Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.12.2011, Blaðsíða 34

Víkurfréttir - 21.12.2011, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUdagUrInn 21. dESEMbEr 2011 • VÍKURFRÉTTIR Fyrstu jólaminningarnar? Fyrsta jólaminningin mín er heima hjá Helgu ömmu og afa Boga. Eftir að hafa opnað pakkana fóru allir ættingjarnir í heimsókn til þeirra. Við fengum okkur heitt súkkulaði og pönnukökur og höfðum það notalegt saman. Jólahefðir hjá þér? Á aðfangadag er alltaf möndlu- grautur í hádeginu. Eftir hann þá keyrum við jólakortin sem við sendum út í húsin í Grindavík. Einnig fer fjölskyld- an í kaffi til allra ættingjanna sem eiga heima í Grindavík og færir þeim jólapakkana sína. Ertu dugleg í eldhús- inu yfir hátíðirnar? Ég get ekki sagt að ég sé dugleg að elda yfir hátíðirnar en ég er ansi dugleg í uppvaskinu og að ganga frá eftir matinn. Þegar ég var yngri var ég alltaf svo spennt að opna pakkana að ég byrjaði að vaska upp eftir alla svo biðin yrði ekki eins löng. Nú mörgum árum seinna er ég enn föst í uppvask- arahlutverkinu þó spenningurinn fyrir pökkunum sé nánast horfinn. Jólamyndin? Christmas Vacation. Jólatónlistin? Uppáhaldið er Ef ég nenni með Helga Björns. Hvar verslarðu jólagjafirnar? Í ár voru þær flestar versl- aðar í Boston. Gefurðu mikið af jólagjöfum? Nei alls ekki, þær eru ekki nema um 8. Ertu vanaföst um jólin, eitt- hvað sem þú gerir alltaf? Nei, nei, nema jólahefð- irnar eru alltaf eins. Besta jólagjöf sem þú hefur fengið? Veit það ekki alveg en bækurn- ar sem ég fæ ár hvert eru með þeim bestu, alla vega hlakka ég alltaf mest til að fá þær. Hvað er í matinn á aðfangadag? Londonlamb og hamborg- arhryggur. Það verður alltaf að vera bæði því foreldrar mínir eru ekki sammála um hvort sé betra. Hvað langar þig í jólagjöf? Þetta árið veit ég í raun ekki hvað mig langar í enda vantar mig ekk- ert. Langar þó alltaf í nýja bók og því er það efst á óskalistanum. JÓLA HVAÐ? Helga Rut Hallgrímsdóttir Ný bók efst á óska- listanum Kristín María Birgisdóttir bæjarfulltrúi og kennari í Grindavík man vel eftir jól- unum árið 1990 þegar hún fékk Nintendo tölvu. Í pakkanum í ár vill hún helst sjá bækur, hlýja sokka og ilmandi kerti. Fyrstu jólaminningarnar? Líklega þegar jólasveinar komu með gjöf heim á aðfangadag, ég var um 4-5 ára og hljóp dauð- hrædd og faldi mig. Mamma náði mér loks með herkjum fram í gang þar sem okkur bróður mínum var stillt upp í myndatöku með þeim. Skelfingarsvipurinn sást greinilega. Jólahefðir hjá þér? Þær eru þessar klassísku; skötu- veisla hjá mömmu og pabba á Þorláksmessu fyrir stórfjöl- skylduna, jólakortaútburður á aðfangadag, jólabrunch sama dag, miðnæturmessa, jólaboð, mandarínuát og almenn slök- un. Jú og jólaball 30. des! Ertu dugleg í eldhús- inu yfir hátíðirnar? Ég er dugleg að hjálpa til hjá for- eldrum mínum. Ég bý ein þannig að yfirleitt býð ég mér í mat annars staðar yfir jól og aðrar hátíðir. Jólamyndin? Ég er engin undantekning í Christ- mas Vacation æðinu. Griswold- fjölskyldan er ómissandi hver jól. Mynd sem endist gríðarlega vel. Svo finnst mér Christmas Carol eftir Charles Dickens virkilega góð. Mynd með boð- skap sem nauðsynlegt er að eiga. Jólatónlistin? Mitt uppáhald er Do they know it´s christmas? með Band Aid. Hvar verslarðu jólagjafirnar? Ég keypti allar jólagjafir í Glasgow í október. Fyrsta skipti sem ég er svo tímanlega. Ann- ars hef ég reynt að versla þær í heimabyggð.....oftast eru síðustu að detta í hús á Þorláksmessu. Gefurðu mikið af jólagjöfum? Nei, nei, nánasta fjölskylda, þetta eru um átta gjafir. Ertu vanaföst um jólin, eitt- hvað sem þú gerir alltaf? Við fjölskyldan reynum yfirleitt að eiga gæðastund saman, þá er spilað og spjallað. Jólaboð er líka á hverju ári. Síðan nýt ég þess að hanga á náttfötunum eins lengi og mögulegt er, narta í konfekt og kaldan hamborgarhrygg. Besta jólagjöf sem þú hefur fengið? Þegar ég fékk farmiða heim yfir hátíðirnar eftir að hafa verið sjálfboðaliði á Ítalíu árið 2002. Virkilega gaman að koma heim og hitta fjölskyldu og vini eftir langa fjarveru. Hvað er í matinn á aðfangadag? Það er mjög basic. Reyktur ham- borgarhryggur í foreldrahúsum. Eftirminnilegustu jólin? Jólin 1990 voru mjög eft- irminnileg þegar við eldri bróðir minn fengum saman Nintendo tölvu. Sá fögnuður er til á upp- töku – því miður. Super Mar- io Bros einkenndi þau jól. Hvað langar þig í jólagjöf? Úff....ég á aldrei nóg af góð- um ilmandi kertum, hlýjum sokkum og góðum bókum! JÓLA HVAÐ? Kristín María Birgisdóttir Mandarínuát og slökun Blái herinn sendir öllum Suðurnesjamönnum einlægar hátíðarkveðjur með þökk fyrir það liðna. Tómas J. Knútsson Jólakveðja, Svala, Anna Steinunn og Harpa Sif ÞÖKKUM VIÐSKIPTIN Á LIÐNUM ÁRUM Gleðileg jól Óskum velunnurum og öðrum Suðurnesjamönnum gleðilegrar hátíðar og farsældar á nýju ári. Afhenti Velferðar- sjóði peningagjöf Velferðarsjóði Suðurnesja hefur borist margar góðar gjafir að undanförnu og ein þeirra var afhent formlega í messu í Kefla- víkurkirkju sl. sunnudag. Það gerði Erna Agnarsdóttir sem færði Velferðarsjóði rúmar 100 þús. krónur en rúmlega helmingur upp- hæðarinnar safnaðist á basar sem hún stóð fyrir með öðrum nýlega en hinn helminginn lagði Félag eldri borgara á Suðurnesjum til. Við þetta tækfæri minntist Erna margra ungmenna sem létust í Reykjanesbæ á aldamótaárinu 2000 en eitt þeirra var Örlygur Sturlu- son, barnabarn hennar en Erna og Örlygur Þorvaldsson, maður henn- ar, færðu Velferðarsjóðnum 500 þús. kr. í fyrra þegar tíu ár voru liðin frá andláti Örlygs barnabarns þeirra.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.