Ægir

Årgang

Ægir - 01.06.2014, Side 6

Ægir - 01.06.2014, Side 6
6 Síðustu vikur hafa borist fregnir af samningum íslenskra útgerðarfyrir- tækja um nýsmíðar skipa, bæði uppsjávarskipa og ísfisktogara. Fjár- festingin hleypur á hátt í 20 milljörðum króna, þ.e. þau verkefni sem þegar hafa verið gerð opinber en líklegt verður að teljast að talsvert meira sé í farvatninu enda þörfin orðin mjög mikil. Öllum atvinnugreinum er nauðsynlegt að fjárfesta í atvinnutækj- um á hverjum tíma. Saga sjávarútvegs á Íslandi endurspeglar þetta mjög vel. Það urðu byltingarkenndar breytingar á sínum tíma þegar skuttogararnir komu í sjávarplássin hringinn í kringum landið, sama er að segja um tilkomu frystihúsanna. Að ekki sé minnst á frystitogarana þó þar sé líka vert að gefa gaum hversu hátt hlutfall þess flota er eldri ísfiskskip sem breytt var í frystiskip. Fjárfestingar í nýrri tækni, hugsun og búnaði í fiskimjölsverksmiðjunum er enn eitt dæmið um þetta og á síðari árum sú þróun sem hefur áhrif bæði í landvinnslu og skipastóln- um að aukin áhersla er á framleiðslu ferskra fiskafurða. Allt snýst þetta um eitt atriði sem öllu skiptir; þ.e. að framleiða betri vörur á hag- kvæmari hátt en áður. Litið aftur í tímann hefur greinin verið mjög kvik og fljót að tileinka sér nýjungar sem skýrist öðru fremur af því hversu markaðsvædd hún er. Drifkraftur breytinganna er sá sem mestu ræður, kaupandi afurðanna; hans viðhorf og vilji. Til að mæta hans þörfum verður að finna hagkvæmustu leiðirnar að því að fram- leiða þá vöru sem markaðurinn óskar eftir. Fjallað er um þessa nýhöfnu fjárfestingaskriðu í skipastólnum hér í blaðinu og vert er að taka undir með Kristjáni Vilhelmssyni, útgerðar- stjóra Samherja hf., að þessar nýsmíðar hefðu þurft að vera komnar af stað fyrir löngu. Kristján vekur athygli á hvernig komið var fyrir grein- inni á þeim tíma þegar kvótakerfið var sett á. Þá varð ný hugsun að koma til. Það tók sinn tíma að snúa frá óhagkvæmninni en nú virðist komið að nýjum framfarakafla. Vissulega varð efnahagsáfall hér á landi sem að einhverju marki hafði áhrif á áform fyrirtækja um endur- nýjun skipanna. Hitt hefur þó ekki leynt sér innan greinarinnar að áhrif af umræðu um grundvallarbreytingar stjórnvalda á kerfinu hafa verið víðtæk og sett fjárfestingar til framtíðar á ís. Uppsöfnuð þörf er því orðin mikil og kann mörgum sem með fylgjast nokkuð risavaxið þegar ráðist er í á stuttum tíma svo miklar fjárfestingar sem raun ber vitni. Horft til aldurs skipastólsins blandast hins vegar engum hugur um að þau nýsmíðaverkefni sem búið er að semja eru ekki nema hluti af brýnni þörf. Áratuga gamlir ísfisktogarar munu víkja fyrir nýjum og sérhönnuð- um skipum sem búin eru með tilliti til þarfa dagsins í dag. Það snýr meðal annars að kælingu á aflanum og allri meðferð en þekking á þeim mikilvæga þætti í öllu veiði- og vinnsluferli í sjávarútvegi hefur stóraukist frá þeim tíma þegar gömlu ísfisktogararnir voru smíðaðir. Annað atriði, ekki síður mikilvægt, er eldsneytisþátturinn í útgerðinni. Eldsneytiskostnaður er orðinn mjög stór liður í útgerð skipa og skiptir miklu að auka hagkvæmni til að mæta því, enda vart við því að búast á komandi árum að stórfelldar lækkanir verði á eldneytisverði. Skipa- stóllinn hefur líka mikið að segja í heildarútblæstri hér á landi og hvert nýtt skip er mikilvægt innlegg til að draga úr losun á heimsvísu. Margar jákvæðar hliðar eru því á því að fiskiskipaflotinn yngist þó já- kvæðast sé að sjá fjárfestingu fara af krafti af stað á nýjan leik. At- vinnugrein sem ekki fjárfestir til að endurnýja sig er í kyrrstöðu og þannig vill enginn sjá sjávarútveginn á Íslandi. Jóhann Ólafur Halldórsson ritstjóri skrifar Tímabærar fjárfestingar Út gef andi: Athygli ehf. ISSN 0001-9038 Rit stjórn: Athygli ehf. Hafnarstræti 82, Ak ur eyri. Rit stjór i: Jóhann Ólafur Hall dórs son (ábm.) Sími 515-5220. GSM 899-9865. Net fang: johann@athygli.is Aug lýs ing ar: Inga Ágústsdóttir. Sími 515-5206. GSM 898-8022. Net fang: inga@athygli.is Suðurlandsbraut 30. Reykjavík. Hönnun & umbrot: Athygli ehf. Suðurlandsbraut 30. Reykjavík. Sími 515-5200. Á skrift: Hálfsársáskrift að Ægi kostar 5100 kr. Áskriftar símar 515-5200 & 515-5205 ÆG IR kem ur út 11 sinn um á ári. Eft ir prent un og ívitn un er heim il, sé heim ild ar get ið. MAKING MODERN LIVING POSSIBLE Danfoss hf. • Skútuvogi 6 • 104 Reykjavík • Sími: 510 4100 • veffang: www.danfoss.is Danfoss stjórnbúnaður fyrir íslenskan iðnað Rofabúnaður • Mjúkræsar • Segullokar Hitastillar • Hitanemar Stjórnbúnaður með áratuga reynslu við íslenskar aðstæður Hitaliðar • Þrýstiliðar • Þrýstistillar • Þrýstinemar R itstjórn a rp istilll www.icefish.is Þriggja daga sýning og verðlaunaafhending Stærsta sjávarútvegssýningin í norðri! Skipuleggjandi Alþjóðlegt tímaritOpinbert flugfélag/ Loftflutningar & hótelkeðja Þar er fjallað um allar hliðar fiskveiða í atvinnuskyni, allt frá fiskileit og veiðum, vinnslu og pökkun til markaðssetningar og dreifingar á fullunninni vöru til neytenda. Nánari upplýsingar um alla þætti, hvort sem þú vilt sýna, koma í heimsókn eða vera kostandi, veitir sýningarstjórn í síma +44 (0) 1329 825335 eða í netfanginu info@icefish.is Opinber vörustjórnun Opinber íslensk útgáfa Smáranum í Kópavogi dagana 25. - 27. september 20 14 11. íslenska Heimsækið vefsetur okkar: www.icefish.is Mercator Media Ltd The Old Mill, Lower Quay, Fareham Hampshire PO16 0RA England Tel: +44 (0)1329 825335 Fax: +44 (0) 1329 825330 info@icefish.is www.icefish.is

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.