Ægir

Volume

Ægir - 01.06.2014, Page 11

Ægir - 01.06.2014, Page 11
11 „Mesta breytingin undanfar- in ár er sú að netnotkun úti á sjó hefur vaxið mjög. Í nær öll- um skipum og bátum er GSM router og í gegnum 3G kerfið ná menn því ágætis netsam- bandi víða. Þetta 3G kerfi er þó langt í frá jafn langdrægt og gamla NMT kerfið sem eitt sinn var. Það kerfi datt út sem kunn- ugt er og Síminn veðjaði á 3G. Norðmenn fóru aðra leið, þeir breyttu gamla NMT kerfinu yfir í stafrænt net, svokallað Icenet. Það virkar mjög vel, er mun langdrægara en 3G, gömlu NMT netin notuð áfram um borð og sjómenn með háhraða nettengingu jafnlangt og NMT símakerfið náði,“ segir Guð- mundur. Æ fleiri munu fá sér gervihnattakúlu Hann bætir við að annar ann- marki á kerfinu sé sá að notkun- in sé enn sem komið er nokkuð kostnaðarsöm, kerfið er dýrt og menn fái stundum vænan reikning eftir túrinn. Til að ná netsambandi úti á sjó fjarri landi þarf að setja VSAT gervi- hnattakúlur um borð í skipin og á langflestum stærri skipum séu slíkar kúlur fyrir hendi. Það geri sjómönnum kleift að nýta far- tölvur í klefum sínum og einnig er hægt að hringja í gegnum VSAT kerfið. „Sjómenn geta þannig, svo dæmi sé tekið, stundað fjarnám úti á sjó eða í raun gert flest sem þeir kjósa,“ segir Guðmundur. Hann kveðst þess fullviss að þróunin verði sú að umfang gervihnattakúlunn- ar muni minnka og þannig verði unnt að setja slíka fjar- skiptakúlu upp á minni bátum og jafnframt muni verð á bún- aði og notkun lækka. „Það er þróunin með flesta hluti, not- endum mun því fjölga á kom- andi árum,“ segir Guðmundur að lokum. Sónar sérhæfir sig í sölu og þjónustu á siglingatækjum.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.