Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.12.2011, Blaðsíða 21

Víkurfréttir - 21.12.2011, Blaðsíða 21
21VÍKURFRÉTTIR • MIÐVIKUdagUrInn 21. dESEMbEr 2011 Hafnargötu 23 - Reykjanesbæ plús Sendum viðskiptavinum okkar og Suðurnesjamönnum öllum bestu óskir um gleðilega jólahátíð og farsæld á komandi ári! Þökkum ykkur viðskiptin á árinu sem er að líða! i i i j ll i l il j l í l i i! i i i i lí ! Elegans Bílahótel ORGINAL Hársnyrtistofan VATNSNESTORGI Andri Berg Ágústsson Í hvaða skóla og bekk ertu? 9. bekk og er í Myllubakkaskóla. Hvaða áhugamál áttu þér? Útivist, veiði og að æfa. Er að prófa körfuboltann aftur og síðan spila ég á gítar. Hvað finnst þér skemmti- legast við jólin? Opna pakka, góður matur og eiga góða stund með fjölskyldunni og snjórinn. Fyrstu jólaminningarnar? Það var þeg- ar ég fékk fyrsta sjónvarpið mitt. Jólahefðir hjá þér? Hamborg- arhryggur, besta máltíðin. Ertu duglegur í eldhúsinu yfir há- tíðirnar? Já allt í lagi bara. Jólabíómyndin? The Grinch. Jólatónlistin? Last Christmas. Gefurðu mikið af jólagjöfum? Já það geri ég. Ertu vanafastur um jólin, eitthvað sem þú gerir alltaf? Já fer alltaf í kirkjugarða bæði hjá ömmu og afa og frænda. Besta jólagjöf sem þú hefur feng- ið? Playstaion 3 í fyrra. Hvað er í matinn á aðfanga- dag? Hamborgarhryggur. Eftirminnilegasta gjöfin? Playstaion 3. Hvað langar þig í jólagjöf? Útivist- ardót, Cintamani jakka og buxur. Einar Ari Árnason Í hvaða skóla og bekk ertu? Ég er í 10. bekk og er í Holtaskóla. Hvaða áhugamál áttu þér? Hef mikinn áhuga á bílum. Ertu að æfa eitthvað? Eitt- hvað lítið í handboltanum. Hvað finnst þér skemmtilegast við jólin ? Jólamaturinn, pakkarn- ir, snjórinn og klárlega jólafríið. Fyrstu jólaminningarnar? Ég man eftir því þegar ég var yngri og fékk alveg svakalega flottan jólasveinabúning og ákvað að verða einn jólasveinn, ég klæddi mig í búninginn setti á mig skeggið, setti svo nokkur epli í poka, fór svo niður í bæ og gaf öllum epli. Jólahefðir hjá þér ? Bara það venjulega, borða jólamatinn, opna pakkana og ís í eftirrétt. Ertu duglegur í eldhúsinu yfir hátíðirnar? Nei, ég og eldhúsið erum ekki miklir vinir. Jólabíómyndin? Klárlega Christmas Vacation. Jólatónlistin? Jólasyn- ir með Landi og sonum. Gefurðu mikið af jólagjöfum? Mamma og pabbi sjá um það. Ertu vanafastur um jólin, eitthvað sem þú gerir alltaf? Ég reyni að baka smákökur en það endar aldrei vel. Besta jólagjöf sem þú hefur fengið? Fæ alltaf góðar gjafir en besta gjöfin sem ég hef fengið er Playstation 3. Hvað er í matinn á aðfangadag? Auðvitað er það hamborgarhryggur Eftirminnilegasta gjöfin? Þegar ég fékk róbot, fannst það alveg ómótstæðileg gjöf. Hvað langar þig í jólagjöf? Utanlandsferð. Aníta Sif Baxter Í hvaða skóla og bekk ertu? Akurskóla, 10. bekk. Hvaða áhugamál áttu þér og ertu að æfa eitthvað? Áhugamálin eru dans og fimleikar en er bara að æfa fimleikana