Fréttatíminn


Fréttatíminn - 30.10.2015, Síða 44

Fréttatíminn - 30.10.2015, Síða 44
44 heimili og hönnun Helgin 30. október-1. nóvember 2015 1 Svefnherbergi eru ekki alltaf stærstu herbergin en eitt klassískt ráð til að stækka lítil herbergi er að mála þau í ljósum litum. 2 Speglar lífga upp á hvaða rými sem er. Ef þú ert ekki með rúmgafl er virkilega skemmtilegt að lífga upp á svefn- herbergið með fallegum spegli. Speglar stækka líka herbergið og gefa því meiri birtu. Ef herbergið er stórt og nóg til af plássi þá er skemmtilegt að raða mál- verkum, ljósmyndum og teikningum eftir börnin í kringum spegilinn. Sköpunargleði í svefnherberginu Svefnherbergið er vannýtt rými á mörgum heimilum. Það þarf ekki að vera einsleitur staður sem býður ekki upp á neitt nema svefn. Af hverju ekki að lífga upp á það með hægindastól, speglum, púðum, málverkum, bókum og lömpum. Hér á eru nokkur góð ráð fyrir næstu breytingar. 3 Ef svefnherbergið er málað í ljósum litum er skemmtilegt að lífga upp á það með litríkum púðum og teppum. Rúmið á að vera girnilegur staður sem gott er að leggjast í hvenær sem er. 4 Það er algengur misskilningur að náttborðin þurfi að vera í stíl! Endi- lega notaðu eitthvað sem ekki var upphaf- lega hugsað sem náttborð til að geyma lampa, bók og vekjaraklukku. Stólar, kollar, kistur eða kassar virka vel. 5 Málaðu vegginn, eða settu vegg-fóður, á bak við rúmið í sterkum lit, það minnkar ekki herbergið og gefur hlýtt yfirbragð. Sérstaklega sniðugt í mjög björtum svefnherbergjum. 6 Ef það er mikið veggpláss í svefnher-berginu er huggulegt að setja upp hillu og fylla hana af kertastjökum. Vandaðir og vottaðir ofnar Ofnlokasett í úrvali NJÓTTU ÞESS AÐ GERA BAÐHERBERGIÐ AÐ VERULEIKA FINGERS 70x120 cm • Ryðfrítt stál JAVA 50x120 cm • Ryðfrítt stál COMB 50x120 cm • Ryðfrítt stál Handklæðaofnar í miklu úrvali þar sem gæði ráða ríkjum á góðu verði. Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - 577 5177 - www.ofnasmidja.is SKRIFBORÐS- OG FUNDARSTÓLAR Í MÖRGUM LITUM OG GERÐUM BORÐ STÓLAR TÖFLUR Gylfaflöt 7 112 Reykjavík 587 8700 krumma.is KÍKTU Á VEFVERSL UN KRUMMA.IS Bæjarlind 6, 201 Kóp 564-2013 þri-fös 11-18 & lau 11-15

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.