Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.12.2013, Side 63

Víkurfréttir - 19.12.2013, Side 63
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 19. desember 2013 63 lífinu. Æfingin er það mikilvægasta af öllu, það er ekki nóg bara að mæta. Keflavík hefur síðan haldið fyrir sig sínum auka áherslum ef svo mætti kalla. En það eru áherslur sem eru í anda þeirrar hugmynda- fræði sem Keflavík hefur. Í þessum efnum er Keflavík með ákveðnar æfingar sem stelpurnar læra snemma og þróa svo með sér upp alla flokkana. Árangur ofar öllu Hættan sem er að skapast í kvenna- körfuboltanum í dag í Keflavík er að stelpur eru að fara ungar í meistaraflokk, allt að 16 ára gamlar. Þær stúlkur æfa þá með meistara- flokki og eru að spila með 1-2 öðrum flokkum í leiðinni. Fyrir vikið þá eru þessar stelpur á færri æfingum en spila meira af leikjum og missa þar af leiðandi af kennslu í grunnatriðum. Keflavík hefur spornað við þessu með að bjóða upp á aukaæfingar sem eru fastir tímar í hverri viku. Á þessum auka- æfingum er bara unnið í grunnat- riðum. Keflavík byrjar fyrr að leggja áherslu á árangur í keppni en stefna ÍSÍ segir til um. Félag- ið byrjar frá 11 ára aldri að leggja áherslu á árangur í keppni, á meðan stefna ÍSÍ segir að það eigi að gera frá 15 ára aldri. Eftir að krakkar mæta á æfingar hjá körfuboltanum í Keflavík þá reyna þjálfarar að halda þeim hjá sér og reyna að passa að þeir fari ekki í aðrar íþróttagreinar. Sérstaklega þeim sem þykja efnilegir. Þjálfarar hafa litla þolinmæði gagnvart því ef iðkendur eru að æfa aðrar íþrótta- greinar. Er það einfaldlega þannig að þeir sem eru að æfa fleiri en eina íþróttagrein eða í tónlistarnámi og mæta þar af leiðandi ekki á allar æfingar fá að spila minna en aðrir. Þeir sem vilja æfa körfubolta sem líkamsrækt eða til að rækta félags- skapinn, er ekki boðið upp á slíkt. Árangur er það sem skiptir öllu og eru þjálfarar duglegir að láta þá bestu spila mest á kostnað annarra til þess eins að vinna leiki. Þessi speki og hugmyndafræði er þó að breytast. Yfirþjálfari yngri flokka, Einar Einarsson er farinn að leggja meiri áherslu á að þjálfarar kenni iðkendum sínum og reyni að skila sem hæfileikaríkustum ein- staklingum frá sér eftir hvern vetur. Von er til þess að skila sem flestum einstaklingum frá yngri flokka starfinu og upp í meistaraflokk. Í dag er lið meistaraflokks kvenna það yngsta í úrvalsdeildinni. Liðið er í öðru sæti deildarinnar eftir að hafa leitt mótið frá upphafi þess. Nokkur enduruppbygging er í gangi í Keflavík og eru nokkrir sigursælustu yngri flokkar félagsins frá upphafi væntanlegir í meistara- flokk innan fárra ára. Ekkert lát virðist því á frábæru gengi Kefla- víkur ef áfram heldur sem horfir. Í byrjun nýrrar aldar eða árið 2001 útnefndi KKÍ lið aldarinnar í kvennakörfuboltanum. Þar áttu Keflavíkurstelpur 2 leikmenn af 5 í byrjunarliðinu og svo 4 til viðbótar af 7 á varamanna- bekknum. Önnu Maríu Sveins- dóttur hlotnaðist svo sá heiður að fá titilinn leikmaður aldarinnar í kvennakörfuboltanum á Íslandi. Það er athyglisvert að skoða viðurkenningar sem veittar eru í mótslok, en þar hafa leikmenn Keflavíkur látið til sín taka. Alls 12 sinnum hefur Keflavík átt leik- mann ársins sem er met, en verð- launin voru fyrst afhent árið 1982 og hafa því verið afhent alls 32 sinnum. Þá hefur félagið 7 sinnum átt besta unga leikmanninn sem er met, verðlaunin voru afhent fyrst árið 1994 og hafa verið veitt alls 18 sinnum. ANNA MARÍA LEIKMAÐUR ALDARINNAR Ótrúleg endurkoma Íslandsmeistaranna uGrindvíkingar sóttu magn- aðan sigur gegn Skallagrími eftir að leikurinn virtist svo gott sem tapaður í hálfleik hjá Suðurnesja- piltum. Borgnesingar sem léku á heimavelli voru sjóðheitir í fyrri hálfleik en munurinn var 18 stig þegar liðin gengu til klefa í hálf- leik og útlitið svart hjá Grind- víkingum. Sverrir Þór Sverris- son hefur látið nokkur vel valin orð falla í klefanum í hálfleik en Grindvíkingar hreinlega skelltu í lás í vörninni þegar aftur var flautað til leiks. Borgnesingar skoruðu aðeins 23 í seinni hálf- leik gegn varnarmúr Grindvík- inga, á meðan Íslandsmeistar- arnir sölluðu niður 53 stigum. Lokatölur urðu 73-85 Grind- víkingum í vil. Sigur