núna. Hvað finnst þér skemmtilegast við jól- in? Snjórinn, vera með fjölskyldu og vinum og svo náttúrulega gjafirnar. Fyrstu jólaminningarnar? Örugglega bara 2008 þegar ég flutti í Innri-Njarðvík. Jólahefðir hjá þér? Jólahefðir hjá mér er að fara í matarboð til ömmu og afa á jóladag og að vera bara heima með fjölskyldunni á aðfangadag. Hjálparðu til í eldhúsinu um jól- in? Jú, jú svona aðeins. Jólabíómyndin? Hún er örugg- lega The Grinch. Jólatónlistin? Komdu um jólin. Ertu vanaföst um jólin, eitthvað sem þú gerir alltaf? Ég fer alltaf með pakk- ana til vina minna á aðfangadagsmorg- un og opna einn pakka fyrir mat. Besta jólagjöf sem þú hefur fengið? Ég veit ekki alveg, búin að fá svo margar flottar. Hvað er í matinn á aðfangadag? Allt- af hamborgarhryggur hjá mér. Eftirminnilegasta gjöfin? Ég man ekki eftir neinni sérstakri, það eru svo rosalega margar. Hvað langar þig í jólagjöf? Mig langar í margt, til dæmis síma, ipod, flakkara, föt, skartgripi, skó, málningardót og miklu fleira. Ásta Sólilja Jónsdóttir Í hvaða bekk ertu? 9. bekk Hvaða áhugamál áttu þér? Körfubolta og vera með vinum og fjölskyldu. Ertu að æfa eitt- hvað? Körfubolta. Hvað finnst þér skemmti- legast við jólin? Gjafirnar og hitta alla fjölskylduna. Fyrstu jólaminningarnar? Í jóla- boðum hjá ömmu og afa. Jólahefðir hjá þér? Baka, skreyti, ber út jólakort og margt fleira. Ertu dugleg í eldhúsinu yfir há- tíðirnar? Nei ekkert rosalega. Jólabíómyndin? Holiday. Jólatónlistin? Snjókorn falla. Gefurðu mikið af jólagjöfum? Já, nokkrar. Ertu vanaföst um jólin, eitthvað sem þú gerir alltaf? Horfi á jólamynd með heitt kakó og piparkökur. Besta jólagjöf sem þú hefur fengið? Síminn. Hvað er í matinn á aðfangadag? Hum- arsúpa og hamborgarhryggur. Eftirminnilegasta gjöfin? Þegar við systurnar fengum hundinn okkar. Hvað langar þig í jólagjöf? Ég bara veit það ekki. Skólajól Skólajól Fjölskylduhjálp segir neyðina vera mikla Fjölskylduhjálp Suðurnesja þakkaði fyrir sig með því að halda kaffiboð á skemmtistaðnum Center að Hafn- argötu í Reykja- nesbæ sl. föstudag. Bakkelsi var í boði Sigurjónsbakarís en bakaríið hefur stutt við bakið á Fjöl- skylduhjálpinni með matargjöfum allt árið 2011. Fjölskyldan í söluturn- inum Ungó gaf 150 pítsur og pepsi, Tjarnagrill gaf 100 máltíðir og Nettó kom og afhenti Fjöl- skylduhjálp 250 þúsund krónur. Tónlist var á boðstólum en helmingur Prumpu strumpanna lék og spilaði hugljúf lög og svo komu Fríða og Smári úr Klassart og tóku tvö falleg jólalög. Talsmaður Fjölskylduhjálpar segir að mikið af fólki á Suðurnesjum eigi um sárt að binda um þessar mundir. Á föstudaginn hafi 220 fjölskyldur komið til þess að leita eftir mataraðstoð en vanalega eru það um 150 fjölskyldur sem leita aðstoðar í hverri viku. Hægt er að leggja fjölskylduhjálp lið m.a. með því að gefa pakka í Nettó við Krossmóa.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.