Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.12.2011, Side 36

Víkurfréttir - 21.12.2011, Side 36
36 MIÐVIKUdagUrInn 21. dESEMbEr 2011 • VÍKURFRÉTTIR Fyrstu jólaminningarnar? Fyrstu jólaminningarnar koma frá Lágmóa 1 þar sem amma og afi áttu heima í denn, þar sem stór- fjölskyldan hittist og skemmtu sér saman. Hátt í 200+ pakkar undir trénu sem varla sást í pakkaflóðinu. Jólahefðir hjá þér? Maður tekur alltaf röltið niður Hafnargötu á Þorlák, kíkir í graf- inn lax hjá tengdó í hádeginu á aðfangadag. Tek hinn árlega jólarúnt um bæinn að skoða jólahús bæjarins. Annars bara að slaka á og njóta jólanna. Ertu duglegur í eld- húsinu yfir hátíðirnar? Maður er enn í þeim lúxus að flakka um í mat á jólunum, en reyni að vera duglegur að smakka sósuna áður en hún er lögð á borðið. Jólamyndin? Christmas Vacation er ómissandi á hverju ári ásamt Home Alone 1-2 Jólatónlistin? Bara þessi sígildu íslensku jólalög sem allir kunna. Hvar verslarðu jólagjafirnar? Konan tæklaði þetta bara á netinu og sendi mig til Bost- on að ná í allar gjafirnar. Gefurðu mikið af jólagjöfum? Maður er svo ríkur að eiga stóra fjölskyldu þannig að pakkarnir eru ansi margir. Ertu vanafastur um jólin, eitt- hvað sem þú gerir alltaf? Maður tekur bílinn í jólaþvott, reynir að njóta tímans með fjölskyldu og vinum. Besta jólagjöf sem þú hefur fengið? Situr í mér þegar ég fékk pla- ystation 1 tölvuna á seinustu öld, með þeim fyrstu á Íslandi sem fengu þessa tölvu þar sem pabbi átti Tölvuvæðingu (takk pabbi). Hvað er í matinn á aðfangadag? Engin jól án hamborgar- hryggs að hætti mömmu. Eftirminnilegust jólin? Mörg jól eftirminnileg en þegar börn eru komin í spilið verður þetta enn skemmtilegra. Hvað langar þig í jólagjöf? Hvað langar mig ekki í. JÓLA HVAÐ? Agnar Mar Gunnarsson Engin jól án hamborgar- hryggs að hætti mömmu Arne segir leiklistarnámið hafa verið það besta sem gat komið fyrir hann. Við útskrift hópsins vorið 2010 fékk Arne verðlaun fyrir bestu myndina þar sem hann skrifaði handritið, lék öll fjögur hlutverkin og sá um framleiðslu myndarinnar. „Myndin hefur eitt- hvað verið sýnd í Bíó Paradís en ég er alltaf á leiðinni að gera eitthvað við þessa mynd. Mig langar að láta texta hana og senda hana út. Ég er mjög stoltur af þessu lokaverk- efni mínu.“ Stuttmyndin heitir Drottning og þar sést nokkuð sem hefur sjaldan sést í íslenskri kvikmyndagerð að sögn Arne. „Hreyfing myndavélarinnar lætur áhorfandann halda að þeir fjórir karakterar sem ég leik séu í sama rýminu á sama tíma. Römmunum er blandað saman og tvisvar sinn- um í myndinni eru allir karakter- arnir saman í mynd, sem sagt ég í mismunandi hlutverkum.