STARA - 14.11.2015, Page 27

STARA - 14.11.2015, Page 27
S T A R A n o .5 3 .T B L 2 0 15 27 bragð. Spýturnar upp við vegginn eru málaðar í ákveðnum litaskala og á gólfinu eru lakkmálaðir hring- ir í öðrum litaskala og standa upp á rönd. Í enn öðrum verkum leikur Habby Osk sér með geómetríu og frávik frá henni. Þessa tvíræðni má líka sjá í sumum eldri verkum hennar, t.d. þegar hún raðar kertum í fallegan píramída en kveikir svo á þeim þannig að píramídinn riðlast og eyðileggst þegar kertin brenna niður. Þannig nær hún að tengja hreina fagurfræðilega nálgun við nútímalegri hugmyndir um ferli og niðurbrot kerfa. Það er hins vegar engin hreyfing á verkunum í austursal safnsins þar sem Baldur Geir Bragason sýnir. Hann teflir fram tveimur verkum eða röðum verka. Annars vegar trékössum sem liggja á gólfinu og hins vegar háum stöplum. Eitt af því sem gerir verk Baldurs Geirs svo dularfull og heillandi er hvernig hann hann umbreytir algengum hlutum með því að ræna þá venjulegum tilgangi sínum. Þannig hefur hann smíðað ruggu- stóla sem ekki er hægt að sitja í og tröppur sem liggja ekkert. Verk hans eru vandlega unnin en þegar venjulegt notagildið er rofið neyðumst við til að skoða það öðruvísi og þannig dregur hann fram fagurfræðilegt gildi smíðis- gripanna og gerir þá að myndlist. Kassarnir á þessari sýningu eru ílangir, á stærð við litla líkkistu, smíðaðir úr hefluðu tré. Við lok- brúnina er röð heimasmíðaðra nagla sem rétt tylla oddinum ofan í tréð, líkt og nýbúið sé að draga þá út til að opna kassann, eða aðeins eigi eftir að reka þá inn til að loka honum. Við getum ekki áttað okkur á því hvar við erum stödd í frásögninni. Hin verkaröðin er enn óræðari: Fjórir háir stöplar standa á gólfinu og afmarka ferning á milli sín. Ofan á hverjum stöpli standa svo tveir aðrir stöplar og ofan á þeim mismargir, enn smærri stöplar. Sumir hafa sléttar hliðar meðan aðrir hafa þverenda, eins og ílangt „I“. Allt er hvítmálað og þannig engin leið að greina hvað á að teljast stöpull og hvað við eigum að skilja sem listaverkið ofan á stöplinum. Verkið er kannski fyrst og fremst húmorískt og það er erfitt að verjast brosi þegar maður áttar sig á því hvað listamaðurinn hefur gert hér. En um leið getur verkið vakið alvarlegri hugsanir um stöðu myndlistarinnar og umgjörð hennar. Við erum vön því að þegar hlutur er settur á stöpul þá eigi að skoða hann sem listaverk en stöpullinn skipti ekki máli. En ef stöpull er settur á stöpul, er hann þá orðinn að listaverki? Og getur þá ekki stöpullinn fyrir neðan líka verið listaverk? Er það kannski stöpullinn sem býr til listina í því sýningarumhverfi sem við búum við? Verkin á sýningunni á Kjarvals- stöðum 1994 teygðu mjög á hugmyndum áhorfenda um högg- myndalist. Margir yngri lista- mannanna notuðust við fundna hluti og þarna voru ekki mörg verk sem tengja mátti við hefðbundið handverk. Hins vegar var mikið unnið með „konseptið“ og oft á húmorískan eða kaldhæðinn hátt. (Íslensk konseptlist hefur þá sérstöðu að geta verið fyndin og skemmtileg.) Í samanburði geta sýningar Habbyar Oskar og Baldurs Geirs virst næstum minimalískar en þó eru margir þræðir sem tengja þótt tveir áratugir séu á milli. Það verður því áhugavert að fylgjast með þessari sýningaröð eftir því sem henni vindur fram.

x

STARA

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: STARA
https://timarit.is/publication/1138

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.