STARA - 14.11.2015, Side 14

STARA - 14.11.2015, Side 14
S T A R A n o .5 3 .T B L 2 0 15 14 ÍG hefur aðsetur í Tryggvagötu 17, hafnarmegin, þar sem starf- rækt er grafíkverkstæði og sýn- ingarsalur. Starfsemi félagsins er umfangsmikil og alfarið í umsjá félagsmanna. Í félaginu er starf- andi stjórn, sýningarnefnd og verkstæðisnefnd og eru öll störf unnin í sjálfboðavinnu. Meðal fastra viðburða er þátttaka félagsins í Menningarnótt og Safnanótt. Sýningarsalurinn Grafíksalurinn Í sýningarsal félagsins, eru haldn- ar metnaðarfullar sýningar á verkum félagsmanna og annarra listamanna, íslenskum sem erlendum. Haldnar eru að meðal- tali 20 sýningar á ári og eru verkin allt frá því að vera þrykk unnin á pappír til bókverka, skúlptúra og ljósmynda. Salurinn er eftirsóttur enda vel staðsettur, 130 m2, bjartur, hátt til lofts og býður upp á marga möguleika á uppsetningu á tvívíðum verkum, hljóðverkum og öðrum innsetn- ingum. Sýningarsalurinn er öllum opinn til útleigu. Verkstæðið Fljótlega við stofnun félagsins var verkstæði komið á laggirnar með það að markmiði að auðvelda félagsmönnum vinnu sína. Listgrafík krefst sérhæfðrar aðstöðu, tækjabúnaðar og efna- meðferða sem sjaldnast er á færi einstakra listamanna að skapa sér. Nú í dag rekur félagið sérhæft verkstæði sem ætlað er fagfólki í grafík. Verkstæðið hefur allar forsendur til þess að vera á heimsmælikvarða, pressur og stærri tæki eru öll til staðar og ágætis aðstaða til fjölbreyttrar vinnu í ýmsum aðferðum ljós- myndatækni. Íslensk grafík Félagið Íslensk grafík var stofnað árið 1969. Í félaginu eru meðlimir alls sjötíu talsins, myndlistarmenn sem f lestir hafa sérmenntað sig í grafík og nota grafískar úrlausnir við útfærslu verka sinna. Ljósmy nd Laura Valent ino

x

STARA

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: STARA
https://timarit.is/publication/1138

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.