Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.12.2011, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 21.12.2011, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUdagUrInn 21. dESEMbEr 2011 • VÍKURFRÉTTIR Fyrstu jólaminningarnar? Yndislegar, lítil stelpa í Sand- gerði með mömmu, pabba og bræðrum mínum fjórum og góða lyktin af nýju rauðu jóla-lakkskónum mínum. Jólahefðir hjá þér? Já, jólamaturinn alltaf sá sami og síðan er eftirrétturinn sem er jólaís, „a la amma Tobba á Borg“ snæddur heima hjá Axel bróður mínum og fjölskyldu. Svo er alltaf hittingur hjá góðum vinum okkar á jóladagskvöld. Ertu dugleg í eldhús- inu yfir hátíðirnar? Það fer eftir því hvort um er að ræða eldamennsku eða frágang sem ég er mjög dugleg og flink í, þ.e. fráganginum en ég er svo vel gift, þ.e.a.s. Gylfi maðurinn minn er listakokkur og sér hann meira og minna um jólamatinn. Uppáhalds jólamyndin? Er svo mikil jólastelpa þann- ig að allt jóla eitthvað finnst mér skemmtilegt en ef ég á að nefna einhverja eina þá dettur mér í hug „Love Actually“. Uppáhalds jólatónlistin? Finnst öll jólatónlist skemmtileg, en mamma og pabbi hlustuðu mikið á Bing Crosby og Frank Sinatra t.d. lagið White Christmas og á það sérstakan sess í hjarta mínu, vekur upp ljúfar minningar. Hvar verslarðu jólagjafirnar? Ég versla þær hér heima í Reykjanesbæ og í Reykjavíkinni. Gefurðu mikið af jólagjöfum? Ég gef mínum nánustu sem eru jú þó nokkrir, það er svo gaman að gefa. Ertu vanaföst um jólin, eitt- hvað sem þú gerir alltaf? Já, við keyrum út nokkra jólapakka og jólakort og síðan er farið með fjölskyldunni út í kirkjugarðana. Þegar þangað er komið tendrum við ljós hjá ástvinum okkar sem hvíla þar og rifjum um góðar minningar. Besta jólagjöf sem þú hefur fengið? Ef ég væri 9 ára þá myndi ég eflaust segja tveir páfagaukar sem ég fékk frá mömmu og pabba sem enduðu síðan í 13 páfagaukum því ég prófaði að setja varpkassa sem lukkaðist svona líka ljóm- andi vel mömmu til mikillar armæðu hehehe…en í dag þá er besta jólagjöfin mín sú að hafa mína nánustu hjá mér á jólunum. Hvað langar þig í jólagjöf? Að allir eigi gleðileg jól. Hvað er í matinn á aðfangadag? Svínahamborgarhryggur „a la Gylfi“, möndlugrautur eins og mamma og tengdamamma gerðu alltaf og ísinn hjá Axel bró. Eftirminnilegustu jólin? Erfitt að velja, hef verið svo lánsöm að hafa alltaf átt ynd- isleg og gleðileg jól sem ég óska öllum og farsældar á nýju ári. JÓLA HVAÐ? Íris Jónsdóttir Er svo mikil jólastelpa í mér Starfsfólk HS Orku hf Sendum Suðurnesjamönnum og landsmönnum öllum hugheilar jólakveðjur. Megi nýja árið verða ykkur gæfuríkt í leik og starfi. HS Orka hf Sími 4225200 www.hsorka.is hs@hs.is Gleðileg jól og farsælt komandi ár! Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. Starfsfólk Toyota Reykjanesbæ. P I Z Z E R I A • G R I L L • B A R Mamma Mía vantar starfsfólk Mamma Mia | Hafnargötu 7a | 240 Grindavík | Phone 426 9966 | www.mammamia.is Mamma Mía í Grindavík hefur að markmiði að vera leiðandi veitingarstaður á Suðurnesjunum. Helstu markmið okkar eru að bjóða alltaf uppá úrvals hráefni, hágæða vöru og góða þjónustu. Við sækjumst mikið eftir stöðuleika og leggjum við áherslu á að fólk fái sömu gæði alltaf, þótt hún sé keypt á ólíkum tímum og um leið fái alltaf bestu þjónustuna. Mamma Mía leitar af fólki sem hefur góða framtíðarsýn og er tilbúið að leggja á sig til þess að ná þeim markmiðum og gildum sem fyrirtækið setur. Til þess að mæta þeim markmiðum sem við sækjumst eftir höfum við ákveðið að hafa pizzubakaranámskeið milli jóla og nýárs fyrir þá sem sækja um. Þá er farið yfir þau atriði sem fylgja því að vera pizzubakari og vonandi útskrifast allir með hæstu einkunn. Mamma Mía vantar pizzubakara í 2-2-3 vaktarplan þar sem er unnið frá 16:30 - 22:00 virka daga og frá 11:00 - 22:00 um helgar og pizzubakara aðra hvora helgi þar sem er unnið frá 17:30-21:00. Mamma Mía vantar starfsmann í sal/eldhús þar sem er unnið er eftir 2-2-3 vaktarplani, unnið er frá 16:30 - 22:00 virka daga og frá 11:00 - 22:00 um helgar. Mamma Mía vantar sendil, allar upplýsingar veittar við umsókn. Hafðu samband núna í 6631678 eða steini@voot.is Með þökk fyrir viðskiptin á árinu sem er að líða! N jarðarbrau t 9 420 3333 Gleðileg jól! Nemendur Ak- urskóla komu færandi hendi Nemendur í 4. og 5. bekk Akur-skóla ákváðu að láta gott af sér leiða nú um jólin. Í stað þess að hafa pakka á litlu jólunum þá var ákveðið að allir myndu leggja í sjóð og versla svo gjafir til að setja undir jólatréð í Nettó. Nemendur komu svo færandi hendi í Nettó og settu gjafirnar undir tréð sem þar er við innganginn. Einhver afgangur var og mun sá peningur verða gefinn í Velferðasjóð Suður- nesja. Auglýsingasíminn er 421 0001 Alltaf eitthvað nýtt á vf.is

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.