Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.12.2011, Síða 18

Víkurfréttir - 21.12.2011, Síða 18
18 MIÐVIKUdagUrInn 21. dESEMbEr 2011 • VÍKURFRÉTTIR Eyrún Líf Sigurðardóttir er 19 stúlka frá Njarðvík en hún stundar nám við Verslunarskóla Íslands. Hún æfir körfubolta með meistaraflokki Njarðvíkinga. Minning: Alltaf þegar ég hugsa um jólin þá hugsa ég um ömmu og afa en afi var mikið jólabarn og mér fannst alltaf skemmtilegast að vera hjá þeim um jólin og á alveg enda- laust af minningum þaðan. Hefðir: Við fjölskyldan erum ekki með neinar sérstakar hefðir en samt er eiginlega alltaf sama rút- ínan um jólin. Byrjum að skreyta 1. des., setjum upp jólatréð á Þorláks- messu, ég og pabbi höfum oftast keyrt út jólakortin á aðfangadag á meðan mamma eldar, svo eftir mat- inn og pakkana förum við oftast til ömmu. Svo eru náttúrulega jólaboð á hverju ári. Dugleg í eldhúsinu: Mér þykir leiðinlegt að segja það, en nei, ég er ekki dugleg að hjálpa mömmu. Held að við séum öll hrædd um að þvælast fyrir eða skemma því mamma er alveg með sérstakt plan á þessu öllu. Jólamynd: Við fjölskyldan horfum saman á Christmas Vacation hvert einasta ár. Tónlist: Mér finnst jólatónlist ekki skemmtilegasta tónlistin en auðvit- að hlustar maður á eitthvað og þá er það diskurinn sem mamma og pabbi eiga, Absolute Christmas. Hvar versla ég: Enginn sérstakur staður en hef verið að panta frá Ameríku stundum, annars bara í öllum búðunum í Kringlunni og Smáralind. Gef ég mikið af gjöfum: Nei alls ekki, 2-3. Vanaföst: Ekkert svakalega, en ég, mamma og systir mín pökkum alltaf inn gjöfum saman með jóla- tónlist undir. Besta jólagjöf: Stendur engin upp úr, allar flottar hvert ár. Matur: Kalkúnn og allt með því. Eftirminnilegast: Eitt árið varð allt rafmagnslaust rétt fyrir klukkan sex á aðfangadag. Við biðum alltaf eftir kirkjuklukkunum hringja klukkan sex í útvarpinu en gátum það ekki þetta skiptið. Hvað langar mig í: Ég fékk að velja hvað ég fæ frá mömmu og pabba og ég valdi mér jeffrey campbell skó, mig langaði mest í það. JÓLA HVAÐ? Eyrún Líf Sigurðardóttir Engar sérstakar hefðir Jóhann hafði nýlokið námi í Sam- vinnuskólanum þegar hann ákvað að fara til Manchester borgar árið 1959 og þar dvaldi hann í tæpt ár, tuttugu og eins árs gamall. Þar nam hann ensku ásamt því að starfa í fræðslustofnun samvinnuhreyfing- arinnar. Jóhann sem er 73 ára í dag segir að það hafi verið mikil við- brigði að sjá borgina hálfri öld síð- ar. „Andinn er svipaður þó svo að útlitið sé breytt. Ég sá reyndar ekki mikið í þessari stuttu ferð minni núna en það var mjög gaman að koma aftur, sérstaklega á Old Traf- ford en þar var ég fastagestur 1959 til 1960 eða allan tímann sem ég dvaldi í borginni, þá ungur maður,“ segir Jóhann þegar hann er beðinn um að rifja aðeins upp gömlu árin í þessari þekktu knattspyrnuborg. Jóhann fór á nær alla heimaleiki beggja Manchesterfélaganna þenn- Gamli bæjarstjórinn og þingmaðurinn Jóhann Einvarðsson mætti til Manchester hálfri öld síðar og rifjaði upp skemmtilega tíma í knattspyrnuborginni. Nam ensku í knatt- spyrnuborginni og