Fréttablaðið - 16.03.2016, Side 6
Vinnan hefur gengið
þokkalega vel og
menn hafa verið að ná
samkomulagi um
breiðar línur.
Ólöf Nordal innan-
ríkisráðherra
Opinn fundur Félags atvinnurekenda
TÍMAMÓT
Í LÍFEYRISMÁLUM
Á almennum vinnumarkaði var nýlega samið um að hækka
framlag atvinnurekenda í lífeyrissjóð úr 8% af launum í 11,5%.
Ýmsar spurningar vakna tengdar þessari stóru breytingu.
Dagskrá:
Ljónið og íkorninn
– er hægt að spara of mikið til elliáranna?
Ásgeir Jónsson, forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands
Mikið í húfi að mikið nýtist vel
– allt að fimmtungur launa í þvingaðan lífeyrissparnað
Gunnar Baldvinsson, framkvæmdastjóri Almenna
lífeyrissjóðsins
Þátttakendur í pallborðsumræðum ásamt frummælendum
eru Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka
lífeyrissjóða og Henný Hinz, hagfræðingur Alþýðusambands
Íslands. Fundarstjóri er Ólafur Stephensen,
framkvæmdastjóri FA.
Fundurinn er haldinn í fundarsal Félags atvinnurekenda á
9. hæð í Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7. Fundurinn er
öllum opinn á meðan húsrúm leyfir. Léttur morgunverður í
boði. Skráning á vef FA, atvinnurekendur.is
PI
PA
R\
TB
W
A
Morgunverðarfundur föstudaginn 18. mars kl. 8:30–10:00
Kjaramál Samninganefndir Banda-
lags háskólamanna (BHM) og Sam-
bands íslenskra sveitarfélaga hafa
fundað stíft síðan fyrir síðustu helgi,
að því er Þórunn Sveinbjarnardóttir,
formaður BHM, segir. Enn er haldið í
vonina um að saman náist í viðræð-
unum.
„Það er verið að vinna úr tilboði
sveitarfélaganna og skiptast á upp-
lýsingum,“ segir Þórunn og bætir
við að þau hjá BHM séu „hæfilega
bjartsýn“ á framhaldið. „Við viljum
auðvitað fara að sjá fyrir endann á
þessu og vonandi verður það á næstu
dögum, en það er með þetta eins og
áður í samningaviðræðum, að þetta
er ekki búið fyrr en það er búið.“
Um leið áréttar Þórunn að við-
ræðurnar hafi engu að síður þokast
áfram frá því í lok síðustu viku. „Við
vonum að það beri einhvern árangur
í þessari viku.“
Náist ekki saman á næstu dögum
segir Þórunn ýmislegt hafa verið
íhugað hjá samtökunum varðandi
næstu skref. „En það hafa engar
ákvarðanir verið teknar og við ein-
beitum okkur að því núna, samn-
inganefndir þessara BHM-félaga
sem eftir eru, að vinna með tilboð
sveitarfélaganna og sjá hvort það
sé grundvöllur samnings. Það tekur
tíma, þetta er mikil útfærsla og
nákvæmnisvinna.“
Þórunn segir verkefnið nokkuð
flókið vegna þess að í sumum til-
vikum hafi þurft að gera grund vallar-
breytingar á launakerfinu. „Og þá er
betra að vanda sig bara.“
Ólafur G. Skúlason, formaður
Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga,
tekur í svipaðan streng. Enn hafi ekki
komið til umræðu í röðum hjúkrun-
arfræðinga að boða til aðgerða til að
þrýsta á um gerð kjarasamnings. „Við
erum bara í viðræðum enn þá. Það
gengur hægt, en það gengur samt,“
segir hann.
Enn sem komið er hafa því sjúkra-
liðar einir boðað til verkfallsaðgerða
til að knýja á um samninga við sveit-
arfélögin. Félagið samþykkti í byrjun
vikunnar boðun verkfalls frá og með
mánudeginum 4. apríl næstkomandi
hafi samningar ekki tekist fyrir þann
tíma.
Boðað verkfall sjúkraliða nær til
öldrunar- og heilbrigðis- og félags-
þjónustu sveitarfélaga utan höfuð-
borgarsvæðisins. olikr@frettabladid.is
Þokast hjá BHM og
hjúkrunarfræðingum
Samninganefnd stéttarfélaga háskólamanna sem ósamið eiga við Samband
íslenskra sveitarfélaga vinnur með síðasta tilboð til að sjá hvort þar sé grund-
völlur nýs samnings. Viðræður hjúkrunarfræðinga halda líka áfram.
Við einbeitum
okkur að því núna
[...] að vinna með tilboð
sveitarfélaganna og sjá hvort
það sé grund-
völlur samn-
ings.
Þórunn Svein-
bjarnardóttir,
formaður BHM
Einn maður lést þegar bílsprengja sprakk í Charlottenburg-hverfinu í Berlín í gærmorgun. Bíllinn var á ferð
og stefndi á miðborgina þegar sprengjan sprakk. Talsmaður lögreglu segir að morðrannsókn sé hafin og talið
er að sprengingin tengist skipulagðri glæpastarfsemi. Fréttablaðið/EPa
alþingi Starfshópur heilbrigðis-
ráðherra sem falið var það verkefni
að kanna afglæpavæðingu fíkni-
efna lýkur störfum innan skamms.
Þetta kom fram í máli Ólafar Nor-
dal innan ríkisráðherra við sérstaka
umræðu á Alþingi í gær.
„Mér skilst að sá hópur sé alveg á
lokametrunum með að klára. Vinn-
an hefur gengið þokkalega vel og
menn hafa verið að ná samkomulagi
um breiðar línur. Þegar þeirri vinnu
lýkur tel ég alveg ljóst að það þarf að
hefja samtal milli þessara tveggja
ráðuneyta um það hvort það eigi að
skoða breytingar á refsipólitíkinni,“
sagði Ólöf Nordal. Málið heyrir
undir bæði heilbrigðisráðuneytið,
sem ber ábyrgð á lögum um ávana-
og fíkniefni, og innanríkisráðuneytið
sem ber ábyrgð á almennum hegn-
ingarlögum.
Það var Valgerður Bjarnadóttir,
þingmaður Samfylkingarinnar, sem
hóf umræðuna. Hún vakti athygli á
því að það væri tvennt ólíkt að leyfa
fíkniefni eða afglæpavæða það að
hafa fíkniefni í fórum sínum. Hún
vísaði í umræðu sem fór fram á
vegum Snarrótarinnar fyrr í vetur
þar sem ræðumönnum bar saman
um að aðferðir sem notaðar eru í
fíkniefnastríðinu beri engan árang-
ur.
„Í Hollandi hefur sala kanna-
bisefna verið háð litlum takmörk-
unum um margra ára skeið. En
neysla þeirra er minni en í mörgum
Evrópulöndum og neysla sterkra
efna er minni en í mörgum Evrópu-
sambandslöndum,“ sagði Valgerður.
Hún benti líka á að reynsla Portúgala
af breyttri löggjöf væri góð. – jhh
Styttist í tillögur
um fíkniefnamál
Bílsprengja varð manni að bana
1 6 . m a r s 2 0 1 6 m i Ð V i K U D a g U r6 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a Ð i Ð
1
6
-0
3
-2
0
1
6
0
4
:4
1
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
8
C
8
-0
3
3
0
1
8
C
8
-0
1
F
4
1
8
C
8
-0
0
B
8
1
8
C
7
-F
F
7
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
0
4
8
s
_
1
5
_
3
_
2
0
1
6
C
M
Y
K