Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.12.2011, Side 30

Víkurfréttir - 15.12.2011, Side 30
30 FIMMTudagurInn 15. dESEMbEr 2011 • VÍKURFRÉTTIR2 Fimmtudagurinn 14. apríl 2011VÍKURFRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGAR – 421 0009 NÚ GETUR ÞÚ SENT VÍKURFRÉTTUM SMÁAUGLÝSINGAR Á VEFNUM VF.IS TIL LEIGU Ýmsar stærðir og gerðir af her- bergjum, með eða án húsgagna, með sameiginlegu eldhúsi og bað- herbergi eða sér eldhús og bað, með eða án húsgagna. Aðgangur að gufubaði og borðtennisborði. Internet og orka innifalin og all- ur sameiginlegur kostnaður. Góð staðsetning og hagstætt leigu- verð. Uppl. í síma 895 8230 og 860 8909. Gisting Amaró. Gisting í skemmtilegum íbúðum við göngugötuna Akureyri. Gott verð. Sjá www.gistingamaro.is S: 461 5403. 2ja herbergja íbúð til leigu í Heiðarholti 75.000 með hita og rafmagni. Með/án húsgagna, laus strax. S: 867 4242. Skúr til leigu á góðum stað í Keflavík CA 80 m2. Sér bað, niðurföll, kaffistofa, lít- il geymsla og innkeyrsluhurðar 2 stk. UPPLÝSINGAR Í 8985599 / 6911685. LEIGA 72.500.- per mán. Laus 1. des. Einbýlishús til leigu í Garði, 5 herbergi. Leiga pr. mán. 125 þús. Laust 1. jan. Uppl. í síma 896 2937. Til leigu 2ja herbergja (60 fm) íbúð í Garði. Íbúðin er á góðum stað með sér- inngangi, laus strax. Uppl. shholm@islandia.is eða í síma 777 4200 eftir kl. 20:00. Íbúð í Reykjanesbæ til leigu. 2ja herbergja íbúð á góðum stað í Reykjanesbæ til leigu. Stutt í skóla og leikskóla. Leiga 75.000+hiti og rafmagn á mánuði.Upplýsingar í síma 869 6325. Rúmgóð 3ja herbergja (2 stór svefnherbergi) íbúð á Hringbraut til leigu, laus 1. janúar, Uppl. í s. 861 4646. Til leigu Garði. Góð 2ja herb. íbúð á 2. hæð til leigu að Silfurtúni Garði. Sér inn- gangur, langtímaleiga. Uppl. í síma 587 1188 frá 8-16. Þjónustumiðstöðin Nesvöllum Vikan 14. - 21. des. nk. • Bingó • Bridge • Gler-, keramik- og leirnámskeið • Leik- fimi • Línudans • Hádegismatur • Síðdegiskaffi • Tölvuklúbbur FEBS Föstudaginn 16. desember nk. Léttur föstudagur kl. 14:00. Jólahugvekja og tónlistaratriði frá Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. Nánari upplýsing- ar í síma 420 3400 www.vf.IS Kirkjur og samkomur: Njarðvíkurkirkja (Innri-Njarðvík) Aðfangadagur. Aftansöngur kl. 18. Jóladagur. Hátíðarguðsþjónusta kl. 11. Gamlársdagur. Aftansöngur kl. 17. Meðhjálpari er Súsanna Fróðadóttir. Ytri-Njarðvíkurkirkja Jólaball sunnudaginn 18. desember kl. 11. Dansað í kringum jólatré og jólasveinn sem á heima í fjallinu Keili mætir í kirkjuna. Hann gef- ur öllum börnum eitthvað gott til að hafa með sér heim. Allir hjart- anlega velkomnir. Aðfangadagur. Jólavaka kl. 23.30. Helgileikur í umsjá fermingarbarna og í lokin munu allir tendra kerta- ljós þegar sungið verður „Heims um ból“. Steinar M. Kristinsson leikur á trompet. Jóladagur. Hátíðarguðsþjónusta kl. 14. Nýársdagur. Hátíðarguðsþjónusta kl. 14. Meðhjálpari er Ástríður Helga Sigurðardóttir. Kirkjuvogskirkja (Höfnum) Jóladagur. Hátíðarguðsþjónusta kl. 12.05. Meðhjálpari er Magnús Bjarni Guðmundsson. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Jóladagur. Helgistund kl. 13.15. Hlévangur Hjúkrunarheimili. Jóladagur. Helgistund kl. 15. Hátíðarsöngvar Bjarna Þorsteins- sonar sungnir við aftansöng og hátíðarguðsþjónustur. Kór Ytri- Njarðvíkurkirkju syngur undir stjórn Stefáns H. Kristinssonar organista og sóknarprestur Baldur Rafn Sigurðsson þjónar fyrir altari og predikar við allar athafnir. TIL SÖLU Philips 37 tommu LCD sjónvarps- tæki eins og hálfs árs gamalt með full HD upplausn með digital tuner og ubs-tengi þar sem hægt er að spila videó af ubs pinna verð að- eins krónur 120 þúsund staðgreitt. Einnig til sölu 3ja ára Panasonic 32 tommu LCD sjónvarp analogtuner 1400 upplausn verð aðeins kr 45 þúsund staðgreitt. Upplýsingar í síma 772 1456. SÖRUR Tilvalið á aðventunni og um há- tíðirnar: 50 stk. Sörur á 3500 kr. Upplýsingar í síma 865 6740. Kærleiksveðja Helga. Dömu- og herrapelsarnir fást hjá Jakobi. Sími 868 5557. ÝMISLEGT Búslóðaf lutningar og al lur almennur flutningur. Er með 20 rúmmetra sendibíl/kassabíl með lyftu. Uppl. í síma 860 3574 Siggi. Tek að mér allskonar viðgerð- ir á bílum, sláttuvélum. Er með greiningartölvu til að bilanagreina margar tegundir bíla. Vanur mað- ur, 20 ára reynsla, sanngjarnt verð! Uppl. S: 864 3567. ERUM MEÐ MIKIÐ Af fLOTTUM OG ÓDÝRUM GJAfAvÖRUM OPIÐ ALLA DAGA fRÁ 13-17 Svarta Pakkhúsið Hafnargötu 2 ERUM KOMIN Í JÓLASKAP! MARDAL 9, INNRI NJARÐVÍK SÍMI 421 3160 - 694-3160 vATSNES ART GALLERÝ Vatnesvegi 8 Keflavík í desember verður Gallerýið opið fimmtudag, föstu- dag, laugardag og sunn- dag frá kl 12-19. Allir velkomnir Reynir Katrínar, Óla Ólafs og Hildur Harðar AFMÆLI 60 ára Hún Sirrý í Regattabúðinni verð- ur sextug á morgun 16. des. Hún tekur við kossum og faðmlögum í búðinni allan afmælisdaginn. Hún amma Sirrý sextug er sætust og best vel aldur þann ber. Hún standa mun vaktina í búðinni þann dag við syngjum klukkan 16 þér afmælislag. Afmæliskveðjur barnabörnin. Þessi fjörkjálfur á afmæli í dag! Afmæliskveðjur frá Viktori Síkrit. vÍKURfRÉTTIR Í SÍMANN m.vf.is Fríða Dís Guðmundsdóttir söngkona Klassart er mikið jólabarn og þetta árið mun reyna á hana í eldhúsinu. Hún og systir hennar munu sjá um jólahaldið sem fram fer í Sandgerði. Það sit- ur enn í Fríðu þegar hún fékk eitt sinn hálfa kartöflu í skóinn. Fyrstu jólaminningarnar? Í húsinu sem ég bjó í fyrstu níu ár ævi minnar var langur gangur frá svefnherbergjunum og fram í eldhús. Ég er nokkuð viss á því að fyrstu jólaminningarnar teng- ist því að ég átti alltaf að fara fram á gang á meðan mamma pakk- aði inn gjöfunum til mín. Biðin var oft löng en bæði ærslafull og spennandi. Þegar ég var fjög- urra ára fékk ég einu sinni hálfa kartöflu í skóinn ásamt nammi, kartaflan stendur ennþá í mér. Jólahefðir hjá þér? Hefðin hefur verið mjög afslöppuð fyrir jólin hjá okkur í Sandgerði fyrir mitt leyti þar sem mamma er vön að sjá um allt og alla án þess að maður megi nokkuð gera. En í ár horfir þetta öðruvísi við því hún er að fara í brjósklosaðgerð rétt fyrir jól og við systir mín fáum því að sjá um hana og heimilið á meðan (þó aðallega að sjá til þess að hún fari ekki of geist af stað). Ertu dugleg í eldhús- inu yfir hátíðirnar? Ég hef verið ágætis hjálparkokk- ur hingað til að ég held, en það reynir kannski í fyrsta sinn á það fyrir alvöru þessi jól. Mamma er þó auðvitað búin að baka allar sortir og gott ef hún er ekki bara búin að elda hamborgarhrygg- inn líka. Ég