hefur verið Man. Utd. aðdáandi frá 1959: Fastagestur á heimaleikjum beggja liðanna í heilt ár „Það hafði lengið verið á dagskránni hjá mér að fara aftur til Manchester en síðan var það Einvarður sonur minn sem hjó á þann hnút og bauð mér út. Það var mjög skemmtilegt að koma rúmum fimmtíu árum síðar aftur til borgarinnar,“ segir Jóhann Einvarðsson, fyrrverandi þingmaður Reykjaneskjördæmis en hann var m.a. bæjarstjóri í Keflavík á árunum 1970-80. an tíma sem hann var í borginni. Bobby Charlton eftirminnilegur Einvarður sonur hans sem m.a. hefur starfað sem fararstjóri hjá Úrval Útsýn og fleiri aðilum not- aði tækifærið síðla nóvembermán- aðar og bauð pabba með sér á leik Man. Utd. og portúgalska liðsins Benfica. Jóhann segir að hjarta hans hafi verið United megin þó hann hafi sótt heimaleiki beggja liða í gamla daga. Bobby Charlton var hans maður en hann byrjaði að leika með Man. Utd. árið 1956 og lifði af hið hörmulega flugslys þar sem átta liðsfélagar hans létu lífið 1958. Jóhann var því í Manchester þegar United liðið var í sárum ári eftir slysið. Matt Busby, stjóri Man. Utd. sem einnig lifði af flugslys- ið byggði upp nýtt stórlið og tíu árum frá slysinu fagnaði liðið sigri í Evrópukeppninni, fyrst enskra liða með því að leggja Benfica í úr- slitum á Wembley 1968 þar sem Charlton og George Best fóru á kostum. Jóhann skoðaði veggskjöld á Old Trafford í ferð sinni núna þar sem sjá má nöfn þeirra leikmanna og aðila frá félaginu sem létu lífið í slysinu. Þýskur stríðsfangi í markinu hjá City Jóhann segir að hann muni vel eftir leik Man. Utd. við Real Madrid á Old Trafford þar sem margar stjór- stjörnur Spánverjanna hafi verið með Madridarliðinu eins og t.d. Puscas og DiStefano. Man. Utd. vann þann leik 6-2. Hann minnist líka markvarðar í Man. City liðinu á þessum árum en hann var þýskur stríðsfangi úr heimsstyrjöldinni en endaði í markinu hjá City. „Hann fór aldrei heim til Þýskalands,“ seg- ir Jóhann þegar hann rifjar þetta upp. Í ferð sinni núna til Manchester fór Jóhann á gamlar slóðir þar sem hann bjó í íbúð hjá fullorðinni ekkju. Nú var húsið á bak og burt og stór og flott einbýlishús komin í staðinn í hverfið. Jóhann segist muna vel eftir hóteli í grenndinni en núna kannaðist enginn við það. Með 75 þúsund á leik Keflvísku feðgarnir voru núna í hópi 75 þúsund áhorfenda á Old Trafford og leikurinn var hin ágæt- asta skemmtun en okkar maður var ekki ánægður með úrslitin og taldi að Man. Utd. hefði átt að leggja Benfica. Úrslitin urðu 2-2 og bæði mörk Portúgalanna voru af ódýrari gerðinni. „Mér fannst mínir menn mun betri í leiknum og við hefðum átt að vinna. Þá hefðum við klárað dæmið og haldið haus í Evrópukeppninni. En það var frábært að fara á leikinn og upplifa stemmninguna rúmum fimmtíu árum síðar á heimavelli Man. Utd,“ segir Jóhann en hann Michael Carrick átti stórleik. Hér er hann með boltann. Mikið líf við Old Trafford fyrir leik. Fólk fær sér kaldan eða pulsu með lauk. Feðgarnir, Einvarður og Jóhann Ein- varðsson fyrir framan Old Trafford.

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.