Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2014, Síða 15

Ægir - 01.06.2014, Síða 15
15 Stærsta hvalasafn Evrópu verð- ur opnað við Fiskislóð í Reykja- vík um mánaðamótin júlí/ ágúst. Að baki verkefninu standa Hörður Bender og fjár- festingarsjóðurinn Landsbréf- Icetourist fund. Ægir ræddi stuttlega við Hörð um tilurð safnsins. „Hugmyndin að safninu á sér eðlilegan aðdraganda vegna uppgangs í ferðaþjón- ustu og með auknum áhuga á hvalaskoðun. Við sjáum þetta sem tækifæri til að auka við upplifun fyrir þá sem vilja meiri upplýsingar og læra meira um hvalina. Þar að auki er ekki alltaf veður fyrir hvalaskoðun og stundum er enga hvali að sjá, sem rennir enn fleiri stoðum undir þann grundvöll sem við teljum vera fyrir safninu,“ segir Hörður en stefnt er að samstarfi við öll hvalaskoðunarfyrirtæki á landinu. Allir íslenskar hvalategundir Að sögn Harðar voru fjárfestar einhuga um að aðbúnaður og aðstaða safnsins skyldi vera í fremstu röð. „Það eru önnur hvalasöfn í Evrópu. Eftir því sem ég best veit þá er stærsta safnið núna í Þýskalandi, norður af Berlín, en þar eru þeir með um 10 líkön til sýnis. Við verðum hins vegar með 23 líkön og beinagrindur. Í safninu verða allar íslenskar hvalategundir til sýnis.“ Hörður bætir því við að auk líkana verði gagnvirkar stöðvar á safninu sem geri gest- um kleift að afla sér upplýsinga um hvalina og heimkynni þeirra. Sérfræðingar úr öllum áttum Húsnæði safnsins við Fiskislóð er um 1700 fermetrar að stærð og er mikið lagt í hönnun þess. Hörður segir líkönin vera rétt ókomin, en þau eru hönnuð á Íslandi og svo framleidd utan landsteinanna. Undirbúningur hefur gengið hratt og vel fyrir sig og koma fremstu fagaðilar úr ýmsum áttum að verkefninu. Þá koma helstu sérfræðingar Ís- lands í sjávarlíffræði að upp- setningu safnsins auk sýn- ingarteymisins sem setti á fót hestagarðinn Fákasel við Ing- ólfshvoll í Ölfusi, fyrr á þessu ári við góðan orðstír. Fróðlegt verður að fylgjast með opnun safnins og viðtökum bæði er- lendra ferðamanna og heima- manna. Stærsta hvalasafn Evrópu opnar á Granda Tölvuteikning sem sýnir hönnun safnsins. Húsnæðið við Fiskislóð er um 1700 fermetrar að stærð og er mikið lagt í hönnun þess. S öfn

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.