Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.12.2011, Side 4

Víkurfréttir - 21.12.2011, Side 4
4 MIÐVIKUdagUrInn 21. dESEMbEr 2011 • VÍKURFRÉTTIR Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið gunnar@vf.is. Auglýs- ingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkurfrétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta. Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Grundarvegi 23, 260 Njarðvík, sími 421 0000 Páll Ketilsson, sími 421 0007, pket@vf.is Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is Gunnar Einarsson, sími 421 0001, gunnar@vf.is Víkurfréttir ehf. Þórgunnur Sigurjónsdóttir, sími 421 0011, thorgunnur@vf.is Þorsteinn Kristinsson, steini@vf.is, sími 421 0011 Rut Ragnarsdóttir, sími 421 0009, rut@vf.is og Aldís Jónsdóttir, sími 421 0010, aldis@vf.is Landsprent 9000 eintök. Íslandspóstur www.vf.is, m.vf.is og kylfingur.is Útgefandi: Afgreiðsla og ritstjórn: Ritstjóri og ábm.: Fréttastjóri: Blaðamaður: Auglýsingadeild: Umbrot og hönnun: Auglýsingagerð: Afgreiðsla: Prentvinnsla: Upplag: Dreifing: Dagleg stafræn útgáfa: Leiðari Víkurfrétta PÁLL KETILSSON, RITSTJÓRI Það er óhætt að segja að það hafi verið nokkuð stórar fréttir í upphafi vikunnar þegar greint var frá niðurstöðu gerðardóms í deilu Norðuráls og HS Orku og einnig með ákvörðun Landsbank- ans að fella niður lán sem tekin voru til stofnfjár- kaupa í Spkef. Þrátt fyrir gerðardóminn og ummæli forráðamanna Norðuráls þar sem þeir lýsa yfir miklum vilja til að hefja framkvæmdir segjast þeir þó ekki byrja fyrr en þeir eru öruggir með orku í tvo áfanga álvers í Helguvík. Eins og staðan er nú eru þeir komnir með orku í fyrsta áfanga en veruleg óvissa er með orku í annan áfangann, um 150 til 200 megavött. Hér þurfa aðrir aðilar en HS Orka að koma til sögunnar og miðað við viðbrögð Landsvirkjunar í vik- unni þá er það enn stórt spurningamerki hvernig þessu 300 milljarða verkefni reiðir af á næstunni. Við skulum vona það besta. Suðurnesin og þjóðin öll bíður. Heyrst hafa áhyggjuraddir í framhaldi úrskurðar gerð- ardóms hvort rekstur HS Orku muni ekki verða nógu arðbær og hvort það leiði til hækkunar t.d. á heitu vatni. Eftir aðskilnað Hitaveitu Suðurnesja í veitu og orkufyr- irtæki þá þarf ekki að hafa áhyggjur af slíku því fyrirvar- ar voru settir í samninga þegar Hitaveitunni var skipt upp. Vatnsverð má ekki hækka umfram verðlag þannig að þær áhyggjur eru óþarfar. Vert er að lýsa yfir ánægju með þá ákvörðun Landsbank- ans að fella niður nær öll lán til um 500 aðila sem tóku lán til kaupa á stofnfé í Sparisjóðnum í Keflavík árið 2007. Með þessu er endir bundinn á mikla óvissu í þessu stóra máli sem skiptir ekki aðeins Suðurnesjamenn miklu máli heldur fleiri bæjarfélög. Ekki er ólíklegt að pólitíkin hafi eitthvað komið þarna til hjálpar því ákvörðun bankans kom vissulega á óvart og hann ákvað að bíða ekki nið- urstöðu dómskerfis í málinu heldur ljúka því áður með góðri niðurstöðu fyrir hundruða heimila. Jólahátíð gengur í garð á næstu dögum. Starfsmenn Vík- urfrétta senda lesendum og Suðurnesjamönnum öllum bestu jólakveðjur með von um hagsæld á nýju ári. Stórfréttir á Suðurnesjum vf.is Ekki er vika án Víkurfrétta - sem koma næst út fimmtudaginn 29. desember. Bókið auglýsingar í síma 421 0001 eða gunnar@vf.is ������������������������� ������������������� �������������� ���������������� ����������������� ���������� Skólaslit haustannar og braut-skráning Fjölbrautaskóla Suðurnesja fór fram laugardag- inn 17. desember. Að