“ Hægt er að horfa á myndina á þessari slóð: http://vimeo.com/13670429 Eftir útskrift úr Kvikmyndaskóla Íslands lá leiðin til Parísar þar sem Arne dvaldi í eitt ár og stundaði framhaldsnám við International School of Performing Arts of Jacques Lecoq. Stofnandi skólans er brautryðjandi að sérstakri leik- listaraðferð þar sem öll notkun á texta er bönnuð og nemendur verða að tjá sig með líkamanum. Að sögn Arne hefur það gagnast honum mjög vel í vinnu fyrir framan myndavélar og síðastliðið sumar kenndi Arne leiklist í kring- um þessa aðferð. Parísardvölin var skemmtileg og námið lærdóms- ríkt en jafnframt fékk Arne ágæta reynslu af því að lifa sem „fátækur listamaður“. „Maður tók hungr- aða listamanninn alla leið, pasta og hrísgrjón í hverja máltíð síð- ustu tvær vikur mánaðarins, ég bjó í 9 fm herbergi og þriðjungur íbúðarinnar var undir súð með engum hita og kakkalökkum. Um veturinn var maður sofandi í ullarpeysu vegna kulda. Maður er því ekkert að væla yfir ástandinu núna, maður tók það út þarna úti.“ Tónlistaráhuginn sem Arne hafði alltaf haft komst upp á næsta plan þegar hann fluttist út til Parísar. Gítarinn var tekinn með og þar fór hann að semja og spila lög. „Ég hafði aldrei lært á gítar en hafði eitthvað glamrað hérna heima sjálfur, kunni samt í rauninni ekki neitt. Ég hafði haft gaman af að spila og syngja en hélt alltaf að ég gæti það ekki. Í kvikmynda- skólanum fór ég að læra söng hjá Heru Björk og þá náði hún að sannfæra mig um að ég væri bara skítsæmilegur söngvari.“ Eftir það fór Arne að semja sína eigin tónlist og læra betur á gítarinn. Hann hefur gefið út fjögurra laga plötu sem þó var meira í gríni en alvöru að sögn Arne en eitt lagið á disknum fékk spilun hjá Rás 2. Einnig hefur Arne spilað á Aftan Festival og tekið þátt í söngsýningum í skólanum. Verkefnin láta ekki á sér standa en með og utan skóla hefur Arne tekið þátt í um 30 verkefnum, leikið í stuttmyndinni Áttu vatn? sem komst m.a. á alþjóðlegu kvik- myndahátíðina í Cannes, leikið í auglýsingum og dundað sér við leikritaskrif. „Maður gerir í raun- inni eins og maður getur til þess að lifa af í þessum heimi. Það er gott að hafa eitthvað uppi í erm- inni eins og handrit að leikriti en svo er líka fínt að geta leikið í auglýsingum hér og þar til þess að borga reikningana,“ segir þessi metnaðarfulli leikari og söngvari. Arne Kristinn Arneson er þrítugur leikari, útskrifaður frá Kvikmyndaskóla Íslands sem fiktar við lagasmíði og gítarspil í frítíma sínum en hann er uppalinn í Keflavík. Arne fluttist nýverið til London þar sem hann hyggst reyna fyrir sér í leiklistinni en aðspurður segist hann alltaf hafa haft áhuga á leiklist en ekki gert mikið í því fyrr en fyrir þremur árum síðan. „Sumarið 2008 var ég að vinna með leikara sem hvatti mig til að sækja um í kvikmyndaskólanum þar sem þar væri boðið upp á framúrstefnulegt nám, ekki þetta klassíska. Ég fór í prufur, komst í gegn og er algjörlega búinn að kaffæra mig í þessu.“ Leiklistin hafði blundað í Arne síðan hann var barn en hann átti erfitt með að taka skrefið. „Í kringum mig var alltaf þessi pressa að fara í lögfræði eða viðskiptafræði þannig að ég varð svolítið að brjótast út úr því. Ég viðurkenndi loks fyrir sjálfum mér eftir að hafa lokið einkaþjálfaranámi og prófað sálfræðinám við HÍ að listgreinar væru meira fyrir mig.“ Listnám í stað lögfræði ›› Arne Kristinn Arneson er þrítugur leikari frá Keflavík:

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.