Gerðir kirkjuþings - 2003, Page 46
III. hluti: Starfsemi Þjóðkirkjunnar
Starfsemi kirkjunnar skiptist í meginverkefiii og stoðþjónustu.
Meginverkefni eru
■ boðun
• helgihald og kirkjutónlist
■ kærleiksþjónusta og hjálparstarf
■ fræðsla
* menning
■ samstarf við aðrar kirkjur
Stoðþjónustan varðar
■ ijármál
■ húsnæði og aðstöðu
■ starfsmannamál
■ upplýsingamál
Meginverkefni
4. Boðun
Létu þeir eigi af að kenna dag hvern í helgidóminum og í heimahúsum og boða fagnaðarerindið um, að
Jesús sé Kristur. (Post 5:42)
Með boðun er átt við alla boðun kirkjunnar í orði og verki, innan kirkjuhúss og utan,
boðskapinn sjálfan og miðlun hans.
4.1 Markmið
Boðun kirkjunnar hefur það að markmiði að söfnuðurinn tileinki sér fagnaðarerindið
um Jesú Krist og að trúin á hann móti líf fólks og samskipti. Boðun er bæði fólgin í
orðurn og í verkum, í góðvild og umhyggju í daglegu lífi. Boðimin verður að vera
skiljanleg og flytja erindi Krists inn í aðstæður einstaklings og samfélags á hverjum
tíma.Við viljum að kirkjan nýti sér nýjar leiðir jafiit í prédikun sem og í öðru
boðunarstarfi.
4.2 Verkefni
o Við viljum bœta predikun kirkjunnar. Stefnt verði að
o Predikun sem ávallt taki mið af áheyrendum,
- o Málfari í predikun sem eigi jafnt við um karla og konur,
o Aukinni fiölbreytni í prédikunarformum,
o Hópvinnu presta um predikun bæði sín á milli og með söfnuði,
o Símenntun og þjálfun fýrir prédikara
o Umræðum eftir messu um prédikunina.
44