Gerðir kirkjuþings - 2003, Side 68
imdanfarin ár, verið haldið áfram þeirri stefhu sem var mörkuð í viðhaldsmálum
prestssetra. Reynt er að halda forgangsröðum verkefna.
í viðhaldi prestssetra hefur það haft algjöran forgang, sem áður, að fara í þær
viðgerðir á skemmdum sem geta valdið varanlegu eða meiriháttar tjóni á prestssetrinu.
Viðgerðir á útveggjum, gluggum og þaki ásamt lagnakerfi hafa vegið þar þyngst.
Einnig hefur eðlilegu viðhaldi innanhúss verið sinnt eftir því sem efhi og aðstæður
hafa leyft. Geta má þess að á þessu tímabili hefur verið skipt um eldhúsinnréttingar í
allmörgum prestssetrum þar sem ekki varð lengur hjá því komist. Slíkar ffamkvæmdir
eru mjög kostnaðarsamar. Því miður eru óskir og beiðnir um endurbætur frá
umráðamönnum prestssetra meiri en svo að sjóðurinn hafi getað sinnt þeim með góðu
móti.
Fréttabréf
Á tímabilinu var gefið út eitt fréttabréf þar sem sagt er ffá ákvörðunum stjómar og
ffamkvæmdum á prestssetrunum. Stefnt er að því sem áður að útgáfa fféttabréfs haldi
áffam og gefin verði út a.m.k. tvö fféttabréf á ári, enda hefur það mælst vel fyrir,
Fréttabréf sjóðsins hefur einnig verið sett á heimasíðu kirkjunnar fyrir þá sem vilja
notfæra sér tölvutæknina.
Nokkur einstök mál eða verkefni
Ein mesta ffamkvæmdin á árinu 2002 var prestsbústaðurinn á Akranesi. Var hann
allur tekinn í gegn að utan, einangraður og múrhúðaður á ný. Skipt var um ónýta
glugga og hurðir. Það er samdóma álit starfsmanna sjóðsins að ffamkvæmdin hafi
tekist vel til. Vonir standa nú til að nú verði notalegra fýrir prest og hans fjölskyldu að
búa í húsinu, en nokkuð var kalt í því yfír vetrarmánuðina.
Prestsbústaðurinn í Hveragerði þarfnaðist mikilla viðgerða. Gerðar vora miklar og
kostnaðarsamar viðgerðir á prestsbústaðnum á árinu 2002. Skipt var um nánast allt
þakið ásamt þakköntum, gluggar lagfærðir, skipt út opnanlegum fögum og allar hurðir
lagfærðar. Viðgerðum er ekki lokið.
Gengið var ffá leigulóðarsamningum í Útskálalandi og voru þeir undirritaðir af
framkvæmdastjóra sjóðsins og staðarhaldara í desember 2002. Framkvæmdin er á
höndum sóknarprestsins, sem vinnur að málinu innan ramma, sem samkomulag er um
milli sjóðsins og hans.
Viðræður fóru fram við sparisjóðinn í Keflavík um styrk til að endurgera gamla
prestshúsið sem sérstakt kirkju- og menningarsetur sem einnig kæmi til með að þjóna
kirkjunni sem þjónustuhús. Þær viðræður hafa gengið hægar en vonir stóðu til. Unnið
verður að þessum málum áffam í samráði við heimamenn. Ljóst má þó vera að
sjóðurinn hefur ekki fjárhagslegt bolmagn til þess að endurbyggja húsið á eigin
kostnað.
Að ósk Landsvirkjunar hafa farið ffam viðræður vegna ffamkvæmda við
Kárahnj ukavirkj un í landi Valþjófsstaðar. Þar er um nokkuð flókið ferli að ræða þar
sem koma inn landamerki jarða og hugsanlegar bætur vegna ffamkvæmdanna svo
nokkuð sé nefnt.Viðræðum er að mestu lokið og fyrir liggur samningur vegna
malamáms og jarðrasks.Vegna þessara miklu ffamkvæmda við Kárahnjúka þá liggur
fyrir mikil skipulagsvinna í landi Valþjófsstaða þ.m.t. deiliskipulag
stöðvarmannvirkja í Fljótsdal ásamt nánasta umhverfis Valþjófsstaðar.
66