Ægir

Volume

Ægir - 01.06.2014, Page 19

Ægir - 01.06.2014, Page 19
19 með vatnsskurðartækninni. „Nú getum við nákvæmlega stýrt stærð á bitunum og þannig t.d. fengið 100 gramma bita, hvorki þyngri né léttari. Nýtingin á flökunum verður til muna meiri en var áður og það skiptir vinnsluna miklu máli. Kröfur sumra viðskiptavina eru líka að aukast mikið í þessa veru, þ.e. að þyngdir á bitum séu ná- kvæmar,“ segir Ægir en þrátt fyrir þessa nýju tækni verður sami starfsmannafjöldi í frysti- húsinu en mörg störf með nokkuð öðru sniði en áður. Líkt og áður verða þorsk- hnakkar og fleiri bitaafurðir fluttar ferskar á erlenda mark- aði en styrtlustykki lausfryst. Sami kaupandi í Frakklandi hef- ur tekið við öllum þorskhnökk- um Gjögurs á Grenivík síðustu ár en alla jafna eru afurðir af- settar vikulega á Austfjörðum, annars vegar í Norrænu á Seyðisfirði og hins vegar í frakt- skip á Reyðarfirði. Ægir viður- kennir að snjóalög í vetur hafi sett strik í reikninginn í land- flutningunum innanlands og í nokkur skipti hafi þurft að flytja afurðir til Keflavíkur í flug. Allur afli Gjögurs til vinnslu á Grenivík kemur frá skipum fyrir- tækisins en annar afli en þorskur hefur verið seldur á mörkuðum. Ægir segir ársfram- leiðsluna um 1200 tonn en með tilkomu nýju vinnslulínunnar megi gera ráð fyrir að hún auk- ist í um 1600 tonn á ári. Frystihús Gjögurs: Ný vinnslulína og aukin framleiðsla Átta snyrtistöðvar eru á nýju flæðilínunni. Endastöð nýju línunnar er pökkunarvélin þar sem ferskum þorskhnökkum og bitum er raðað í kassa á sjálfvirkan hátt.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.