þessu sinni útskrifuðust 63 nemendur; 50 stúdentar, 9 úr verknámi og fjórir meistarar. Karlar voru 27 og kon- ur 36. Alls komu 40 úr Reykja- nesbæ, 12 úr Grindavík, 3 komu úr Garði, tveir úr Vogum og einn úr Sandgerði. Auk þess komu þrír úr Reykjavík og einn úr Hafnar- firði og frá Ólafsvík. Dagskráin var með hefðbundnu sniði. Kristján Ásmundsson að- stoðarskólameistari afhenti próf- skírteini og flutti ávarp í forföllum Ólafs Jóns Arnbjörnssonar skóla- meistara og Elín Rut Ólafsdóttir áfangastjóri flutti yfirlit yfir störf annarinnar. Jenný Jónsdóttir ný- stúdent flutti ávarp fyrir hönd braut- skráðra og Haukur Viðar Ægisson kennari flutti útskriftarnemendum kveðjuræðu starfsfólks. Nem- endur Tónlistarskóla Reykjanes- bæjar fluttu tónlist en Hanna Birna Valdimarsdóttir nýstúdent lék á gítar og Elfa Ingvadóttir nýstúdent lék á gítar og söng en Gunnlaugur Sigurðsson stærðfræðikennari lék með henni á gítar. Við athöfnina voru veittar viður- kenningar fyrir góðan námsárang- ur. Karl Daníel Magnússon fékk viðurkenningu fyrir störf í þágu nemenda. Brynhildur Aradóttir, Veróníka Björk Gunnarsdóttir og Guðný Gunnarsdóttir fengu verð- laun fyrir fata- og textílhönnun, Ásta Björk Jónsdóttir fyrir árang- ur sinn í margmiðlun, Sara Björk Southon fyrir fyrir sálfræði og Bryndís Hallsdóttir fyrir árangur í bókfærslu. Andri Fannar Freysson, Elísa Sveinsdóttir og Óli Ragnar Alexandersson fengu viðurkenn- ingar fyrir árangur sinn í spænsku, Daníel Martyn Knipe fyrir ensku og Arna Guðmundsdóttir fyr- ir dönsku. Gréta Halldórsdóttir hlaut viðurkenningu fyrir góðan árangur í eðlisfræði og Jóna Hel- ena Bjarnadóttir fyrir árangur sinn í eðlis- og efnafræði. Jenný Jónsdóttir fékk viðurkenningu fyr- ir góðan árangur í félagsfræði og hún fékk einnig viðurkenningu í sálar- og uppeldisfræði. Jóel Rósin- krans Kristjánsson fékk gjafir frá Íslenska stærðfræðifélaginu og Verkfræðistofu Suðurnesja fyrir ár- angur sinn í stærðfræði. Jóel fékk gjöf frá Danska sendiráðinu fyrir árangur sinn í dönsku og hann fékk auk þess viðurkenningar frá skól- anum fyrir góðan árangur í hag- fræði, hagfræði og viðskiptafræði, bókfærslu, þýsku og stærðfræði. Jóel fékk að lokum 100.000 kr. styrk úr skólasjóði Fjölbrautaskóla Suðurnesja fyrir hæstu einkunn á stúdentsprófi. Ragnheiður Gunnarsdóttir afhenti við athöfnina styrki úr styrktarsjóði Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Sjóð- urinn var stofnaður af Kaupfélagi Suðurnesja og Gunnari Sveinssyni, fyrrverandi kaupfélagsstjóra og fyrsta formanni skólanefndar Fjöl- brautaskóla Suðurnesja. Tilgangur sjóðsins er að efla og auka veg skól- ans með því að styrkja nemend- ur skólans til náms, að styðja við starfsemi sem eflir og styrkir félags- þroska nemenda og að veita út- skriftarnemendum viðurkenningar fyrir frábæran árangur í námi og starfi. Að þessu sinni fengu Andrea Björt Ólafsdóttir, Elvar Ingi Ragn- arsson, Helena Sirrý Pétursdótt- ir og Sæmundur Már Sæmunds- son öll 20.000 kr. styrk fyrir góða frammistöðu í lífsleikni og ræðu- mennsku. Íslandsbanki veitti nemendum viðurkenningar f yr ir góðan námsárangur og afhenti Sighvatur Ingi Gunnarsson útibússtjóri þær fyrir hönd bankans. Jenný Jóns- dóttir fékk viðurkenningu fyrir árangur í samfélagsgreinum og Jóel Rósinkrans Kristjánsson fyrir tungumál og einnig fyrir hæstu einkunn á stúdentsprófi. Að lokum sleit Kristján Ásmunds- son aðstoðarskólameistari haust- önn 2011. 63 útskrifaðir frá FS

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.