Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.12.2011, Qupperneq 40

Víkurfréttir - 21.12.2011, Qupperneq 40
Hringur á minn fingur Hvað gerir maður þegar giftinga- hringurinn hverfur? Þú svitn- ar í lófunum til að byrja með og síðan fer allt í gang. Þú leitar og leitar. Andsk.... gerði ég við hring- inn? Hringurinn er tákn þess lof- orðs sem þú játar frammi fyrir Guði og öllum þeim sem þú átt að hlúa að. Loforð fyrir kon- unni sem þú elskar og ætlar að rækja um aldur og ævi, gegnum þykkt og þunnt, þar til dauðinn skilur ykkur að. Já, sæll, er það hringurinn sem skiptir máli eða er það loforðið sem þú ætlar að efna? Þetta flaug í gegnum huga minn þegar aðstæðurnar leituðu mig uppi og fjandans glingrið var hvergi að finna. Hvernig á maður að játa þetta fyrir frúnni? Djöfulgangurinn í skúrnum var aum ástæða og þó siggið væri mann að drepa, þá tekur maður ekki hringinn niður. En ég gerði það engu að síður. Og mundi ekki hvar ég lét hann frá mér. Nýbúinn að ryksuga og skúra og ryksugupokinn fullur. Ég þurfti nauðsynlega að skipta um. Límdi Nilfisk miðann samviskusamlega yfir gatið á pokanum og henti hon- um í tunnuna. Algerlega grunlaus. Pokinn fullur af hundahárum. Leið bara býsna vel eftir helgarhrein- gerninguna. Fékk bakþanka þegar gullið fannst ekki. Áttaði mig á því áður en ruslakallarnir komu. Þarna gæti loforðið legið. Sást með aftur- endann upp úr tunnunni morg- uninn sem þeir mættu. Mánudag- ur. Góðan daginn. Úff! Mér fannst ég hafa heimt úr helju auðæfi sem voru engu lík. Fullan poka af bestu vinum mannsins og loforði um ást og umhyggju til ei- lífðarnóns. Það tókst með örfárra mínútna forskoti. Guði sé lof fyrir ófærðina. Ég var frjáls fyrir enda- lausum afsökunum og útskýring- um á athæfinu. Límmiðinn rifinn af með látum og vísifingri stungið í góssið. Ekkert merkilegt fannst utan hnoðra og annan viðbjóð. Nagandi óvissa. Engin svör. Langur dagur og nætursvefn framundan. Angist! Ég lagðist til hvílu að kveldi og sagði ekki orð. Laumaðist í uppáhalds súkkulaðið, sem frúin færði mér frá Bretlandi. Náttborðið hringlaust eins og auðnin allsbera. Ég hvolfdi úr súkkulaðikassanum í geðshrær- ingu og um leið féll hringlaga gull- ið ljúfmannlega í lófann. Appels- ínunammið bragðaðist betur en nokkru sinni fyrr. Gleðileg jól! vf.is Opið frá kl. 8:00 - 17:00 Engar tímapantanir Njarðarbraut 7 Bifreiðaskoðun P IP A R \T B W A -S ÍA Starfsfólk Kadeco sendir íbúum og fyrirtækjum á Ásbrú − viðskiptavinum og landsmönnum öllum − innilegar óskir um gleðileg jól og farsæld á nýju ári. Gleðileg jól Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar Sími 425 2100 | www.kadeco.isUpplýsingar um Ásbrú má finna á www.asbru.is Miðvikudagurinn 21. desember 2011 • 50. tölublað • 32. árgangur auglýsingasími víkurfrétta er 421 0001 FIMMTUDAGS VALS VAlUr KeTIlSSon SKrIFAr ÁRAMÓTABLAÐ VÍKURFRÉTTA KeMUR úT FIMMTUDAGINN 29. DeseMBeR. sKILAFResTUR AUGLýsINGA eR ÞRIÐJUDAGINN 27. DeseMBeR. AUGLýsINGAsÍMINN eR 421 0001 eÐA GUNNAR@VF.Is

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.