Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2012, Síða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2012, Síða 23
Vona bara að Hildur sé sátt n Leikkonan Anna Gunndís lék Hildi Líf í skaupinu n Segir hálfvitaskap og aflitað hár hafa tryggt hlutverkið É g held að við séum ekkert líkar en ég var með aflitað hár og hef örugglega grætt á því. Og svo haga ég mér alltaf eins og hálfviti. Það hef- ur örugglega hjálpað mér að fá hlutverkið,“ segir Anna Gunndís Guðmundsdóttir leikkona sem túlkaði Hildi Líf Hreinsdóttur í áramótaskaupinu. Anna Gunndís horfði á við- tal fjölmiðlamannsins Nilla við Hildi Líf sem sýnt var í þættin- um Týndu kynslóðinni á Stöð 2. „Það var það eina sem ég hafði til að vinna upp úr. Ég reyndi að pikka upp smáatriðin, taktana og röddina og svo ýkti ég allt til helvítis,“ segir Anna Gunndís sem lék í fyrsta skiptið í skaup- inu. „Garún aðstoðarleikstjóri var að vinna með mér fyrir norðan og sagði mér að sparsla aðeins í andlitið á mér og senda myndir á Rögnu Fossberg. Svo var ég kölluð í prufur og fékk hlutverkið. Þetta var alveg frá- bært og alls ekki eitthvað sem ég átti von á að ég ætti eftir að gera.“ Anna Gunndís hélt þátttöku sinni í skaupinu leyndu fyrir vinum og ættingjum. „Ég sagði örfáum frá því en þeir þögðu því ég vildi koma fólkinu mínu á óvart. Mamma sat við hliðina á mér þegar skaupið byrjaði og þekkti mig ekki þegar ég birtist á skjánum. Það hlýtur að vera plús. Þetta var bara gaman,“ segir hún og bætir við að hún verði að horfa á áramótaskaup- ið aftur. „Mér fannst þetta mjög skemmtilegt skaup en þegar maður er með sína eigin frum- sýningu er maður eitthvað hálf „off“ svo ég þyrfti að sjá það aft- ur. En í heildina fannst mér það skemmtilegt.“ Hildur Líf skaust upp á stjörnuhimininn þegar hún og vinkonur hennar skipulögðu frægt VIP-partí og aftur þegar hún farðaði fórnarlamb hand- rukkara. Anna Gunndís segist ekki vita hvernig Hildi hafi litist á Skaupið en vonast til að hún hafi verið ánægð. „Ég veit að Anna Svava bað Tobbu Marinós afsökunar í sms-i en ég þekki Hildi ekki neitt. Ég vona bara að hún sé sátt,“ segir hún en bætir við að hún sjálf hafi verið afar sátt við gervið. „Þessi brjóst! Þau eru eitthvað sem mað- ur ætti kannski að vinna í enda var ég með sokka- buxur innan í brjósta- haldaranum. Ragna Foss- berg og Magga Einars eru náttúrulega snillingar í að búa til gott gervi. Ég fékk langflottasta búninginn og hefði helst viljað eiga kjól- inn.“ Fólk 23Miðvikudagur 4. janúar 2012 Hildur Líf Hildur Líf skaust fram á sjónarsviðið þegar hún hélt frægt VIP-partí. Þ að var flottur hópur- inn sem hittist á veit- ingahúsinu Pisa þann 1. janúar og fagnaði upphafi ársins 2012. Fjölmiðlakonan Tobba Mar- inós og Baggalúturinn og borgarfulltrúinn Karl Sigurðs- son skemmtu sér vel ásamt vinum á veitingastaðnum þar sem blaðamenn voru í mikl- um meirihluta. Auk Tobbu og Kalla mættu Lilja Katrín Gunnarsdóttir, ritstjóri Séð og heyrt, í nýársgleðina ásamt kærasta sínum, Hjalta Rúnari Sigurðssyni, Sigríður Elín Ás- mundsdóttir, ritstjóri Húss og híbýla, sem og ritstjóri Vikunnar, Elín Arnars. Sam- kvæmt heimildum DV var há- tíðleg stemningin þótt eflaust hafi einhverjir verið eftir sig eftir gleðskap gamlárskvölds. Að sjálfsögðu var árinu 2012 fagnað með flugeldasýningu og svo var gleðinni haldið áfram á Kex. Nýju ári fagnað á Pisa Ritstjóri Séð og heyrt Lilja Katrín, ritstjóri Séð og heyrt, mætti í nýársgleð- ina ásamt Hjalta Rúnari, kærasta sínum. Ást í loftinu Tobba og Kalli Baggalútur eru sætt par. Flottar Tobba Marinós ásamt Elínu Arnar, ritstjóra Vikunnar, mættu í nýársgleði á Pisa. Séð og heyrt-stúlkur Lilja Katrín, ritstjóri Séð og heyrt, Tobba Marinós, sem eitt sitt starfaði á Séð og heyrt, og Ragnheiður M. Kristjónsdóttir, sem starfaði um tíma sem ritstjóri tímaritsins. Sætar Elísabet, Anna María og Alfa skemmtu sér vel á Pisa. 2012 Flottur hópur fagnar nýja árinu. Óvænt hlutverk Anna Gunndís hélt þátttöku sinni í skaupinu leyndu fyrir vinum og ættingjum. Smáauglýsingar smaar@dv.is sími 512 7004 n Raflagnir n Tölvulagnir n Loftnetslagnir og uppsetningar n Gervihnatta- móttakarar n Ljósleiðaralagnir og tengingar n Raflagnateikningar n Lýsingarhönnun og ráðgjöf n Þjónustusamningar Pétur Halldórsson löggiltur rafverktaki petur@electropol.is, 8560090 Til sölu Honda CRV Árgerð 2007. Keyrður innan bæjar 55.000 km. Svartur, aðeins einn eigandi og mjög vel farinn. Ásett verð 3.900.000 kr eða besta tilboð. Hann er á nýlegum heilsársdekkjum. Abs bremsur,geisla- diskaspilari, leðurklædd sæti. Aldrif og enginn áhvílandi lán á bílnum. uppl. í síma 891-9139. Bílasala Funahöfða 1 110 Rvk Sími 580 8900 Óskum viðskiptavinum okkar og landsmönnum öllum gleðilegra jóla Bílasala Funahöfða 1 110 Rvk Sími 580 8900 Óskum viðskiptavinum okkar og landsmönnum öllum gleðilegra jóla Óskum landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Þ kk viðsk ptin á árinu! Stýrimann vantar Stýrimann vantar á 100 tonna neta- bát. Upplýsingar í síma 8528407.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.