Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2014, Síða 26

Ægir - 01.06.2014, Síða 26
26 Minnum á öfluga þjónustu Ísfells og gott úrval af vörum til línuveiða. Hér fyrir ofan má sjá lítið brot af þeim vörum og beitu sem Ísfell býður fyrir línuveiðar. Í vörulistanum á www.isfell.is er að finna ítarlegar upplýsingar um allar vörur. Hafðu samband og kynntu þér vöruúrvalið og þjónustuna! Allt til línuveiða Ísfell ehf • Óseyrarbraut 28 • 220 Hafnarfjörður • Sími 5200 500 • isfell@isfell.is www.isfell.is Starfsstöðvar Ísfells og Ísnets: • Ísnet Þorlákshöfn - Óseyrarbraut 28 • Ísnet Vestmannaeyjar - Flötum 19 • Ísnet Húsavík - Barðahúsi • Ísnet Akureyri - Oddeyrartangi • Ísnet Sauðárkrókur - Lágeyri 1 • Kristbjörg Ólafsfjörður - Pálsbergsgötu 1 • Ísfell / Ísnet Hafnarfjörður „Þessi nýja aðstaða er eins og best verður á kosið á fiskmörk- uðum í dag og markmið okkar er að auka smám saman magn- ið sem fer um markaðinn ári,“ segir Guðmundur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Fiskmarkaðs Norðurlands á Dalvík sem tók nú í vor í notkun 530 fermetra húsnæði að Ránarbraut 1 sem búið er kælirými, slægingarað- stöðu og vélflokkun. Í fram- haldi af kaupum fyrirtækisins Valeska ehf. á Fiskmarkaði Dalvíkur síðastliðið haust var nafni markaðarins breytt í Fisk- markað Norðurlands og nýtt húsnæði fundið fyrir markað- inn. „Við notuðum vetrar- mánuðina til að gera húsnæðið klárt fyrir starfsemina en að- staðan er önnur og mun betri en áður. Stóra breytingin er líka sú að nú bjóðum við upp á slægingarþjónustu og vélflokk- un sem ekki var til staðar áður og það er liður í aukinni þjón- ustu við viðskiptavini mark- aðarins. Á ársgrundvelli hafa farið um 2500 tonn af fiski í gegnum markaðinn en okkar markmið er í fyrstu að auka það upp í 3000 tonn,“ segir Guð- mundur. Góð þjónusta skiptir máli Fiskmarkaður Norðurlands sel- ur allar aukfisktegundir af tog- urum sem koma til löndunar fyrir fiskvinnslu Samherja hf. og ÚA á Akureyri. Yfir sumar- mánuðina eru strandveiðibátar mikilvægur viðskiptavinahópur en Guðmundur segir bátana flesta frá Dalvík og úr ná- grannabyggðum. „Afli strand- veiðibátanna hefur verið þokkalegur það sem af er sumri en þó náðist ekki heildaraflinn á svæðinu í maí en mun senni- lega nást í júní. Hér úti fyrir Norðurlandi sækja línubátar á haustmánuðum og þeir eru okkur líka mikilvægir viðskipta- vinir en fyrst og fremst koma bátar til löndunar á þeim mark- aði sem næstur er miðunum hverju sinni. Engu að síður skiptir miklu máli að bjóða góða þjónustu líkt og við telj- um okkur gera með þessari nýju aðstöðu,“ segir Guðmund- ur. En hvað með verðin? „Þau eru mjög breytileg og ráðast af nokkrum þáttum. Stærsta breytan er framboðið og þegar það er mikið þá geta verðin tekið dýfu,“ segir Guð- mundur. Sem kunnugt er hafa heimildir í ýsu verið skornar mikið niður og lítið fer af henni um markaðinn en kaupenda- hópurinn segir Guðmundur að sé mjög fjölbreyttur. „Já okkar viðskiptavinir má segja að séu út um allt land,“ segir hann. Fiskmarkaður Norðurlands á Dalvík: Nýtt húsnæði og aukin þjónusta Guðmundur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Fiskmarkaðs Norðurlands við ker með rígaþorski sem kom úr strandveiðinni. Hús Fiskmarkaðs Norðurlands við Ránarbraut á Dalvík. F isk m a rk a ðir

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.