Gerðir kirkjuþings - 2003, Qupperneq 59
Greinargerð
íslenska Þjóðkirkjan hefnr í umboði Kirkjuþings og fyrir tilstilli Kirkjuráðs og
Biskups íslands einbeitt sér að stefnumótunarvinnu síðastliðið ár. Þessi vinna hefur
miðað að því að draga fram grunngildi Þjóðkirkjunnar og varpa ljósi á grundvöllinn
fyrir starfi hennar, hvemig hún geti á sem bestan hátt komið boðskap sínum á
framfæri í orði og verki.
Stefnumörkunin sem hér er til umræðu og afgreiðslu er jafnframt niðurstaða um það
hvað Þjóðkirkjan vill gera og hvemig hún ætlar að verja kröftum sínum fyrir tímabilið
2004-2010.
Skjalið fylgir hér með í heild sinni. Þar er ætlunarverkinu lýst í framtíðarsýn
Þjóðkirkjunnar, meginstefnu hennar og lykiláherslum í starfmu. Kveðið er nánar á um
helstu verkefni Þjóðkirkjunnar og markmið bæði í meginverkefni og stoðþjónustu. Að
endingu er fjallað um skipulag á starfsemi Þjóðkirkjunnar og vikið að nauðsynlegum
breytingum.
Fremst í skjalinu er framtíðarsýn kirkjunnar og einkunnarorð. í fyrsta hluta skjalsins
er sett fram lýsing á hlutverki Þjóðkirkjunnar og stefnu. í öðmm hluta er vikið að
starfseminni, helstu markmiðum, áherslum í starfmu og verkefhum sem vinna skal.
Starfseminni er skipti í tvo höfuðflokka, meginverkefni og stoðþjónustu. Þriðji hlutinn
snýst um skipulagið. I viðauka er stutt greinargerð um vinnulagið og verkþættina í
stefnumótunarvinnunni.
Tillaga ICirkjuráðs er að skipta stefnu Þjóðkirkjunnar á tímabilinu 2004-2010 niður í
fimm aðalverkefni eða áherslur sem byggð em á meginstefnunni. Hvert verkefni nær
yfir tvö ár og hefur þrjár meginþætti, þ.e. undirbúning, framkvæmd og mat. Þessi
verkefni em eftirfarandi og skiptast niður á árin sem hér segir:
2004- 2005
2005- 2006
2006- 2007
2007- 2008
2008- 2009
Samfélag - í trú og gleði
Heimili - vettvangur trúamppeldis
Fjölþætt þjónusta - opin, virk og gefandi
Aukið samstarf - inn á við og út á við
Umgjörð þjónustunnar - stjómun og starfseiningar
Síðasta árið, þ.e. árið 2010, hafi nokkra sérstöðu, þá fari fram heildarmat á stefnunni.
Enda þótt megináherslan verði á eitt verkefni í senn, verður þegar í byrjun
stefnuátaksins hafist handa við að ýta úr vör öðmm verkefnum og undirbúa í samræmi
við þá leið sem valin verður til að hrinda stefnunni í framkvæmd, undir yfirstjóm
biskups og Kirkjuráðs.
Auk sérframlags til hvers verkefnis mun Kirkjuráð sérstaklega líta til ofangreindra
meginverkefna við gerð ijárhagsáætlana Kristnisjóðs og annarra sjóða og fjárveitinga
til stofnana og starfseininga sem leita ásjár Kirkjuráðs.
Mikilvægt er að hver starfseining tileinki sér stefnuna, áherslur og einstaka verkefni,
ígmndi gmndvöllinn og markmið Þjóðkirkjunnar og sjái þar tækifæri til að eflast og
bæta þjónustuna m.a. með því að gera hana markvissari. Starfseiningar, sóknir og
57