Ægir

Årgang

Ægir - 01.06.2014, Side 30

Ægir - 01.06.2014, Side 30
30 við að taka þetta skref. Við höf- um skoðað málið frá ýmsum hliðum og niðurstaðan var sú að kaupa nýtt skip.“ Sigurgeir segir að þótt smíði á nýju skipi sé mikil fjárfesting þá sé áhætt- an við hana ekki eins mikil og kunni að virðast. „Nýleg ísfisk- skip eru ófáanleg, enda eru tveggja ára skip oft talin betri en ný vegna þess að þá er búið að sníða af þeim ýmsa vankanta sem vilja fylgja nýjum skipum. Markaður fyrir slík skip er því mjög góður og auðvelt að selja nýtt skip ef það reynist nauðsynlegt.“ Sigurgeir segir að við ákvörðun um smíði nýja skipsins hafi minni elds- neytiskostnaður vegið þungt og taki hönnun skipsins mið af því. Búið að greiða upp hagræðingarkostnaðinn Kristján Vilhelmsson fram- kvæmdastjóri útgerðarsviðs Samherja segir að þar á bæ séu þessi mál til skoðunar og að það muni skýrast fljótlega hver niðurstaðan verður. Aðspurður hvers vegna þessi skriða fjár- festinga fari af stað núna segir Kristján: „Þegar kvótakerfið var sett á 1983 var sjávarútvegur- inn í rúst. Það sýna hagtölur frá þessum tíma. Þá var farið í gríðarlega hagræðingu sem greinin sjálf kostaði. Veiðiheim- ildum var þjappað saman og tækjum fækkað þannig að þau sem eftir voru gátu sótt og unnið aflann á hagkvæmari hátt. Væntanlega er greinin um það bil að verða búin að greiða upp þennan kostnað núna og þá er hægt að fara að huga að endurnýjun. Í raun er allt of seint af stað farið í þessa endur- nýjun. Við hefðum þurft að vera búin að þessu fyrir löngu en síðustu 4-5 ár hefur það frestast vegna óvissu.“ Íslensk reynsla Verkfræði- og ráðgjafafyrirtæk- ið Navís hefur um árabil annast hönnun og endurbætur á fiski- skipum bæði fyrir íslenskar og erlendar útgerðir. Hjörtur Emils- son framkvæmdastjóri segir að íslenski fiskiskipaflotinn sé orðinn gamall og því mikil þörf á endurnýjun. Þetta eigi sér- staklega við um ísfisktogarana en á síðustu árum hafi menn byrjað að yngja upp uppsjávar- flotann og þá aðallega með kaupum á notuðum skipum frá Noregi. Hjörtur segir mikilvægt að við smíði nýrra skipa sé nýtt sú mikla reynsla sem hafi safn- ast upp hér á landi á liðnum ár- um. Þetta eigi bæði við um hönnun skipa og val á tækni- búnaði en þar segir hann ís- lensk fyrirtæki standa mjög framarlega. „Mörg þessara fyrir- tækja starfa nú í Sjávarút- vegsklasanum við Reykjavíkur- höfn en með tilkomu hans hafa opnast margir nýir og spennandi möguleikar sem upplagt er að nýta nú þegar ís- lenskar útgerðir hugsa sér til hreyfings,“ segir Hjörtur Emils- son.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.