Ægir

Volume

Ægir - 01.06.2014, Page 9

Ægir - 01.06.2014, Page 9
9 að fylgjast með öryggismálum. Þá megi ekki heldur gleyma þætti Siglingastofnunar Íslands í að framfylgja þeim tillögum sem nefndin hefur gert á undanförnum árum. Allar tilkynningar til Rannsóknarnefndarinnar Á vef Rannsóknarnefndar sam- gönguslysa (www.rnsa.is) er meðal annars að finna yfirlit um tilkynningar sem nefndinni hafa borist um slys á sjómönn- um á síðustu árum. Athygli vek- ur að langflestar tilkynningar, eða um það bil fjórar af hverj- um fimm, koma í gegnum Sjúkratryggingar Íslands, en einungis eitt af hverjum fimm slysum er tilkynnt beint til nefndarinnar. Ástæðuna fyrir þessu segir Jón vera þá að margar tilkynningar til Sjúkra- trygginga séu vegna minnihátt- ar mála sem menn telji ekki eiga erindi við Rannsóknar- nefndina. Hins vegar séu atvik- in tilkynnt til Sjúkratrygginga til að halda til haga hugsanlegum bótarétti viðkomandi sjó- manna. Hann segir að í þessu felist ákveðinn misskilningur. Rannsóknar nefnd in þurfi líka að fá upplýsingar um öll þessi mál til að hægt sé að vinna úr þeim tölfræðilega og fá heildar- yfirlit yfir þau atvik sem verða um borð. „Þess vegna höfum við hvatt menn til að senda alltaf afrit á okkur þegar mál eru send til Sjúkratrygginga. Við metum það síðan sjálfstætt hvort ástæða er til að skoða við- komandi mál frekar, eða hvort skráningin dugar. Tilkynning- um til okkar fer smám saman fjölgandi og í sumum tilfellum gera Sjúkratryggingar kröfu um að menn hafi sent tilkynningu til okkar áður en mál eru af- greidd hjá þeim.“ Hann segir að á heimasíðu Rannsóknarnefndar samgöngu- slysa sé hægt að fylgjast með þeim málum sem berist nefndinni og þeirri afgreiðslu sem þau fá og segir hann fjöl- marga nýta sér þetta eins og aðsóknartölur á síðuna beri glöggt vitni um. Frá Patreksfirði í nóvember 2001 þegar Núpur BA 69 varð vélarvana og rak upp í fjöru rétt vestan við þorpið. Skipverjar björguðust allir í land heilir á húfi. Matís ohf. er í mörgum skilningi mikilvæg auðlind fyrir Íslendinga. Fyrirtækið er lykilaðili í matvælarannsóknum og matvælaöryggi og hefur að baki sér þekkingu 100 starfsmanna sem eru sérfræðingar og vísindamenn á ólíkum sviðum. Rannsóknir eru íslenskum sjávarútvegi mikilvægar því þæ styðja framþróun, nýsköpun og markaðsstarf greinarinnar. Hjá Matís er stöðugt unnið að fjölda rannsóknarverkefna sem tengjast sjávarútvegi með ýmsum hætti. Þannig leitum við sífellt svara og vitum alltaf meira í dag en í gær. Rannsóknir í þágu sjávarútvegs Stefna Matís er að  ... vera framsækið þekkingarfyrirtæki sem eflir samkeppnishæfni Íslands og skilar þannig tekjum til íslenska ríkisins  ... vera eftirsóttur, krefjandi og spennandi vinnustaður með fyrsta flokks aðstöðu þar sem starfsmenn njóta sín í starfi  ... hafa hæft og ánægt starfsfólk Gildi Matís  Frumkvæði  Sköpunarkraftur  Metnaður  Heilindi Hlutverk Matís er að  ... efla samkeppnishæfni íslenskra afurða og atvinnulífs  ... tryggja matvælaöryggi og sjálfbæra nýtingu um- hverfisins með rannsóknum, nýsköpun og þjónustu  ... bæta lýðheilsu www.matis.is

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.