Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2014, Blaðsíða 22

Ægir - 01.06.2014, Blaðsíða 22
22 2003 hafa nær horfið úr stofnin- um og litlir árgangar komið í þeirra stað,“ segir um ýsustofn- inn í stofnmatsskýrslunni. „Allir árgangar frá 2005, nema ár- gangur 2007, eru litlir og þrátt fyrir hóflegt veiðiálag undanfar- in þrjú ár hefur stofninn minnk- að. Öll stofnmatslíkön benda jafnframt til þess að stofninn minnki enn frekar þegar ár- gangurinn frá 2007 hverfur úr stofninum og yngri árgangar verða uppistaða veiðistofnsins. Mikilvægi árgangsins frá 2007 sést vel á því að árið 2013 stóð sá árgangur undir 43% af þeim afla sem barst á land og gert er ráð fyrir að um 35% af þyngd aflans árið 2014 verði úr þeim árgangi,“ segja skýrsluhöfundar en aflaregla gefur 30.400 tonna afla á næstafiskveiðiári og léleg nýliðun segja fiskifræðingar að boði enn frekari aflasamdrátt í framhaldinu. Á þá staðreynd er bent í skýrslunni að frá árinu 1995 hefur hlutfall ýsu sem veidd er á línu og í dragnót aukist jafnt og þétt en hlutfall í botnvörpu minnkað að sama skapi. Í fyrra skiptist ýsuaflinn þannig milli veiðarfæra að 44% veiddust í botnvörpu, 44% á línu, 11% í dragnót og 2% í önnur veiðar- færi. Aðeins innan við 1% aflans kom í net en það hlutfall var hins vegar 10-25% á árabilinu 1982-1993. Birtir á ný yfir loðnunni Óverulegar sveiflur eru á öðrum nytjastofnum samkvæmt skýrsl- unni, ef frá er talinn loðnustofn- inn. Ugg setti að mörgum í sjáv- arútvegi í vetur þegar loðnu- veiði var með slakasta móti en skýrsla Hafrannsókna stofnunar gefur tilefni til að ætla að það bakslag sé ekki langvarandi. Ráðlagður loðnuafli á komandi fiskveiðiári er þannig aukinn úr 160 þúsund tonnum í 225 þús- und tonn. „Loðnuvertíðin 2014/2015 mun byggjast að mestu á ár- göngunum frá 2012 og 2011. Um 60 milljarðar af ókynþroska ung loðnu mældust haustið 2013. Það spálíkan sem Haf- rannsóknastofnun hefur notað við að reikna bráðabirgðaafla- mark byggt á mælingum á ungloðnu að hausti gefur 450 þús. tonna aflamark fyrir vertíð- ina 2014/2015 þegar gert er ráð fyrir að 400 þús. tonn verði skil- in eftir til að hrygna vorið 2015. Þetta spálíkan er ekki viður- kennt af Alþjóða-hafrannsókna- ráðinu (ICES), einkum vegna þess að náttúruleg afföll eru talin of lág. Þess vegna leggja ICES og Hafrannsóknastofnun til að upphafsaflamark á vertíð- inni 2014/2015 verði 50% af spáðu aflamarki eða 225 þús. tonn. ICES telur að með því að hefja veiðar eftir aðalvaxtartíma loðnunnar á haustin megi bæta nýtingu stofnsins. Því leggur Hafrannsóknastofnun til að loðnuveiðar hefjist ekki fyrr en í október, þar sem loðnan eykur þyngd sína og fituinnihald hratt fram að þeim tíma. Ráðgjöf um endanlegt aflahámark fyrir vertíðina 2014/2015 verður kynnt eftir mælingu á stærð veiðistofnsins veturinn 2014/2015.“ Makrílstofninn á fimmtu milljón tonna Síðustu ár hefur makríll gengið í sívaxandi mæli inn á Íslandsmið og vestur í Grænlandshaf á sumrin og fram á haust. Auknar göngur á þessar slóðir eru tald- ar tengjast hlýnun sjávar og ef til vill minnkandi fæðuframboði á hefðbundnum ætisslóðum. Árið 2006 fór makríll að veiðast sem meðafli í síldveiðum í flot- vörpu fyrir Austurlandi og veiddust þá rúm 4 000 tonn. Beinar makrílveiðar hófust árið 2007 og var aflinn tæp 37 þús. tonn. Frá 2008 til 2011 jókst afl- inn úr 113 í 159 þús. tonn og fékkst hann mestmegnis í bein- um veiðum. Afli Íslendinga árið 2013 var 151 þús. tonn. Makrílstofninn er í heild metinn vera um 4,4 milljónir tonna.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.