Gerðir kirkjuþings - 2003, Blaðsíða 8

Gerðir kirkjuþings - 2003, Blaðsíða 8
Við verðum líka að huga hinum guðfræðilegu forsendum. Reyndar hefur kirkjan að miklu leyti glatað því tungutaki sem hún þróaði um aldir til guðfræðilegrar umræðu og íhugunar um samband sitt víð ríkið og um stöðu ríkisvaldsins yfirleitt. Margvíslegar ástæður eru fyrir því og að ríki og kirkja hafi fjariægst í seinni tíð. I samtíðinni eru vaxandi efasemdir um hlutverk ríkisvaldsins og stöðu þjóðríkisins andspænis vaxandi samruna og hnattvæðingu annarsvegar og tortryggni i garð stofhana almennt hins vegar. Hina guðfræðilegu forsendu kirkjunnar í þessum efhxun sé ég í grundvallaijátningu kristninnar á hinn þríeina Guð sem skapar, endurleysir og helgar. Ríkisvaldið er verkfæri sköpunar hans, til að greiða því góða veg í lífi og heimi. Á fundi sem ég sat í fyrra með lúthersku höfuðbiskupum Norðurlanda og kaþólska biskupafundinum á Norðurlöndum, var rætt um samband ríkis og kirkju í þessum löndum. Þar sagði kaþólskur biskup frá Norður Noregi við mig: “Ég er á móti aðskilnaði ríkis og kirkju!” Ég hváði og spurði hvers vegna? Hann svaraði að bragði: “Vegna þess að með þessu fyrirkomulagi er það tryggt að sagan um Jesú Krist er sögð um allt landið.” Ég er sammála honum. Þetta er það sem skiptir mestu máli. Þjóðkirkjan þakkar og metur það frelsi og svigrúm sem núgildandi kirkjulög veita henni. Með því er hin evangelísk lútherska Þjóðkirkja skilgreind sem sjálfstætt trúfélag, með frelsi til að skipa málum sínum. Ég er ekki hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju og Þjóðkirkjan er ekki að biðja um hann. Ég er þeirrar skoðunar að auka skuli enn frekar frelsi þjóðkirkjunnar með því að rýmka ramma kirkjulaganna, og Ijúka samningum milli ríkis og kirkju til að tryggja tekjustofha hennar svo hún geti brugðist við kröfum tímans og sinnt betur skyldum sínum við þjóðina, sem biðjandi, boðandi, þjónandi kirkja. Fjölmenning Mér fmnst áberandi í þessari umræðu að menn gefa sér þá forsendu að hér sé fjölmenningarlegt samfélag. En er það nú alveg víst, og er það alveg æskilegt að allur siður sé jafnrétthár? Hlýtur ekki samfélagið að byggja á sátt um ákveðin grunngildi út frá sögu sinni, hefð og menningu, jafnvel þótt tryggt sé frelsi einstaklingsins að játa og iðka trú sína? Islenskt samfélag er orðið miklu fjölbreyttara en áður. En samt sem áður telst meirihluti landsmanna til þjóðkirkjunnar og lútherskra fríkirkjusafhaða. Víst er að áhrifm eru margháttuð og hér þrífst margvísleg menning hlið við hlið, sprettur upp, vex og dafnar, visnar og fykur burt eins og haustlauf í blænum. Vafalaust hafa margvísleg túlkunarmynstur alltaf þrifist hlið við hlið í samfélagi og menningu. En er hér raunverulegt fjölmenningarsamfélag, fjöltrúarsamfélag, á meðan níu af tíu bömum em skírð á fyrsta ári, níu af tíu unglingum á tjórtánda aldursári fermast í þjóðkirkjunni, lang flest íslensk böm læra að biðja? Hvað telst ráðandi hlutur í hlutafélagi? Eitthvað rúmlega þijátíu prósent er mér sagt. Víst er að Þjóðkirkjan hefur enn ráðandi hlut á vettvangi trúmálanna þrátt fyrir allt, svo maður leyfi sér nú svo hæpna samlíkingu úr heimi Mammons! Er það ekki frumforsenda lýðræðisins að sjónarmið meirihlutans vegi þyngst, að teknu tilliti til grandvallaréttinda minnihlutans? 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.