindilkúlur, stýrisendar, o.fl., o.fl. Allar gerðir bætiefna fyrir vél, drif og gírkassa www.bilaattan.is Allt á einum stað

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.