Ægir

Volume

Ægir - 01.06.2014, Page 32

Ægir - 01.06.2014, Page 32
32 „Þetta er alveg hreint ágætt fyrir svona karla eins og mig sem eigum okkar báta skuld- laust og þekkjum miðin, við lif- um ágætlega á þessu. En mér þykir ekki líklegt að nýliðar sem þurfa að kaupa bát og skulda hann að mestu og þekkja ekki til ríði feitum hesti frá þessu,“ segir Gísli Geir Sigur- jónsson sem gerir út bát sinn Herborgu til strandveiða frá Hornafirði. Gísli Geir var á heimleið með fullfermi þegar Ægir náði sam- bandi við hann, en á þessum árstíma er róið út að Höfða um 50 sjómílna leið frá Hornafirði og tekur stímið hvora leið um tvo og hálfan tíma. „Þetta er drjúgur spotti og töluverður olíukostnaður við að sækja svona langt, en veiðin er góð. Við vorum hér þrír bátar og allir á heimleið með fullfermi,“ segir Gísli Geir. Kerfið býður upp á bull og vitleysu Hann var í startholunum að hefja strandveiðar um leið og þær hófust í byrjun maí en segir leiðindaveður á sínum slóðum hafa gert að verkum að hann beið aðeins með að róa. „Ég sá enga ástæðu til að byrja strax, ölduhæðin var mikil, tveir og hálfur metri og bara vitleysa að fara út,“ segir Gísli Geir. „Þetta strandveiðikerfi býður upp á bull og vitleysu, það eru allir að keppast við að ná sínum hlut úr pottinum áður en hann klárast og róa því oft þó svo veðrið bjóði ekki upp á það. Þetta er innbyggt í kerfið og þessu þarf að breyta.“ Hann segir að ástandið muni ekki lagast fyrr en kvóti verði settur á, en á það vilji stjórn- málamenn ekki hlusta. Betra er að mati Gísla Geirs að hafa kerf- ið með þeim hætti að menn rói og sæki sinn afla þegar gefur. „Þetta er auðvitað sérstaklega mikilvægt á þeim slóðum þar sem langt þarf að sækja eins og gildir um okkar svæði.“ Langt að sækja Gísli Geir telur að allt að einn þriðji hluti aflaverðmætis fari í olíukostnað hjá bátum sem gera út frá Hornafirði og sækja á miðin kringum Höfða. Yfir sumarið opnist þá á mið sem ekki eru eins fjarlæg en þó þurfi menn iðulega að sigla um 20 sjómílur og lengra yfir hásum- arið til að komast í gjöful fiski- mið. „En strandveiðarnar fóru vel af stað og veiðin hefur verið góð, þannig að við erum bjart- sýnir,“ segir Gísli Geir. Gísli Geir Sigurjónsson gerir út á strandveiðar frá Hornafirði: Langt á miðin en aflinn er góður Gott hljóð er í strandveiðimönnum þessa dagana. S tra n d v eiða r

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.