Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.12.2011, Blaðsíða 20

Víkurfréttir - 21.12.2011, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUdagUrInn 21. dESEMbEr 2011 • VÍKURFRÉTTIR Eftirfarandi verkefni hljóta styrk að þessu sinni. MYR design Fyrirtækið framleiðir eigin vörulínu í fatn- aði og fylgihlutum. Verkefnið lýtur að því að styrkja markaðssetningu fyrirtækisins í Austurríki þar sem framleiðslan hefur nú þegar fengið góðar viðtökur, enda hóf MYR design starfsemi sína þar þegar hönnuður- inn og eigandinn bjó þar um tíma. Verk- efnið hlýtur styrk að fjárhæð 500 þúsund. Framleiðsla á Omega-3 fitusýrum á Reykjanesi Verkefnið snýr að þróun og síðar uppsetn- ingu á framleiðslueiningu á Reykjanesi í samstarfi við erlenda samstarfsaðila Ma- torku. Markaður fyrir Omega-3 fitusýrur er gríðarlega stór og fer vaxandi. Reykjanesið er ákjósanlegt fyrir framleiðslu af þessum toga þar sem hér er næg orka. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 500 þúsund. Keflavík Music Festival Hugmyndin með verkefninu er að setja á laggirnar tónlistarhátíð á Ásbrú. Hátíðin verður markaðssett erlendis jafnt og á Ís- landi. Styrkurinn er veittur til áframhald- andi undirbúnings og þróunar á klasasam- starfi og viðskiptahugmyndinni. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 500 þúsund. Endurnýting fisksalts í hálkuvarnarsalt Verkefnið lýtur að rannsóknum og til- raunum á að hreinsa og endurnýta fisksalt með það að markmiði að nýta það sem hálkuvarnarsalt. Með því er hægt að lækka kostnað sveitarfélaga sem hlýst af inn- fluttu salti til hálkuvarna og spara með verkefninu dýrmætan gjaldeyri. Verkefnið lýtur styrk að fjárhæð kr. 800 þúsund. Reykjanes Culture & Design Tours Verkefnið lýtur að því að bjóða erlend- um ferðamönnum upp á menningar- og hönnunartengdar verslunarferðir fyrir einstaklinga og hópa og kynna fyrir þeim íslenska menningu, hönnun, hand- verk og listir. Þróað verður verkefnið Reykjanes Design and Cultural Tours og áhersla lögð á að ná til „Stop-over“ ferða- manna, eða þeirra sem dvelja á landinu einn sólarhring eða skemur. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 800 þúsund. Aircraft Asset Management Verkefnið lýtur að sérhæfingu á heildar- lausn í eigna- og verðmætastýringu fyrir flugvélaeigendur með flugvélar sem lokið hafa líftíma sínum. Áæt- anir gera ráð fyrir að unnt sé að endur- nýta 85-95% af hverri flugvél. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 1 milljón. Hagræn förgun á sorpbrennsluösku Verkefninu er ætlað að skoða og greina nýja valkosti við förgunarlausnir óbrennanlegra afurða sorpbrennslustöðvar. Verkefnið fékk styrk úr Vaxtarsamningi á sl. ári og er hér um framhald að ræða. Með þessu verkefni hefur náðst að auka þekkingargrunn og kortleggja eiginleika öskuefna að verulegu marki auk þess að þróa hugmyndir að tæknilausnum. Í þessum hluta verkefn- isins er ætlunin að útfæra tæknilausnir og prófa þær við raunsannar aðstæður. Verk- efnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 1 milljón. Research on a variety of seaweed species and their extracts obtained from Suðurnes, for use in certified organic health and skin care pro- ducts Verkefnið lýtur að nýtingu og vinnslu á lífrænt vottuðum þörungum til notk- unar í heilsu- og húsvörum. Verkefnið mun efla þróun og nýsköpun úr stórþör- ungum og leggja grunn að aukinni nýt- ingu stórþörunga á Reykjanesi. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 1 milljón. Sjóstangaveiði á Suðurnesjum Verkefni þetta lýtur að vetrarferðamennsku. Í byrjun er ætlunin að gera út einn bát á Suðurnesjum, frá Sandgerði, Grindavík eða Reykjanesbæ eftir því hvaða höfn hentar best hverju sinni. Varan mun til að byrja með byggja á sjóstangaveiði, veitingasölu, vinnslu á afla og pökkun auk annarrar þjónustu við viðskiptavinina. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 1 milljón. Umsókn um styrk til uppbyggingar á Auðlindagarði sem vinnur úr af- urðum sem tengjast jarðvarma Verkefnið lýtur að styrkumsókn til sjöundu rammaáætlunar Evrópusambands- ins. Þar verður sótt um styrk til þess að koma á fót skilgreindum Auðlindagarði, sem yrði öndvegissetur í fjölnýtingu af- urða úr jarðvarma. Ef af styrkveiting- unni verður frá Evrópusambandinu er hér um að ræða fjármuni sem myndu gera fjölmörgum fyrirtækjum og stofn- unum kleift að þróa nýjar vörur, þjónustu og markaði með tilheyrandi atvinnu- og verðmætasköpun á Suðurnesjum. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 1,5 milljón. Hagræn nýting fiskislógs á Suðurnesjum Víða er förgun á fiskslógi orðið umhverf- islegt vandamál, fyrirtæki standa frammi fyrir umtalsverðum flutnings- og förgunar- kostnaði. Því er þörf á hentugri lausn á nýt- ingu slógs til mjöls og lýsisgerðar. Verkefnið lýtur að rannsóknum, greiningu og frum- hönnun á slógnýtingarverksmiðju. Verk- efnið hlýtur styrk að fjárhæð 2 milljónir. Kynningarátak á vörum í Whole Foods Market Verkefnið lýtur að markaðsátaki í Banda- ríkjunum þar sem fyrirtækið Hafnot ehf hefur komið vörum sínum Söl og Hrossaþara í verslanir Whole Foods Market verslunarkeðjunnar í Bandaríkj- unum. Varan er nú í samkeppni við vöru frá Asíu sem er talsvert ódýrari en gæði íslensku vörunnar þykja mun betri. Verk- efnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 2 milljónir. Flugvirkjabúðir Verkefnið lýtur að því að byggja upp alþjóðlegt nám í flugvirkjun við flug- akademíu Keilis. Verkefnið hefur verið styrkt af Vaxtarsamningi og er hér sótt um öðru sinni til áframhaldandi þróunar starfseminnar og markaðsvinnu, með það að markmiði að hefja nám í flugvirkj- un hjá Keili um mitt ár 2012. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 2 milljónir. Flugvélamálun Verkefnið lýtur að málun flugvéla stórra sem smárra. Sambærileg þjónusta er ekki til staðar á Íslandi og hafa því íslensk flug- félög sótt þjónustuna til annarra landa. Við- skiptahugmyndin er sú að sækja á erlendan markað ásamt því að skapa möguleika fyrir íslensk flugfélög að fá þjónustuna hér á landi og spara með því tíma og gjaldeyri. Verk- efnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 2 milljónir. Grjótkrabbi – rannsóknir og vinnsla á Suðurnesjum Verkefnið gengur út á veiðar, vinnslu og markaðssetningu á grjótkrabba sem er ný tegund hér við land en er þekkt nytjategund við NA strönd Ameríku. Um framhalds- umsókn er að ræða. Ætlunin er að halda áfram rannsóknum á krabbanum, auk vöruþróunar og markaðssetningar. Verkefn- ið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 2,5 milljónir. Eldfjallagarður á Reykjanesi Verkefnið lýtur að því að koma jarðminj- um á framfæri, vernda þær og stuðla að sjálfbærri efnahagslegri þróun með því meðal annars að þróa jarðferða- mennsku og eldjallagarð. Verkefnið byggir á einstakri jaðfræði í landi Grindavík- ur og á Reykjanesinu. Verkefnið hlýt- ur styrk að fjárhæð kr. 3 milljónir. 16 verkefni fengu styrki fyrir 22 millj. kr. frá Atvinnuþróunarráði Eins og kunnugt er gerðu Iðnaðarráðuneytið og At-vinnuþróunarráð sveitarfélaga á Suðurnesjum með sér Vaxtarsamning með það að markmiði að efla sam- keppnishæfni atvinnulífsins og nýsköpun á Suðurnesjum. Byggt er á hugmyndafræði klasa enda er eitt af mark- miðum vaxtarsamninga um land allt að stofna til og efla klasasamstarf til uppbyggingar atvinnulífs og nýsköp- unar. Í fyrstu úthlutun fyrir tæpu ári síðan voru 15 verk- efni styrkt og öll byggðu þau verkefni á klasasamstarfi. Verkefnin voru af margvíslegum toga, rannsóknarverk- efni, ferðaþjónustuverkefni, verkefni tengd flugstarfsemi og sjávarútvegi svo eitthvað sé nefnt. All flest hafa verkefnin lokið eða eru um það bil að ljúka þeim verkþáttum sem samningur var gerður um í kjölfar úthlutunar. Í nokkrum þessara verkefna hefur þróunin orðið sú að fyrirtækjum hefur fjölgað sem vilja vera þátttakendur í klasa viðkomandi verkefnis, þannig virkar klasinn best, fleiri fyrirtæki eru virkir þátttakendur, stuðningur við verkefnið verður öflugra og verkefni þróast af festu og öryggi. Fyrirtækin í klasanum geta átt í harðri samkeppni sín á milli en koma hver með sína þekkingu að þróun einstakra verkefna sem klasinn ákveður að vinna sameiginlega að. Í annað sinn var auglýst eftir styrkhæfum verkefnum í október sl. 40 umsóknir bárust og í liðinni viku var tilkynnt um 16 verkefni sem hljóta stuðning Vaxtarsamnings. Sótt var um verkefnastyrki að fjárhæð kr. 127.856.- milljónir króna. Áætlað heildarverðmæti verkefnanna að mati þátt- takenda sjálfra eru 318.886 millj. kr. Eins og áður er sótt til fjölbreyttra verkefna.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.