Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.12.2011, Qupperneq 16

Víkurfréttir - 21.12.2011, Qupperneq 16
16 MIÐVIKUdagUrInn 21. dESEMbEr 2011 • VÍKURFRÉTTIR H F IÐAVÖLLUM 6 - 230 KEFLAVÍK - SÍMI 421 4700 - FAX 421 3320 Sendum Suðurnesja- mönnum bestu óskir um gleðileg jól og farsælt nýtt ár. Þökkum viðskiptin á árinu Svo gæti farið að engin lík-amsræktarstöð verði starf- rækt í Grindavík eftir áramót en Orkubúið, sem verið hefur eina líkamsræktarstöðin í Grindavík um nokkra ára skeið, mun loka um áramótin. Þrátt fyrir að stöð- in hafi verið til sölu í um eitt og hálft ár hefur engin sýnt áhuga á því að taka við rekstrinum. Kristinn Reimarsson, einn eig- anda Orkubúsins, segir að ekki sé næg eftirspurn meðal Grind- víkinga til að halda úti rekstri líkamsræktarstöðvarinnar. „Ég held að Grindvíkingar átti sig á því innan skamms hvað þeir eru að missa þegar búið er að skella í lás hjá okkur. Það voru rúmlega 300 manns sem skrifuðu á undir- skriftalista til bæjarstjórnar, þegar var orðið ljóst að við myndum loka, með áskorun um að halda úti tækjasal í bæjarfélaginu. Við hefðum þurft þessa 300 korthafa til að geta staðið undir rekstr- inum. Reksturinn gekk vel til að byrja með en undan þessu hefur fjarað og fyrir því eru ýmsar ástæður. Það er auðvitað bagalegt ástand fyrir bæjarfélagið að vera án líkamsræktarstöðvar. Það eru allavega tvö ár þar til að Grind- víkingar eignast líkamsræktarstöð í almennilegu rými eins og staðan er núna,“ segir Kristinn sem hefur rekið stöðina ásamt Ásdísi Sigurðardóttur undanfarin ár. Kristinn starfar sem sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs Grindavíkurbæjar. Hann ákvað að setja stöðina á sölu þegar ljóst var að til hagsmunaárekstrar gæti komið vegna stöðu sinnar hjá bæjarfélaginu. Kristinn hef- ur meðal annars yfirumsjón með íþróttamannvirkjum hjá Grinda- víkurbæ. „Við settum stöðina á sölu í fyrrahaust en þrátt fyrir það höfum við ekki fengið eina ein- ustu fyrirspurn. Ég geri ekki ráð fyrir því að aðrir aðilar komi til með að leysa okkur af hólmi í nú- verandi mynd.“ Aftur í sundlaugar- kjallarann? Grindavíkurbær auglýsti nýverið aðstöðu í kjallara sundlaugarinnar til leigu með hugsanlega líkams- ræktarstöð í huga. Rekin var lítil líkamsræktarstöð í því rými á vegum bæjarins fyrir nokkrum árum og hefur bænum borist tilboð frá einkaaðila. Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri Grinda- víkur, segir að það sé ekki hlut- verk Grindavíkurbæjar að reka líkamsræktarstöð en vonast til að bærinn geti búið til betri jarðveg fyrir slíkan rekstur á næstu árum. „Við erum að reyna að bregð- ast við þessari stöðu. Við höfum skoðað vel þann möguleika sem er í hendi með kjallara sundmið- stöðvarinnar til bráðabirgða en eigum eftir að fá það samþykkt hjá brunaeftirlitinu að vera með slíkan rekstur í þessu rými. Við buðum út rekstur í þessu rými fyrir skömmu og höfum fengið tilboð frá einum aðila. Það er ekki hlutverk bæjarfélagsins að reka líkamsræktarstöð en von- andi náum við að búa til aðstöðu svo að svona rekstur þrífist í bæj- arfélaginu,“ sagði Róbert í samtali við Víkurfréttir. Unnið er að hönnun nýrrar íþróttamiðstöðvar sem yrði um 300-400 m2 að stærð og gert ráð fyrir að hún opni eftir tvö til þrjú ár. Það gæti því liðið nokkur tími þar til líkamsræktarstöð, líkt og Grindvíkingar þekkja í núverandi stærð, muni opna í Grindavík á ný. Um 2800 manns búa í Grinda- vík og er einn mesti íþróttabær landsins með karlalið í efstu deild í bæði knattspyrnu og körfuknatt- leik. Engin líkamsræktarstöð í Grindavík eftir áramót? - Ekki næg eftirspurn til að reka líkamsræktarstöð í Grindavík Bjarnhildur Helga Lárusdóttir, Benedikt Jónsson, Inga Rebekka Árnadóttir, Jóna Guðrún Jónsdóttir, Magnús Valur Pálsson, M. Agnes Jónsdóttir, Óli Þór Barðdal, barnabörn og barnabarnabarn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Jón Benediktsson, f.v. útgerðarstjóri, Ægisvöllum 2, Keflavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, fimmtudaginn 15. desember. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju, fimmtudaginn 22. desember kl. 13:00. Blóm og kransar afþökkuð. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Velferðarsjóð Suðurnesja. Stefán Hjálmarsson, Victoria Nunez Cavazos, Azul Björt Stefánsdóttir, Jónatan Jóhann Stefánsson, Þökkum öllum þeim sem sýndu okkur samúð á efiðri stundu. Sérstakar þakkir til starfsfólks og lækna D-deildar Heilbrigðis- stofnunar Suðurnesja. Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og systir, Halldóra Stefánsdóttir, Kríulandi 6, Garði, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, laugardaginn 17. desember. Útförin fer fram frá Útskálakirkju, föstudaginn 23. desember kl. 11:00 ÁRAMÓTABLAÐ VÍKURFRÉTTA KeMUR úT FIMMTUDAGINN 29. DeseMBeR. sKILAFResTUR AUGLýsINGA eR ÞRIÐJUDAGINN 27. DeseMBeR. ÓSKUM SUÐURNESJAMÖNNUM GLEÐILEGRA JÓLA OG FARSÆLDAR Á NÝJU ÁRI

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.