Gerðir kirkjuþings - 2003, Page 87
Um Amesprófastsdæmi
Selfossprestakali nær yfir eina sókn og þar búa 4936 manns (16 ára og eldri 1
Þjóðkirkjunni eru 3440). Hraungerðisprestakall nær yfir þrjár sóknir og íbúafjöldinn
er 440 manns (16 ára og eldri í Þjóðkirkjunni eru 306). I stað þess að sameina þessi
tvö prestaköll í eitt stórt prestakall með tveimur þjónandi prestum er lagt til að
prestsþjónustubyrðin verði jöfiiuð með því að fela sóknarprestinum í
Hraungerðisprestakalli stoðþjónustu á Selfossi.
Þrátt fyrir að Þingvallaprestakall sé vissulega fámennt eða 37 manns (29 gjaldendur)
þá er full þörf á presti þar yfir sumartímann til að messa hvem sunnudag og sinna
prestsþjónustu við þann fjölda fólks, sem leggur leið sína í þjóðgarðinn. I sögulegu
samhengi er einnig mikilvægt að prestur sé á Þingvöllum. Yfir vetrartímann er
þjónustuþörfin lítil. Þess vegna er eðlilegt að skilgreina embættið á Þingvöllum sem
bæði sóknarprestsembætti og sérþjónustuprests-embætti. Viðkomandi prestur væri
sóknarprestur á Þingvöllum, með prestssetur (sumarbústað) í þjóðgarðinum og þar
þjónaði hann yfir sumarmánuðina en þess fyrir utan sinnti hann prestsþjónustu annars
staðar. Annar möguleiki er sá að semja við guðfræðideild Háskóla Islands um að
tiltekinn kennari deildarinnar sinnti prestsþjónustunni á sumrin en deildin gæti nýtt sér
embættið (stöðugildið) við kennslu yfir vetrarmánuðina.
Þingvallaprestakall er í raun alveg sérstakt mál og þarf það að vinnast að einhveiju
leyti með hliðsjón af viðræðum kirkjunnar um prestssetursjarðir.
1. gr. 2. Borgarfjarðarprófastsdæmi
í Hvanneyrarprestakalli búa 450 manns (16 ára og eldri í Þjóðkirkjunni eru 303). I
Stafholtsprestakalli búa 465 manns (16 ára og eldri í Þjóðkirkjunni eru 293).
Samgöngur eru góðar og því er lagt til að sameina þessi prestköll í eitt. Við
sameininguna þyrfti að færa eina sókn yfir í Reykholtsprestakall og er hér gerð tillaga
um Hvammssókn í Norðurárdal.
I almennum athugasemdum er sú hugmynd reifuð að prestsþjónustan í Akranessókn
verði styrkt með stoðþjónustu firá Saurbæjarprestakalli.
1. gr. 3. Snæfellsness- og Dalaprófastsdæmi
Ingjaldshólsprestakall er einungis ein sókn með 562 íbúa (16 ára og eldri í
Þjóðkirkjunni eru 343). Ólafsvíkurprestakall er líka ein sókn með 1068 manns (16 ára
og eldri í Þjóðkirkjunni eru 676). Frá Ólafsvík að Hellissandi eru 9 km. Við
sameiningu yrði til prestakall, sem er að öllu leyti hliðstætt við Eskifjarðar-prestakall,
en það hefur 1577 íbúa og milli Eskifjarðar og Reyðarfjarðar eru 15 km. Einnig má
benda á Sandgerði og Garð í Útskálaprestakalli. Þessi sameining er því eðlileg út frá
j afnræðissj ónarmiðum.
1. gr. 4. ísafjarðarprófastsdæmi
I Þingeyrarprestakalli búa 445 manns (16 ára og eldri í Þjóðkirkjunni eru 310). I
Holtsprestakalli búa 355 manns (16 ára og eldri í Þjóðkirkjunni eru 205). Milli
Þingeyrar og Flateyrar eru 40 km. Við sameiningu yrði til prestakall með tveimur
þéttbýlisstöðum og heildaríbúafjölda upp á 800 manns.
85