Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.12.2011, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 21.12.2011, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUdagUrInn 21. dESEMbEr 2011 • VÍKURFRÉTTIR Óli Baldur Bjarnason knatt-spyrnumaður úr Grindavík er ekki duglegur í eldhúsinu um jólin en hann segir faðir sinn vera úrvalskokk sem sjái um elda- mennskuna. Besta jólagjöf sem hann hefur fengið er þriggja vikna ferð til Flórída. Fyrstu jólaminningarnar? Þegar ég fór alltaf sem krakki til ömmu og afa í Keflavík að föndra jólagjafir handa foreldrum mínum. Jólahefðir hjá þér? Engar sérstakar nema sömu mat- arboð hjá öfum mínum og ömmu. Ertu duglegur í eldhús- inu yfir hátíðirnar? Alls ekki, kem ekki nálægt því enda hrikalega ólaginn með slíkt, er líka með úrvals einkakokk í eldhúsinu sem er Bjarni Ólason faðir minn. Jólamyndin? Home Alone myndirnar. Jólatónlistin? Bara einhver íslensk jólalög. Hvar verslarðu jólagjafirnar? Úti um allt, t.d. núna var eitt- hvað í Tælandi eitthvað í Svíþjóð og klára restina hérna heima. Gefurðu mikið af jólagjöfum? Já, já alveg slatta, kannski 10-15 til fjölskyldunnar. Ertu vanafastur um jólin, eitt- hvað sem þú gerir alltaf? Sef alltaf út og fer með póst- kortin fyrir mömmu og pabba. Besta jólagjöf sem þú hefur fengið? Þriggja vikna ferð til Flórída. Hvað er í matinn á aðfangadag? Það er alltaf humarsúpa, en aðalrétturinn er misjafn. Eftirminnilegustu jólin? Þegar ég sprengdi mig upp með heimatilbúinni sprengju og fékk þriðja stigs brunasár á alla höndina. Hvað langar þig í jólagjöf? Væri til í stórt málverk frá Rósu systur, eða kerti og spil. Hverjar eru þínar fyrstu jólaminningar? Ætli það hafi ekki verið þegar ég var um 7-8 ára þegar ég og systir mín vorum eitthvað að vesenast á aðfangadag og vorum svo forvitin hvað við fengum í jólagjöf. Við fórum að leita heima en mamma og pabbi voru búin að fela gjafirnar á góðum stað en við fundum þær óinnpakk- aðar. Ég og systir mín erum enn ekki búin að segja þeim frá því að við vissum hvað við fengum. Þannig að ekki segja neinum. Jólahefðir hjá þér? Matur kl. 18:00 og svo vaskað upp, eftir það eru pakkar opnaðir. Hef alltaf ætlað að fara í kirkju eftir allt saman en ekki hægt að hreyfa legg né lið eftir allt átið. Ertu duglegur í eldhús- inu yfir jólin? Mér er ekki treyst fyrir matnum ennþá þannig að ég læt Sigga Bjútí um það. En það breytist í ár. Jólamyndin? Elf og Christmas Vacation. Jólatónlist? Snjókorn falla með Jóni Jónssyni. Hvar kaupir þú jólagjafirnar? Kringlunni eða Smáralindinni. Kaupirðu mikið af jólagjöfum? Já það er einhver slatti af gjöfum. Ertu vanafastur um jólin? Ég fer alltaf með jólakortin í hús. Hvað er í matinn á aðfangadag? Hamborgarhryggur með öllu tilheyrandi. Hvað viltu fá í jólagjöf? iPad, jólagjöfin í ár. Besta jólagjöf sem þú hefur fengið? Ef maður fer að hugsa um hvernig veðrið er núna þá er það úlpan frá konunni. Hver eru eftirminnileg- ustu jólin þín? Öll jafn eftirminnileg. JÓLA HVAÐ? JÓLA HVAÐ? Björn Steinar Brynjarsson Óli Baldur Bjarnason Ársfundur Fræðslumiðstöðvar Atvinnulífsins var haldinn föstudaginn 3. desember. Einn af föstum liðum á ársfundum Fræðslumiðstöðvarinnar eru við- urkenningar til tveggja nemenda sem þykja fyrirmyndir annarra í námi fullorðinna. Það eru sam- starfsaðilar FA sem geta tilnefnt til þessara verðlauna og koma til- nefningar frá símenntunarmið- stöðvum alls staðar að á landinu. Að þessu sinni var annar nem- andinn, Jón Heiðar Erlendsson, af Suðurnesjum. Hann kom aftur inn í skóla að loknu löngu hléi og kom í nám hjá Miðstöð símennt- unar á Suðurnesjum þaðan sem hann útskrifaðist með sóma úr Menntastoðum. Í beinu framhaldi hóf hann nám á Háskólabrú Keilis og lauk þaðan námi fyrr á árinu og stundar nú nám í rafmagnsverk- fræði við Háskólann í Reykjavík. Það er óhætt að segja að margt gott er að gerast í menntamálum hér á Suðurnesjum en þetta er annað árið í röð sem fyrirmyndarnem- andinn kemur frá MSS. Á myndinni má sjá Jón Heiðar með kennurum sínum úr MSS og Keili ásamt framkvæmdastjóra Fræs, Ingibjörgu Guðmundsdóttur. Nemandi Keilis og MSS heiðraður Sendum félagsmönnum og Suðurnesjamönnum öllum bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár. Þökkum samstarfið á árinu sem er að líða. Át kemur í veg fyrir kirkjuferð á aðfangadag Með úrvals einkakokk ÁRAMÓTABLAÐ VÍKURFRÉTTA KeMUR úT FIMMTUDAGINN 29. DeseMBeR. sKILAFResTUR AUGLýsINGA eR ÞRIÐJUDAGINN 27. DeseMBeR.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.