Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.12.2011, Side 38

Víkurfréttir - 15.12.2011, Side 38
38 FIMMTudagurInn 15. dESEMbEr 2011 • VÍKURFRÉTTIR „Í þessu felast tækifæri fyrir ferðaþjónustuna og ekki síður almenning að njóta betur þess sem svæðið hefur upp á að bjóða til náttúruskoð- unar og útivistar. Þarna er að finna margar spennandi gönguleiðir og áhugaverð náttúrusvæði. Þá eru ekki síður merkilegar þær sögulegu minjar sem svæðið hefur að geyma,“ segir Ellert sem fyrir nokkru gerði fjóra stutta og áhugaverða fræðsluþætti um gönguleiðir á Reykjanes- skaga. Þættina er hægt að skoða á vef Víkurfrétta, vf.is. Þær eru orðnar æði margar gönguferðirnar sem Ellert hefur farið um Reykjanesskagann síðan vorið 2006. Hann segist eiga eftir að fara margar í viðbót enda sé Reykjanesskaginn sannkölluð útivistarparadís sem komi sífellt á óvart. Brimið á Reykjanesi heillar marga. Kvöld við Austurengjahver í Krýsuvík. Háhitasvæðin á Reykjanesskaga eru uppspretta óþrjótandi myndefnis. Í Katlahrauni, austan við Grindavík, er að finna eina stórbrotnustu hraun- myndun Reykjanesskagans. Gönguhópur á ferð í hrikalegu landslagi Sveifluhálsins. Hálendislandslagið þar dregur að margan göngugarpinn. Lambafellsklofi er feiknamikil gjá í Lambafelli, austan við Trölladyngju. Fellið hefur hreinlega klofnað í tvennt og hægt er að ganga í gegnum gjána. Ljósmyndir: Ellert Grétarsson,www. elg.is Reykjanesskagi -náttúruundur á heimsvísu

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.