gegn Stjörn- unni í síðasta leik Nigel Moore uNjarðvíkingar báru sigurorð af Stjörnumönnum, 98-87 í Dom- ino´s deild karla í körfubolta í síðasta leik fyrir jólafrí. Leikur- inn var jafn og spennandi lengst af en Njarðvíkingar reyndust sterkari í síðasta leikhluta. Elvar Már Friðriksson lék afbragðsvel hjá heimamönnum í Njarðvík en hann skoraði 31 stig í leiknum. Nigel Moore kvaddi Ljónagryfj- una með skínandi góðum leik en kappinn hnoðaði í tvennu, 21 stig og 12 fráköst. Það verður eftirsjá af Nigel í Njarðvík en það er ljóst að liðið er vel mannað af bakvörðum og skortir kraft í teiginn. Nigel mun ganga til liðs við ÍR en þar er Njarðvíkingur- inn Örvar Kristjánsson þjálfari. Öruggur Keflavíkursigur uKeflvíkingar voru í stuði gegn Snæfellingum um helgina og unnu öruggan sigur í Domino´s deild karla. Keflvíkingar lögðu grunn að sigrinum með frá- bærum fyrsta leikhluta þar sem þeir náðu 20 stiga forystu, 34-14. Að lokum fór það svo að Kefl- víkingar lönduðu 103-77 sigri. Keflvíkingurinn Rebekka Gísladóttir lék heldur betur vel með liði sínu í bandaríska há- skólafótboltanum í ár. Rebekka sem er á síðasta ári við Embry Riddle skólann í Daytona Flo- rida, var valin í All-American liðið 2013, sem er viðurkenning fyrir góðan árangur í háskólafót- boltanum í Bandaríkjunum. Valin eru lið 1-3 og var Rebekka valin í All-American lið númer tvö af National Association of Inter- collegiate Athletics - og valin í lið númer eitt af þjálfurum deildar- innar. Rebekka hefur sýnt ótrú- legan árangur, en hún fór í brjósk- losaðgerð í baki sumarið 2012 en kom tvíelfd tilbaka. Rebekka hefur verið einn af tveimur fyrirliðum skólans þetta fótboltaár en hún leikur sem varnarmaður hjá liðinu. Rebekka í úrvalsliði í háskólaboltanum Friðjón Einarsson nýr for- maður Golfklúbbs Suðurnesja Friðjón Einarsson er nýr for m a ð u r G ol f k lúbb s Suðurnesja en aðalfundur klúbbsins var haldinn 5. des. sl. Hann tekur við af Sigurði Garðarssyni sem lætur af emb- ætti eftir fimm ár. Á fundinum kom fram að rekstur GS hafi verið í ágætum málum þó svo að tekjur hafi dregist nokkuð saman en þá gerðist það líka gjaldamegin. Reksturinn var því réttu megin við núllið og hagnaður 2,5 milljónir kr. „Ég vil þakka það traust og þann heiður sem mér er sýndur með þessu kjöri og ég lofa því að ég mun gera mitt besta í því að halda áfram því góða starfi sem hér hefur verið unnið undir forystu Sigurðar Garðarssonar,“ sagði Friðjón í tölvupósti sem lesinn var upp á aðalfundinum. Friðjón var ekki viðstaddur þegar hann var kosinn á fund- inum þar sem hann var hjá syni sínum og eiginkonu í Reading í Englandi. Sonur hans æfir knatt- spyrnu með enska félaginu í samnefndum bæ. „Golfárið sem nú er að baki var gott golfár að mörgu leyti, þar sem starfsmenn og sjálfboða- liðar GS stóðu fyrir meira en 50 skráðum golfviðburðum. Þar á meðal voru a.m.k. 4 stórir golf- viðburðir fyrir GSÍ eins og t.d. KPMG bikarinn, Eimskips- mótaröðin, Sveitakeppni GSÍ 1. deild kvenna og Íslandsmót unglinga,“ sagði Sigurður Garð- arsson, fráfarandi formaður GS m.a. í skýrslu stjórnar. Hann sagði félagsstarf í klúbbnum gott og félagar væru duglegir að taka þátt í sjálfboðastarfi sem fylgir miklu mótahaldi. Golfíþróttin hefur átt undir högg að sækja meðal barna og unglinga og GS hefur ekki farið varhluta af því. Reynt hefur verið að laða ungmenni á golf- völlinn og á næsta ári verður til að mynda ókeypis fyrir 14 ára og yngri að ganga í klúbbinn. Auk Sigurðar gengu Páll Ketils- son, varaformaður og Heimir Hjartarson, út úr stjórn og Gylfi Kristinsson sem var í varastjórn hætti einnig. Þeir komu með Sigurði inn í stjórn fyrir fimm árum síðan. Auk Friðjóns í for- mannsembættið komu Jóhann Páll Kristbjörnsson og Jón Ingi Ægisson nýir inn í stjórn og Guðmundur R. Hallgrímsson í varastjórn. GS verður 50 ára á næsta ári og verður tímamótunum fagnað með veglegum hætti. Ný stjórn GS er þannig skipuð: Friðjón Einarsson formaður Jóhann Páll Kristbjörnsson Jón Ingi Ægisson Karitas Sigurvinsdóttir Hafdís Ævarsdóttir Davíð Viðarsson Þröstur Ástþórsson Varastjórn Guðmundur Rúnar Hallgrímsson Örn Ævar Hjartarson Hilmar Björgvinsson

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.