Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.12.2011, Qupperneq 29

Víkurfréttir - 21.12.2011, Qupperneq 29
29VÍKURFRÉTTIR • MIÐVIKUdagUrInn 21. dESEMbEr 2011 Bílaþjónusta Sendum viðskiptavinum okkar og Suðurnesjamönnum öllum bestu óskir um gleðilega jólahátíð og farsæld á komandi ári! Þökkum ykkur viðskiptin á árinu sem er að líða! fjórtán tíma og náði að róa hálfa leið til Narsaq, sem er næsti bær. Ég fór óteljandi ferðir á þessu frábæra fleyi mínu með kúlutjaldið mitt og nesti. Tjaldaði hér og þar og naut þess að vera aleinn úti í náttúrunni. En svakalega var samt kalt á nótt- unni í tjaldinu. Yfir sumartímann er gríðarlegt magn af moskítóflugum í Nars- arsuaq. Þær eru árásargjarnar og stinga hvern sem ekki er var- inn fyrir þeim. Þetta er kallaður „vinkutíminn“ en þá eru allir að berja höndunum til að slá þær frá sér, svona eins og verið sé að vinka til næsta manns. Flugnanet eru allir með um höfuðið, ef ekki, fer illa fyrir andlitinu. Það magnaða er að hinum megin í firðinum er ekkert af þessum kvikindum og helgast það víst af því að þar er sauðfé, en moskító þolir víst ekki hlandið úr kindum. Það var því mikil upp- götvun þegar ég setti á mig lopa- húfuna mína og sá að þær komu ekki nálægt mér eftir það. Þó svo að megnið af frítímanum færi í að sigla kajaknum var listþörfin ætíð til staðar og varla leið sá dagur að ég gerði ekki eitthvað til að full- nægja þessari áleitnu þörf sem býr með manni. Ég hélt eitt sinn sýn- ingu þarna á staðnum, bauð öllum þeim 158 sem þarna bjuggu á sýn- inguna. En þetta var í fyrsta sinn sem haldin var myndlistarsýning í Narsarsuaq. Þarna sýndi ég tréverk sem ég hafði unnið úr spreki og ýmsum mannanna hlutum sem á vegi mínum urðu. Þessir hlutir sögðu mér sögur af því sem hér hafði gerst áður og tengdust m.a. hersetunni sem hér var. Öll verkin eru bundin saman með spottum og vildi ég gera það þar sem gömul hefð er t.d. fyrir kajaksmíði, þar sem eingöngu eru notaðir skinns- pottar við samsetninguna á þeim. Ég var einnig fenginn til að mála verk á stóran gafl á húsi einu. Var það gert í tilefni þess að Narsarsuaq átti 75 ára afmæli þetta árið. Ég lá svolítið yfir þessu, skissaði mik- ið og lagði ýmsar spurningar fyr- ir mig áður en ég hófst handa. Ég ákvað að leita í smiðju Leonardo með síðustu kvöldmáltíðina. Nema að ég sneri verkinu í raun við. Í stað þess að horfa inn í byggingu og á borðhaldið eins og í verki hans, ákvað ég að horfa út í náttúruna. Enda það element sterkast í Græn- landi, þ.a.e.s náttúran sjálf. Verkið mitt gengur út á að 13 Grænlend- ingar eru við ísborð með veiðifeng sinn. Ég ákvað að hafa engin vopn sýnileg, aðeins helstu dýr sem þeir leggja sér til munns. Hval, rost- ung, sel, náhval, hval, rjúpu og fisk. Einnig er útúrdúr í verkinu, eða falið symból, en í verkinu er ein kona, ólétt. En við fyrstu sýn taka fæstir eftir því. Ég vildi hafa það þannig til að leggja áherslu á að lífið heldur áfram þótt allt sé dauðlegt sem í kringum okkur er. Ég fékk karlmenn, Grænlendinga, á staðn- um til að vera fyrirmyndir í „post- ulunum“. Einnig var ég fenginn til að mála mynd á vegg við anddyri félagsheimilisins. En þar málaði ég mynd af veiðimannafjölskyldu. Einhven veginn varð tíminn þarna óþrjótandi því samhliða þessu náði ég að skrifa þrjú handrit að kvik- myndum, tvær barnasögur og eitt leikrit eða söngleik. Einnig gerði ég fjöldann allan af minjagripum sem allir seldust upp. Ég málaði á litla kúlusteina andlit og gerði skip og blóm úr kræklingaskeljum. Ég teiknaði einnig mikið af myndum mér til gamans sem og vatnslitaði í stað þess að taka ljósmyndir.

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.