ætla þó að baka lak- krístoppa fyrir kærastann minn til að hala inn nokkrum stigum þegar prófa- og músíkstússinu er að mestu leyti lokið hjá mér. Jólamyndin? Við jólatréð, mátulega löng teikni- mynd með íslensku tali sem fylgdi eitt sinn með pylsupakka. Ég og Særún systir mín horfum alltaf á hana saman á aðfangadag, þá mega jólin fyrst koma. Annars er ég líka af Home Alone kynslóðinni. Jólatónlistin? Mér þykir skemmtilegast að hlusta á íslenska jólatónlist. Uppáhalds jólaplöturnar mínar eru Skemmti- legustu lög Gáttaþefs með Ómari Ragnarssyni, Desember með Siggu Beinteins og platan sem fór ekki úr spilaranum síðustu jól er Majones Jól með Bogomil Font, ákaflega skemmtileg plata. Ég kvarta þó ekki ef ég kemst í jólalög Spike Jones eða Bing Crosby og aðrar perlur. Hvar verslarðu jólagjafirnar? Á eins fjölbreyttum stöð- um og þær eru margar. Gefurðu mikið af jólagjöfum? Nei svo sem ekki, bara þeim allra nánustu. Jólakortin frá mér munu þó vonandi gleðja fólkið í kringum mig fyrst buddan er svona úthverf og ómöguleg. Ertu vanaföst um jólin, eitt- hvað sem þú gerir alltaf? Við systurnar hlaupum alltaf með síðustu jólakortin á aðfangadag ásamt því að horfa á jólamyndina okkar áður en við förum í dressið. Besta jólagjöf sem þú hefur fengið? Úff, þær eru ansi margar. Þegar ég var eins árs fékk ég stórt bleikt kerti í jólagjöf frá bróður pabba og konu hans en kertið er í laginu eins og jólatré. Það hefur alltaf verið uppáhalds jólaskrautið mitt og ég hef aldrei tímt að kveikja á því nema einu sinni. Þannig bar að garði að ég og mamma sætt- umst á það ein jólin að nú skyld- um við kveikja á kertinu, ég hef ekki verið eldri en fimm eða sex ára. Kveikiþráðurinn var rosalega langur og þetta var mikil athöfn fyrir mig. Þegar eldurinn á kveiki- þráðnum nálgaðist kertavaxið fékk ég næstum því taugaáfall og fór að hágráta og blés á logann, þá var bræðrum mínum skemmt. Þorsteinn kærastinn minn gaf mér líka fallega og hlýja úlpu síðustu jól sem er kuldaskræf- unni mjög kærkomin. Hvað er í matinn á aðfangadag? Heimsins besti hamborgarhryggur að hætti mömmu og pabba, ef ég er hjá tengdó er það dýrindis kalk- únn sem er skemmtileg tilbreyting. Eftirminnilegustu jólin? Þau voru haldin gleðileg í Sand- gerði. Ég fékk safndiska með Jamiroquai og Michael Jackson í jólagjöf og ég og Særún systir mín skelltum þeim í tækið og dönsuðum í hláturskasti um gjörvalla stofuna, upp á stólum og borðum eins og fífl, fjölskyld- unni til mikillar ánægju. Fyrstu jólin sem ég hélt úti á Flórída hjá tengdó voru líka undarleg en skemmtileg í sól og sumaryl. Hvað langar þig í jólagjöf? Ég er ósköp nægjusöm og eins klisjukennt og það nú hljómar þá er ást og nærvera minna nánustu meira en forréttindi. En ef fólk vill sýna ást í gjöfum og er í stök- ustu vandræðum með mig má það hafa augun opin fyrir Sögunni af Dimmalimm eftir Mugg. Heima- tilbúnar gjafir eru alltaf í mjög miklu uppáhaldi. Kerti, bækur, hlý náttföt og góðir sokkar eru líka uppskrift að góðum jólum. JÓLA HVAÐ? Fríða Dís Guðmundsdóttir Afslöppuð hefð fyrir jólin 2011 Gleðilega hátíð Jólalukka SKAFMIÐA LEIKUR VÍK URFRÉTTA OG VERSL ANA Á SUÐURN ESJUM Jólalukkan Verslum heima!5000 vinningar

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.