Gerðir kirkjuþings - 2003, Blaðsíða 54
o Ráðgjöf sameining og samstarf
o Sinnt verði fjármála- og rekstrarráðgjöf við sóknir er þess þarfnast og
vilja þiggja þá þjónustu.
o Litlar einingar leiti eftir samstarfi um þjónustu eða úrlausn verkefna
eða sameinist til þess að uppfylla skyldur sínar í samræmi við
megináherslur í stefnumótun kirkjunnar.
o Kannað verði hvort sameina beri stærri sjóði kirkjunnar.
o Kannað verði hvort þörf sé á að veita sóknum aukna þjónustu, meðal
annars með því að stofna launaskrifstofu kirkjunnar er annist
launagreiðslur sókna, presta, starfsmanna og stofnana.
o Húsnœði og aðstaða
o Húsnæði, aðstaða og búnaður hverrar starfseiningar sé með þeim hætti
að henni sé gert kleift að sinna hlutverki sínu. Nýting húsnæðis verði
ávallt sem best.
o Unnið verði að gerð staðla fyrir nýbyggingar kirkna og
safnaðarheimila.
o Aðgengi fatlaðra verði bætt.
o Stuðlað verði að samstarfi og samnýtingu milli safiiaða í
húsnæðismálum.
o Staða friðaðra kirkna verði endurskoðuð í samráði við stjómvöld.
11. Starfsmannamál
11.1 Markmið
Þjóðkirkjan vill hafa á að skipa hæfu og áhugasömu starfsfólki. Hún vill skapa því
góð starfsskilyrði og möguleika til að vaxa og dafna í starfi. Kirkjan vill vera góður
vinnustaður, þar sem gott starf er unnið af áhugasömu, samstilltu og ábyrgu fólki í
anda jafhræðis.
11. 2 Verkefni
o KirJg'an einbeiti sér að því að auka samstarf milli starfseininga, presta og
annars starfsfólks.
o Dregið verði úr einangrun og einyrkjastörfum presta með aukinni
samvinnu.
o Auka ber samstarf milli sókna og prestakalla meðal annars með
sameiginlegum átaksverkefnum og fræðsluverkefiium.
o Kanna ber hvort fara skuli nýjar leiðir í afleysingaþjónustu til að gera hana
sem virkasta og raunhæfasta.
o Stefnt sé að auknu sjálfboðaliðastarfi í söfnuðum og hlúð að þeim sem sinna
því með því að
o Bjóða námskeið og þjálfun,
o Vera opin fyrir hugmyndum sjálfboðaliða um nýjungar í starfi,
o Veita sjálfboðaliðum viðurkenningu og umbun.
52