Ægir

Årgang

Ægir - 01.06.2014, Side 20

Ægir - 01.06.2014, Side 20
20 Breytileiki í útbreiðslu og stofnstærð einkennandi Forstjóri Hafrannsóknastofnun- ar fer í inngangi skýrslunnar yfir sviðið hvað nytjastofnana varð- ar og segir marga þeirra í ágætu jafnvægi og að nýting þeirra sé hófleg. Hann bendir á vöxt veiðistofna gullkarfa og ufsa sem dæmi um jákvæða þróun. Síðan víkur Jóhann máli að ýsustofninum þar sem myndin er öllu dekkri sökum slakrar nýliðunar um margra ára skeið. „Breytileiki í útbreiðslu og stofnstærð einkennir mikilvæg- ustu uppsjávarstofna við landið. Kolmunnastofninn er nú í góðum vexti eftir að hafa verið í mikilli lægð á undanförnum árum. Stofn íslenskrar sumar- gotssíldar hefur mátt þola veru- leg afföll síðastliðin ár, bæði sökum sýkingarfaraldurs og vegna súrefnisskorts í Kolgrafa- firði veturinn 2012/2013. Þrátt F isk istofn a r Nytjastofnaskýrsla Hafrannsóknastofnunar: Sterkur þorsk- stofn en dökkt útlit í ýsunni „Samkvæmt stofnmati er viðmiðunarstofn þorsks nú metinn um 1106 þúsund tonn og hrygningarstofninn 411 þúsund tonn. Hrygn- ingarstofninn er nú þrefalt stærri en þegar hann var í lágmarki 1992–1994 og viðmiðunarstofninn stærri en hann hefur verið undanfarna þrjá áratugi. Síðasta áratug hefur veiðihlutfallið fallið úr 34–40% í um 20% af viðmiðunarstofni árið 2013. Meðalstærð ár- ganga 2005–2010, sem nú eru uppistaðan í stofninum, er um 140 milljónir þriggja ára nýliða sem er um 80% af meðalstærð árganga tímabilsins 1955–2012. Allir árgangar frá 2010, nema árgangur 2011, eru minni en langtíma meðaltalið. Þrátt fyrir að nýliðun hafi verið undir meðallagi á undangengnum áratug hefur þorskstofn- inn styrkst verulega og er það fyrst og fremst vegna minni sóknar. Með nýliðun síðustu ára er vart hægt að búast við meiri afrakstri úr þorskstofninum en nú er og ef aflareglunni er fylgt eru líkur á að afli haldist svipaður næstu árin,“ segir Jóhann Sigurjónsson for- stjóri Hafrannsóknastofnunar í nýrri skýrslu um nytjastofna og aflahorfur. Þar er ráðlagður afli á þorski á næsta fiskveiðiári 218 þúsund tonn, nokkru minni en margir höfðu borið væntingar til. Viðmiðunarstofn í þorski er nú stærri en hann hefur verið metinn síðustu þrjá áratugi. Hrygningarstofninn er sömuleiðis stór. Hins vegar er nýliðun síðustu ára slök.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.