Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.12.2011, Blaðsíða 39

Víkurfréttir - 21.12.2011, Blaðsíða 39
39VÍKURFRÉTTIR • MIÐVIKUdagUrInn 21. dESEMbEr 2011 Ég verð að viðurkenna eitt sem ég ætti að skammast mín fyrir sem Keflvíkingur. Ég er ekkert ofsalega duglegur að mæta á körfuboltaleiki. Það er að sjálfsögðu lélegt að vera stuðnings- maður eins besta liðs landsins nánast frá því að ég fæddist og hafa þá í bakgarðinum en mæta samt aldrei á leiki. Eins og ég var duglegur að safna körfuboltamyndum þegar ég var yngri og að spila hann í frímínútum. Ég kenni því um að þegar ég flutti til Svíþjóðar í nokkur ár missti ég algjörlega tengslin við körfuboltann. Það eru um 10 ár síðan og körfuboltinn þar á þeim tíma fékk álíka mikla umfjöllun í fjölmiðlum eins og íshokkí hér á landi. Ég fylgist samt ágætlega með úr fjarska og sé flesta leik- ina beint á textavarpinu til dæmis. Les svo oft umfjallanir í blöðum og á netinu. Svo spjallar maður við hina og þessa sérfræðinga þannig að ég veit svona í grófum dráttum hvað er að gerast. Ég sá það meðal annars einhvers staðar að stór- skyttan sjálf og félagi minn hann Maggi Gunnars var í banni einhverja leiki fyrir eitthvað sem hann sagði. Ég veit svo sem ekkert hvað það var sem hann sagði og ætla ekki að fara að dæma um það hvort bannið eigi rétt á sér eða ekki. Mér var samt sagt frá því að nú væru dómarar farnir að taka hart á alls kyns látbragði og svekkelsi með dóma þótt svo að því sé ekki endilega beint að dómaranum sjálfum. Menn eigi bara að brosa í gegnum tárin sama á hverju gangi. Það er ekki langt síðan að ég talaði um að íþróttir væru vett- vangur tilfinninga og að það væri eitt af því sem gerði þær jafn skemmtilegar og þær eru. Þess vegna finnst mér þetta hljóma svolítið öfugsnúið að menn megi ekki tjá sig ef þeir eru svekktir og óánægðir. Dómarar eiga alla mína virðingu fyrir að hafa orku í að standa í því sem þeir gera en ef leikmenn fá ekki að sýna tilfinningar þá verður leikurinn leiðinlegri. Ef þetta er hins vegar það sem koma skal þá er ég með nokkrar uppástungur um það hvernig er hægt að bæta leikinn enn frekar. Það má ekki fagna þegar skoruð er karfa, fagnaðarlætin eru bara til þess gerð að nudda salti í sár andstæðinganna sem líður nógu illa fyrir að hafa látið skora hjá sér. Þá má alls ekki skora flautukörfu þar sem að við það brjótast nánast út ósjálfráð fagnaðarlæti. Þá mætti alls ekki troða nema til að skora sjálfskörfu því að troðsla hefur yfirleitt svipuð áhrif og flautukarfa. Svo þegar þú ert búinn að troða boltanum í þína eigin körfu má þjálfarinn svo alls ekki skamma þig því að öll- um líður illa yfir að vera skammaðir. Annars sagði ég það hér í upphafi að ég fylgist ekki nógu vel með körfunni þannig að hvað veit ég. Ætla þess vegna að snúa mér að því að skrifa jólakort sem að ég á að vera löngu búinn með. Gleðileg jól! útspark Ómar JÓhannsson ÉG oG KörfuboLti Ómar Jóhannsson, markvörður og starfsmaður í Fríhöfninni sparkar pennanum fram á ritvöllinn. SENDUM SUÐURNESJAMÖNNUM BESTU ÓSKIR UM GLEÐILEG JÓL OG FARSÆLD Á NÝJU ÁRI STARFSFÓLK BLÁA LÓNSINS HF. „1989 – UPPHAFIÐ AÐ STÓRVELDINU“Mynd um fyrsta Íslandsmeistaratitil Keflavíkur karla í körfubolta. Heimildarmynd eftir: Garðar Örn Arnarson Kræsingar & kostakjör… …um jólin Heimildarmynd eftir Garðar Örn Arnarson útgáfudagur er föstudagurinn16.desember. Þessi frábæri dvd diskur verður eingöngu til sölu í nettó reykjanesbæ. ÚtGefAndi Sverrir Þór Sverrisson hef-ur boðað til fyrstu æfinga sinna sem landsliðsþjálfari A- landsliðs kvenna. Æfingarnar hefjast milli jóla og nýárs og eru upphafið að undirbúningi fyrir Norðurlandamót kvenna sem fram fer í Noregi í lok maí. Sverrir valdi 6 leikmenn frá liðunum í Reykjanesbæ í hópinn að þessu sinni en þær eru: Birna Valgarðsdóttir, Pálína Gunnlaugsdóttir, Helga Hallgrímsdóttir og Sara Rún Hinriks- dóttir frá Keflavík. Petrúnella Skúladóttir og Salbjörg Sævarsdóttir eru svo fulltrúar Njarðvíkinga. Annars er það að frétta úr Iceland Express-deild kvenna að Keflavík og Njarðvík tróna á toppi deildarinnar þegar haldið er í jólafrí. Keflvíkingar eru efstir með 22 stig og Njarðvíkingar eru skammt undan með 20 stig. Keflvíkingar sigruðu KR-inga með 55 stigum gegn 54 í síðustu umferð og Njarðvíkingar unnu spennandi leik gegn Valsmönnum 85-83 að Hlíð- arenda. Hjá körlunum eru Grindvíkingar efstir liða en þeir hafa 16 stig eftir að þeir sigruðu Snæfell í tvíframlengdum leik. Keflvíkingar eru í þriðja sæti með 12 stig eftir tap gegn Stjörnunni í síðustu umferð. Njarðvíkingar máttu einnig sætta sig við tap, og það á heimavelli gegn Fjölnismönnum í æsispennandi leik. Njarðvíkingar eru með 8 stig í 8. sæti deildarinnar þar fyrir ofan eru 4 lið með 10 stig. Suðurnesja- liðin inn í nýja árið á toppnum

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.